Erlent

Varð ófæddum tvíburum sínum að bana

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt.

Kona frá Sómalíu, búsett í Bretlandi, er fyrir rétti, ákærð fyrir að hafa orðið ófæddum tvíburum sínum að bana með því að sprauta sjálfa sig með lyfinu syntómetrín sem kemur hríðum af stað og þar með fæðingu, í þessu tilfelli tæpum mánuði fyrir áætlaðan fæðingartíma. Hin ákærða heldur því fram að ljósmóðir á sjúkrahúsi, sem hún lá á, hafi sprautað hana með lyfinu og þar með komið af stað ótímabærri fæðingu. Þrátt fyrir þessar ásakanir hefur hún viðurkennt að sér hafi leiðst sjúkrahúsvistin og auk þess þótt maturinn vondur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×