Innlent

Flokkurinn er ekki að deyja

Guðjón Arnar Kristjánsson.
Guðjón Arnar Kristjánsson.

„Frjálslyndi flokkurinn er ekki að deyja," segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sem tapaði öllum sínum þingsætum á laugardag. „Ég held áfram að vinna fyrir minn flokk ef fólk vill það."

Raddir eru uppi innan flokksins um að Guðjón og forystan öll segi af sér og boðað verði til landsfundar. Guðjón Arnar minnir hins vegar á að stutt sé liðið frá síðasta landsfundi, þar sem hann hafi hlotið afdráttarlausa kosningu í formannsembættið.

„Það er hins vegar ekki mitt að ákveða hvort boðað verði til landsfundar heldur miðstjórnar flokksins. Hún hittist á morgun."

Guðjón segist ekki eiga von á öðru en að flokkurinn bjóði fram í sveitarstjórnarkosningum að ári.- bs










Fleiri fréttir

Sjá meira


×