Fleiri fréttir

Norður Kóreumenn hóta kjarnavopnatilraunum

Norður Kóreumenn hótuðu í morgun að gera tilraunir með kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar ef Sameinuðu þjóðirnar féllu ekki frá refsiaðgerðum gegn Norður Kóreu og bæðust afsökunar á að hafa beitt þeim.

Guðlaugur fellur niður um eitt sæti

Guðlaugur Þ Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins færist niður um eitt sæti í kosningunum um helgina. Kjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur lokið við að fara yfir útstrikanir á listum og tilfærslur. Hátt í tvö þúsund kjósendur annað hvort strikuðu yfir nafn Guðlaugs Þórs eða færðu niður um sæti.

Svalaslysið í Ölveri: Gríðarleg geðshræring

„Börnin voru á kvöldvöku þegar svalirnar hrundu," segir Arndís Halla Guðmundsdóttir, en tuttugu börn féllu niður af svölum í Ölveri í Borgarnesi klukkan hálf níu í gærkvöldi. Um er að ræða tólf ára börn í Grundaskóla á Akranesi sem voru í skólaferðalagi. Atvikið átti sér stað á kvöldvökunni þegar tveir nemar fóru út úr húsinu í einum leiknum. Þá þustu börnin tuttugu út á svalir til þess að fylgjast með þeim. Aðeins örfáum sekúndum síðar heyrði Arndís lætin.

Hvað verður um Bolla og Baldur?

Tímabundið leyfi sem ráðuneytisstjórinn í forsætisráðuneytinu fékk þegar að ríkisstjórn VG og Samfylkingarinnar tók við rennur út á morgun.

Ástralar auka herstyrk í Afganistan

Ástralar hyggjast fjölga í herafla sínum í Afganistan og senda þangað 450 hermenn til viðbótar við þá 1.100 sem þegar eru á staðnum.

Bretar geta flett glæpamönnum í hverfinu upp

Breski dómsmálaráðherrann Jack Straw mun á morgun kynna áætlun ríkisstjórnarinnar um að koma upp gagnagrunni á Netinu þar sem fletta má upp dæmdum afbrotamönnum í ákveðnum hverfum. Með þessu eiga íbúar að geta áttað sig á því hvers konar nágranna þeir eigi.

Bandarískir svínabændur óhressir með svínaflensu

Tom Vilsack, landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna, hefur bænheyrt þarlenda svínabændur og farið þess á leit við stjórnvöld að nafni svínaflensunnar alræmdu verði breytt í H1N1-veiran í stað þess að kenna hana við svín.

Varð ófæddum tvíburum sínum að bana

Kona frá Sómalíu, búsett í Bretlandi, er fyrir rétti, ákærð fyrir að hafa orðið ófæddum tvíburum sínum að bana með því að sprauta sjálfa sig með lyfinu syntómetrín sem kemur hríðum af stað og þar með fæðingu, í þessu tilfelli tæpum mánuði fyrir áætlaðan fæðingartíma.

Réðust inn í íbúð í Birkerød

Fimmtán ára unglingur og tvítugur maður voru handteknir í nótt fyrir rán í bænum Birkerød á Norður-Sjálandi í Danmörku. Ræningjarnir spörkuðu upp hurð á íbúð í bænum og réðust þar á húsráðanda og mann sem var gestkomandi hjá honum.

Umferðarslys í Kaliforníu

Að minnsta kosti fjórir eru látnir og tæplega 40 slasaðir eftir að hópferðabifreið valt á þjóðvegi í Kaliforníu í morgun. Tildrög slyssins eru enn óljós en farþegarnir voru flestir franskir ferðamenn. Tólf sjúkrabílar og sjö björgunarþyrlur voru send á vettvang með hraði og vinnur björgunarlið nú að því að hjálpa farþegunum út úr flaki bifreiðarinnar.

Bretar panta 30 milljónir gríma

Breska heilbrigðisráðuneytið hefur pantað 30 milljónir gríma til að hylja vit fólks og verja það þannig fyrir svínaflensunni sem geisar í heiminum. Sérfræðingar hafa þó bent á að grímurnar veiti litla sem enga vörn gegn veirunni sem veldur svínaflensu.

Biskup baðst afsökunar á þjáningum

Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, bað konur og börn, sem brotið hefur verið á af hálfu starfsmanna og þjóna kirkjunnar, fyrirgefningar á þeirri þjáningu og sársauka sem þau hafa liðið, í setningarræðu Prestastefnu Íslands í gærkvöldi.

Guardian fjallar um kosningarnar

Ríkisstjórn Íslands var sú fyrsta sem kjósendur höfnuðu í kjölfar alþjóðlega fjármálahrunsins, segir í grein í Guardian í dag. Þar er fjallað um uppgjör Íslendinga við svonefndan víkingakapítalisma, sem ríkt hafi á landinu undanfarin ár.

Slasaðist á torfæruhjóli

Karlmaður á fertugsaldri fótbrotnaði og meiddist á baki þegar hann missti stjórn á tofæruhjóli á göngustíg við Glerá, neðan við Skarðshlíð á Akureyri undir kvöld í gær, og datt af hjólinu. Hann var ekki í neinum hlífðarbúningi og ekki með hjálm. Hjólinu má aðeins aka á torfærubrautum og var maðurinn óvanur.

Svalir brustu undan tuttugu manns

Minnstu munaði að illa færi þegar svalir á húsi í Ölveri, undir Hafnarfjalli, hrundu undan hópi tuttugu unglinga í gærkvöldi. Nokkrir unglingar meiddust, en þó ekki alvarlega. Hópurinn var fluttur til aðhlynningar á sjúkrahúsinu á Akranesi og dvelur einn þar enn til eftirlits.

Jarðskjálfti í nótt vakti fólk víða

Snarpur jarðskjálfti upp á 3,7 á Richter varð laust fyrir klukkan þrjú í nótt og átti hann upptök í Skálafelli. Hans varð meðal annars vart í Reykjavík og vakti íbúa í Hveragerði, Selfossi og á Eyrarbakka. Margir sunnlendingar hringdu í Neyðarlínu og lögreglu, minnugir stóra Suðurlandsskjálftans.

Íslenskir múslimar gefnir saman

Tímamót urðu hjá samfélagi múslima á Íslandi þegar fyrsta íslenska parið var gefið saman í mosku Félags múslíma á Íslandi um síðustu helgi. Það var Salmann Tamimi, formaður félagsins, sem gaf þau Hjalta Björn Valþórsson og Gunnhildi Ævarsdóttur saman.

Biðlaunakostnaður nemur 88 milljónum

Nítján sem létu af þingmennsku á laugardag fá greidd biðlaun í sex mánuði. Átta fá biðlaun í þrjá mánuði. Fyrrverandi ráðherrar fá einnig biðlaun sem slíkir. Fjórir fyrrverandi ráðherrar sem enn sitja á þingi fá biðlaun auk þingkaups.

Leikskólabörnin hafa aldrei verið fleiri

Leikskólabörn hafa aldrei verið fleiri hér á landi, en í desember 2008 voru þau 18.278. Þá hafði þeim fjölgað um 4,1 prósent á einu ári, eða um 717. Fjölgunin skýrist annars vegar af stærri árgöngum á leikskólaaldri og hins vegar af hlutfalli þeirra sem sækja um leikskólapláss fyrir börn sín. Það á sérstaklega við um yngstu börnin.

Sakar ekki að sjá hvað er í boði

„Þingflokkurinn samþykkti einróma að mynda félagshyggju- og velferðarstjórn með Samfylkingu og það eru viðræður í gangi milli flokkanna um lausn í þessu ESB-máli og ég bíð hennar,“ segir Atli Gíslason, þingmaður VG. Hann var spurður hvort rétt væri að hann styddi ekki ríkisstjórn sem hafi ESB-aðildarviðræður að markmiði, en Atli hefur sagt að réttast væri fyrir Samfylkingu að leita samstarfs við aðra flokka um slíkar viðræður.

Langir loforðalistar stjórnarflokkanna

Samfylkingin og VG kynntu ítarlega verkefnalista fyrir nýja ríkisstjórn í kosningabaráttunni. Starfi flokkarnir áfram saman blasa við margvíslegar breytingar í samfélaginu, til dæmis á kvótakerfinu, skattkerfinu og verðtryggingunni.

Þarf ekki að kaupa siðferðilega aflausn

Þráinn Bertelsson, nýkjörinn alþingismaður Borgarahreyfingarinnar, hyggst ekki afsala sér heiðurslaunum listamanna sem Alþingi hefur um árabil samþykkt honum til handa.

Var próflaus á göngustígnum

Maður fótbrotnaði og hlaut áverka á baki þegar hann datt af vélhjóli á göngustíg neðan við Skarðshlíð á Akureyri á sjötta tímanum í gær. Maðurinn, sem er 35 ára, var ekki með próf á vélhjólið. Það var auk þess mótorkross hjól og ekki skráð til notkunar utan sérstakra æfingasvæða, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri.

Tökum færri bíla en talið er

„Það er ekki jafn mikið um að fólk sé að missa bílana eins og almennt er kannski talið,“ segir Jóhann Sigurðsson, lögmaður hjá Lýsingu. Hann kveðst þó ekki vita nákvæmlega hversu marga bíla fyrirtækið hafi leyst til sín í kreppunni.

Flokkurinn er ekki að deyja

„Frjálslyndi flokkurinn er ekki að deyja,“ segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sem tapaði öllum sínum þingsætum á laugardag. „Ég held áfram að vinna fyrir minn flokk ef fólk vill það.“

Mikið álag á hjálparstarfið

Álag á Hjálparstarf kirkjunnar hefur aldrei verið meira en nú, og hjálparbeiðnum fjölgar stöðugt eftir því sem fleiri missa vinnuna, sagði Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, í ræðu sinni á prestastefnu í gær. Þegar skoðaðar eru tölur frá hjálparstarfinu kemur fram að fjölgun þeirra sem sækjast eftir aðstoð er mest í yngsta aldurshópnum, sagði Karl. Framlög sókna og ýmissa félagasamtaka og fyrirtækja hafa verið með mesta móti í vetur, og fleiri sjálfboðaliðar komið til aðstoðar, sagði biskup. - bj

Fréttablaðið nær réttum þingmannafjölda

Síðasta könnun Capacent Gallup var nær úrslitum kosninga en síðasta könnun Fréttablaðsins ef litið er til kjörfylgis. Könnun Fréttablaðsins var hins vegar nær réttum þingmannafjölda hvers flokks.

Samið um hvern málaflokk fyrir sig

„Við erum að ná samkomulagi innan hvers málaflokks fyrir sig,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, eftir fund síðdegis með Jóhönnu Sigurðardóttur, formanni Samfylkingarinnar.

Sparnaður raski ekki fluginu

Samgönguráðuneytið segir að leitast verði við að nauðsynlegar sparnaðaraðgerðir í kjölfar efnahagsþrenginganna komi eins lítið og hægt er niður á þjónustu og hafi ekki áhrif á flug til Ísafjarðar. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins til Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra á Ísafirði að því er kemur fram á fréttavefnum bb.is.

Telur ofbeldi að hjóla á mann

Ríkissaksóknari telur að sú túlkun héraðsdóms, að það að hjóla á mann vísvitandi teljist ekki endilega líkamsárás, sé í andstöðu við viðurkennd sjónarmið. Hann áfrýjar því sýknudómi um þetta til Hæstaréttar.

Ólíklegt að Finnar verði með

Ólíklegt er að finnskar orrustuþotur muni taka þátt í að sinna loftrýmiseftirliti yfir Íslandi. Að því er finnska dagblaðið Helsingin Sanomat hefur eftir heimildarmönnum í finnska stjórnarráðinu eru efnahagslegar, pólitískar og lagalegar hindranir fyrir slíkri þátttöku. Upp á henni var stungið í tillögum sem Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, vann fyrir Norrænu ráðherranefndina og kynntar voru í febrúar.

Barnabarnið beið í bílnum

Talið er að þrjár konur hafi beðið í bíl fyrir utan hús eldri hjóna á Arnarnesinu á laugar-dagskvöld á meðan tveir karlmenn fóru inn og rændu fólkið með vopnavaldi. Ein kvennanna er barnabarn fólksins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hún hefur verið í óreglu.

Litlar áhyggjur af Rússum

Atlantshafsbandalagið verður með heræfingu í Georgíu í maí. Rússar hafa gagnrýnt þetta harðlega. Gregory Vashadze, utanríkisráðherra Georgíu, gefur ekki mikið fyrir gagnrýni Rússa og óttast ekki innrás þeirra.

Áhrifin umdeilanleg

ESB-umræða Íslendinga hefur vakið athygli í Noregi eftir alþingiskosningarnar, sérstaklega sú staðreynd að Samfylkingin getur myndað ríkisstjórn og gengið til aðildarviðræðna við Evrópusambandið, ESB, þannig að Íslendingar verði komnir með evruna innan nokkurra ára. Norðmenn velta fyrir sér hvort og þá hvaða áhrif þetta hafi á norsk stjórnmál og EES-samninginn.

Breytingum frestað til hausts

Samkomulag hefur náðst í kjaradeilu lögreglumanna og Lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Fyrirhuguðum breytingum á vinnufyrirkomulagi lögreglumanna á vöktum hefur að mestu verið frestað til hausts.

Pólland bíður eftir evrunum

Ríkisstjórn Póllands hefur samþykkt varaáætlun í evruvæðingu landsins. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir því að landið uppfylli ekki grundvallarskilyrði til þátttöku í gjaldmiðilssamstarfinu ERM-2 sem er nauðsynlegt fyrir upptökuna.

Ekki velkominn til Sri Lanka

„Þetta er furðulegt,“ sagði Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, um afstöðu stjórnvalda á Sri Lanka, sem neituðu að hleypa honum inn í landið.

Breskur hermaður drepinn í kjölfar yfirlýsinga Brown

Breskur hermaður var drepinn í suðurhluta Afganistans í kvöld degi eftir afdráttarlausar yfirlýsingar Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands. Hann heimsótti óvænt í gær bæði Afganistan og Pakistan og sagði vöggu hryðjuverka vera við landamæri ríkjanna.

Lögreglumenn náðu samkomulagi við Stefán

Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu hafa náð sátt við Stefán Eiríksson, lögreglustjóra, vegna fyrirhugaðar breytingar á vaktafyrirkomulagi. Lögreglumenn fjölmenntu á fund vegna málsins sem stóð fram eftir kvöldi.

Tilkynnt á leiðinni á Bessastaði að hún fengi ekki fálkaorðuna

Carol Van Voorst, fráfarandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, var tilkynnt þegar hún var á leið á fund Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, á föstudaginn þar sem sæma átti hana heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu að ekkert yrði af orðuveitingunni. Fjallað var um málið í Kastljósi í kvöld og þar kom fram að sendiherrann hafi verið afar ósátt með uppákomuna. Mistök áttu sér stað hjá embætti forseta Íslands.

Demókrötum fjölgar í öldungadeildinni

Arlen Specter, öldungadeildarþingmaður frá Pennsylvaníufylki, tilkynnti í dag að hann hefði ákveðið að ganga til við Demókrataflokkinn en hann hefur verið þingmaður fyrir Repúblíkanaflokkinn allt frá árinu 1981.

Ekki hægt að bólusetja fólk gegn svínaflensu

Ekki er hægt að bólusetja sig til að koma í veg fyrir að fá svínaflensu. Þegar er þó byrjað að þróa bóluefni en það getur tekið vikur og jafnvel mánuði. Íslendingar hafa tryggt sér ákveðinn forgagn að því lyfi þegar það verður til.

Sjá næstu 50 fréttir