Erlent

Áhrifin umdeilanleg

„Hún vill hefja viðræður við ESB strax í júní,“ segir Dagbladet um Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra.
„Hún vill hefja viðræður við ESB strax í júní,“ segir Dagbladet um Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra.

ESB-umræða Íslendinga hefur vakið athygli í Noregi eftir alþingiskosningarnar, sérstaklega sú staðreynd að Samfylkingin getur myndað ríkisstjórn og gengið til aðildarviðræðna við Evrópusambandið, ESB, þannig að Íslendingar verði komnir með evruna innan nokkurra ára. Norðmenn velta fyrir sér hvort og þá hvaða áhrif þetta hafi á norsk stjórnmál og EES-samninginn.

Heming Olausssen, forsprakki hreyfingarinnar Nei við ESB, sagði í viðtali við NRK að niðurstaða kosninganna hefði engin áhrif á afstöðu Norðmanna til ESB-aðildar. Það væri í hæsta máta ólíklegt að Ísland yrði aðili að ESB. Íslendingar ættu eftir að sækja um og fara í aðildarviðræður og síðan ætti eftir að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla.

Dagfinn Høybråten, leiðtogi kristilegra, telur að langt sé þangað til Íslendingar fái aðild að ESB. Afstaða Íslendinga sé ekkert skýrari en áður. EES-samningurinn sé fyrst og fremst samningur milli Norðmanna og ESB. - ghs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×