Erlent

Litlar áhyggjur af Rússum

Atlantshafsbandalagið verður með heræfingu í Georgíu í maí. Rússar hafa gagnrýnt þetta harðlega. Gregory Vashadze, utanríkisráðherra Georgíu, gefur ekki mikið fyrir gagnrýni Rússa og óttast ekki innrás þeirra.

Rússar halda því fram að heræfingin komi til með að auka spennuna í Georgíu. Georgíski utanríkisráðherrann segir að Rússar eigi að draga hersveitir sínar til baka í samræmi við samninga. Georgía hafi sem sjálfstæð þjóð rétt til að hafa þær heræfingar sem hún vilji og í samstarfi við þá sem hún vilji.

- ghs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×