Erlent

Ástralar auka herstyrk í Afganistan

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Götumynd frá Afganistan.
Götumynd frá Afganistan. MYND/AP

Ástralar hyggjast fjölga í herafla sínum í Afganistan og senda þangað 450 hermenn til viðbótar við þá 1.100 sem þegar eru á staðnum. Kevin Rudd, forsætisráðherra Ástralíu, segir þjóðina ekki munu beygja sig fyrir hótunum hryðjuverkamanna í Afganistan heldur láta hart mæta hörðu. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur einnig í hyggju að fjölga hermönnum í Afganistan og gerir ráð fyrir því að þar verði innan skamms 60.000 bandarískir hermenn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×