Erlent

Norður Kóreumenn hóta kjarnavopnatilraunum

Guðjón Helgason skrifar

Norður Kóreumenn hótuðu í morgun að gera tilraunir með kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar ef Sameinuðu þjóðirnar féllu ekki frá refsiaðgerðum gegn Norður Kóreu og bæðust afsökunar á að hafa beitt þeim.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu árið 2006 eftir að ráðamenn í Pyongyang gerðu tilraun með langdræga eldflaug í júlí það ár og tilraun með kjarnorkusprengju nokkrum mánuðum síðar. Hert var á þeim refsiaðgerðum fyrr í þessum mánuði eftir að Norður Kóreumenn skutu á loft eldflaug.

Stjórnvöld í Pyongyang sögðu að þar hefði gervihentti verið skotið á loft en nágrannaríkin og vesturvöldin sögðu það dulda tilraun með langdræga eldflaug.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×