Erlent

Demókrötum fjölgar í öldungadeildinni

Arlen Specter tilkynnti um ákvörðun sína á fundi með blaðamönnum í dag.
Arlen Specter tilkynnti um ákvörðun sína á fundi með blaðamönnum í dag. Mynd/AP
Arlen Specter, öldungadeildarþingmaður frá Pennsylvaníufylki, tilkynnti í dag að hann hefði ákveðið að ganga til við Demókrataflokkinn en hann hefur verið þingmaður fyrir Repúblíkanaflokkinn allt frá árinu 1981.

Specter sem er líst sem hófsömum miðjumanni segir að Repúblíkanaflokkurinn hafi færst of mikið til hægri og þegar hann horfi til hugsjóna sinna eigi hann mun meiri samleið með demókrötum. Engu að síður sagði hann ákvörðun sína vera sársaukafulla.

Harry Reid, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, bauð Specter hjartanlega velkominn í þinghóp demókrata.

Tilkynning Specters þýðir að demókratar ráða nú yfir 59 þingsætum af 100 í öldungadeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×