Innlent

Langir loforðalistar stjórnarflokkanna

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon eiga ærið verk fyrir höndum. fréttablaðið/GVA
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon eiga ærið verk fyrir höndum. fréttablaðið/GVA

Ríkisstjórnarflokkarnir, sem nú vinna að endurnýjun samstarfs síns, lögðu fram margorða stefnuyfirlýsingar í aðdraganda nýafstaðinna kosninga.

Viku þeir að flestum sviðum samfélagsins og útlistuðu hvaða umbætur þeir vildu ráðast í.

Báðir flokkar boðuðu breytingar á skattheimtu, breytt fiskveiðistjórnunarkerfi, afnám verðtryggingar, margvísleg úrræði fyrir heimili og fyrirtæki í fjárhagsvanda og umfangsmiklar aðgerðir til að stuðla að stórkostlegri fjölgun starfa.

Rík áhersla var lögð á að efnahagslegur stöðugleiki verði endurheimtur með lægri verðbólgu og vaxtalækkunum í framhaldinu.

Lýðræðisumbætur voru ofarlega á dagskrá; stjórnarskrárbreytingar og stjórnlagaþing.

Þá fjölluðu þeir ítarlega um áform sín í velferðarmálum og hétu alls kyns úrræðum á því sviði.

Að öllu samanteknu blasir við að verði af áframhaldandi stjórnar-samstarfi Samfylkingarinnar og VG mun mörgu verða breytt á kjörtímabilinu. Í það minnsta ef marka má loforðalistana, sem svo eru nefndir.bjorn@frettabladid.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×