Innlent

Guðlaugur fellur niður um eitt sæti

Guðlaugur Þ Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins færist niður um eitt sæti í kosningunum um helgina. Kjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur lokið við að fara yfir útstrikanir á listum og tilfærslur. Hátt í tvö þúsund kjósendur annað hvort strikuðu yfir nafn Guðlaugs Þórs eða færðu niður um sæti.

Guðlaugur verður þarf af leiðandi annar þingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu og Ólöf Nordal verður oddviti flokksins í kjördæminu.

Aðrar breytingar verða ekki á listum í kjördæminu en 1990 kjósendur strikuðu yfir nafn Kolbrúnar Halldórsdóttur hjá Vinstri-grænum. Kolbrún náði ekki að tryggja sér þingsæti í kosningunum.

Þá strikuðu 1284 yfir nafn Össurar Skarhéðinssonar ráðherra Samfylkingarinnar. Hátt í fimm hundruð kjósendur strikuðu yfir nafn Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur ráðherra Samfylkingarinnar og rétt rúmlega fjögur hundruð yfir nafn Birgis Ármannssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×