Fleiri fréttir Tugir látast í kjarreldum í Ástralíu Sjötíu og fimm hið minnsta hafa látið lífið í kjarreldum í Ástralíu um helgina. Margra er saknað. Heilu þorpin hafa fuðrað upp og eldarnir breiðst svo hratt út að fólk hefur varla haft tíma til að forða sér. Margir hinna látnu fundust í bílum sínum þar sem þeir höfðu reynt að flýja. Þetta eru mestu kjarreldar sem orðið hafa í Ástralíu í þrjá áratugi. 8.2.2009 10:00 Rúmlega 30 kaupsamningum þinglýst Rúmlega helmingi færri kaupsamningum vegna fasteigna var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku miðað við sama tíma í fyrra samkvæmt samantekt fasteignamats ríkisins. Þá dróst velta saman um nærri tvo og hálfan milljarð króna. Alls var 34 kaupsamningum þinglýst í síðustu viku en í fyrra voru þeir 82. Velta nam rétt tæpum 900 milljónum króna en var 3,3 milljarðar á sama tíma í fyrra. 8.2.2009 09:57 Danir þurfa aðstoð við að uppræta salmonellufaraldur Það er Dönum ennþá hulin ráðgáta hvers vegna salmonellufaraldur hefur herjað á þá allt frá síðasta sumar. Talað er um að þetta sé einhver versti salmonellufaraldur sem þeir hafi séð. Fæðumálaráðherra Danmerkur, Eva Kjer Hansen, hyggst þess vegna láta fara fram rannsókn á orsökum 8.2.2009 08:30 Biden fundar með Sergei Ivanov Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, mun funda í dag með Sergei Ivanov, varaforsætisráðherra Rússlands. Biden hét því í gær að með nýrri ríkisstjórn í Bandaríkjunum myndi kveða við nýjan tón í utanríkismálum 8.2.2009 07:15 Harður árekstur á Kringlumýrabraut Harður árekstur varð á gatnamótum Listabrautar og Kringlumýrabrautar rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld. Bifreið var ekið á móti umferð og lenti hún framan á annarri bifreið. Karlmaður í annarri bifreiðinni var fluttur slasaður á slysadeild. 7.2.2009 23:20 Tilkynningum um dýraníð fjölgar í Danmörku Sífellt fleiri tilkynningar berast um vanrækslu eða ofbeldi gagnvart dýrum í Danmörku. Dönsku dýraverndasamtökin, Dyrenes Beskyttelse, segjast fá um 3 þúsund tilkynningar á ári og þeim hafi fjölgað um 31% 7.2.2009 20:54 Tvöfaldur lottópottur næst Enginn var með allar aðaltölurnar réttar í Laugardagslottóinu í kvöld og verður potturinn því tvöfaldur næst. Tveir skiptu á milli sín bónusvinningnum og fær hvor rúmlega 97 þúsund krónur. 7.2.2009 19:49 Biden lofar breytingum á utanríkisstefnu Bandaríkjanna Joe Biden hét því að Bandaríkin myndu hverfa frá einangrunarstefnu Bandaríkjanna, sem Bush stjórnin markaði. 7.2.2009 18:14 Neyðin eykst Þeim fjölgar ört sem eiga ekki fyrir mat og leita á náðir Mæðrastyrksnefndar. Um fjögur hundruð heimili sækja þangað aðstoð í hverri viku. Formaður nefndarinnar segir að sem betur fer séu enn margir tilbúnir að láta gott af sér leiða. 7.2.2009 18:30 Lögreglan rannsakar andlát ungrar konu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvað kann að hafa valdið andláti erlendrar konu á þrítugsaldri, sem fannst á gistiheimili í Laugardalnum um fimmleytið í dag. Að sögn lögreglunnar virðist við fyrstu athuganir sem að ekkert saknæmt hafi orðið til þess að konan lést. Hún var ferðamaður hér á landi og virðist hafa látist í svefni á gistiheimilinu. Lögreglan rannsakar tildrög málsins. 7.2.2009 20:18 Hjólamessa björgunarsveitarmanna Allar hjálparsveitir á höfuðborgarsvæðinu komu saman með fjórhjólin sín í dag á svokallaðri hjólamessu. Þetta er í fyrsta sinn sem slík uppákomu er haldin. 7.2.2009 19:00 Forsætisráðherra þakklát Ingimundi Forsætisráðherra íhugar að kalla sérstaklega eftir svari frá Davíð Oddssyni, seðlabankastjóra, hvort hann hyggst láta af embætti. Davíð hefur hingað til virt óskir forsætisráðherra að vettugi. 7.2.2009 18:52 Norðmenn hætta að veiða þorsk Eins og við Ísland er ágæt þorskveiði undan ströndum Lofoten á þessum árstíma. Engu að síður liggja bátarnir í höfn. 7.2.2009 18:45 Biskup biður ekki afsökunar Það vakti mikla reiði meðal gyðinga og raunar víðar þegar Benedikt páfi aflétti bannfæringu af Richard Williamson biskupi. 7.2.2009 18:05 Sturla hættir á þingi Sturla Böðvarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í norðvesturkjördæmi, mun ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Hann lýsti þessu yfir á kjördæmisþingi 7.2.2009 17:24 Sala áfengis eykst á milli ára Sala áfengis í janúar jókst um 12% í lítrum miðað við sama tímabil í fyrra. Sala bjórs jókst um 15% á tímabilinu og sala hvítvíns um 12%. Sala rauðvíns og ókryddaðs brennivíns jókst um 4% og 8% á 7.2.2009 16:55 Geir grunar að forsetinn hafi vitað um yfirvofandi stjórnarslit Geir Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, grunar að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafi vitað af yfirvofandi stjórnarslitum áður en til þeirra kom mánudaginn 26. janúar síðastliðinn. 7.2.2009 15:56 Hátt í þúsund manns mótmæltu á Austurvelli Hátt í eitt þúsund manns mótmæltu á átjánda mótmælafundi Radda fólksins sem var haldinn á Austurvelli klukkan þrjú í dag. 7.2.2009 15:35 Hefur þreytt ökupróf 771 sinni Sextíu og átta ára gömul amma í Suður - Kóreu hefur fallið sjöhundruðsjötíu og einu sinni á ökuprófi eftir því sem fjölmiðlar þar í landi fullyrða. Lögreglan í Suður-Kóreu segir að amman, sem er kölluð Cha hafi tekið prófið næstum því á hverjum degi frá því árið 2005. Hún féll á prófinu á mánudaginn í sjöhundruðsjötugasta og fyrsta skipti. 7.2.2009 15:23 Fleiri nýta sér fæðingarorlof Karlmönnum sem nýta sér fæðingarorlof sem þeir eiga inni fjölgar í takt við aukið atvinnuleysi. Hátt í fjórtán þúsund manns eru án atvinnu samkvæmt vef Vinnumálastofnunar en atvinnulausum hefur fjölgað ört síðustu mánuði. 7.2.2009 13:15 Landsfundur verður síðustu helgina í mars Samfylkingin heldur landsfund sinn í Smáranum í Kópavogi helgina 26-29 mars. Nú stendur yfir Framtíðarþing Samfylkinarinnar og segir Skúli Helgason framkvæmdastjóri flokksins að það sé lokaundirbúningur fyrir landsfundinn. Skúli segir að um 300 manns séu á Framtíðarþinginu sem lýkur um þrjúleytið í dag með ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. 7.2.2009 12:34 Halda prófkjör um miðjan mars Sjálfstæðismenn í Reykjavík halda prófkjör dagana þrettánda og fjórtánda mars næstkomandi. Þetta var ákveðið á fundi Varðar - Fulltrúaráðsins í Reykjavík, sem fram fór í Valhöll nú í morgun. Á fundinum flutti Geir Haarde formaður Sjálfstæðisflokksins jafnframt ræðu. Landsfundur flokksins verður svo haldinn 26. – 29. mars næstkomandi. 7.2.2009 11:49 Ingimundur hættir Ingimundur Friðriksson, einn þriggja bankastjóra Seðlabankans, hefur ákveðið að verða við beiðni forsætisráðherra um að láta af embætti. Tekur uppsögn hans gildi á mánudag. 7.2.2009 10:13 Fiskiskipum fækkaði um helming á fimm árum Íslenskum fiskiskipum fækkaði um nærri helming á árunum 2003 til 2008 samkvæmt samantekt Landssambands íslenskra útvegsmanna. 7.2.2009 09:59 Líklegt að OPEC dragi úr framleiðslu Líklegt er talið að samtök olíuríkja, OPEC muni ákveða að draga úr framleiðslu á fundi sínum í næsta mánuði til þess að koma verðinu upp fyrir sjötíu dollara fyrir fatið. OPEC ríkin sjá framá að árið 2009 verði rýrt fyrir þau þar sem talsvert muni draga úr eftirspurn. Þau ætla að reyna að mæta því að einhverju leyti með hækkuðu verði. 7.2.2009 09:55 Víða færi til að skíða Skíðasvæðið á Siglufirði er opið í dag frá klukkan ellefu til klukkan fimm. Að sögn staðarhaldara gerast aðstæður vart betri en þar er frábært veður og færi. Einnig er opið í Hlíðarfjalla á Akureyri til klukkan fjögur. Þar er ágætt veður en kalt, ellefu stiga frost. Nokkuð hlýrra er í Bláfjöllum eða fjögurra stiga frost en þar er opið í dag til fimm. 7.2.2009 09:53 Björgunarsveitir kallaðar út vegna sleðamanna Björgunarsveitir í Árnessýslu fengu beiðni frá lögreglu um að svipast um eftir þremur einstaklingum sem höfðu farið á tveimur sleðum og ætlað á Skjaldbreið í gær. 7.2.2009 09:40 Stálu tölvu og tölvuskjám úr Öskjuhlíðaskóla Fangageymslur lögreglunnar fylltust í nótt. Á meðal þeirra sem gistu fangageymslurnar voru innbrotsþjófar sem fóru inn í Öskjuhlíðaskóla á fimmta tímanum og stálu þaðan tölvu og tölvuskjám. 7.2.2009 09:32 Morgunblaðsljósmyndari í vinnu fyrir lögregluna „Mér finnst harla óeðlilegt að blaðamenn, ljósmyndarar eða tökumenn séu að vinna fyrir lögregluna," segir Óðinn Jónsson, fréttastjóri útvarps, um það að ljósmyndari Morgunblaðsins skuli einnig starfa sem ljósmyndari fyrir lögregluna. 7.2.2009 08:30 Segja marga ágalla á seðlabankafrumvarpi Þingmenn Sjálfstæðisflokksins tættu í sig frumvarp um ný lög um Seðlabankann í þinginu í gær. Auk þess að telja á því margvíslega ágalla segja þeir það lagt fram til höfuðs Davíð Oddssyni. Stjórnarflokkarnir segja málið faglegt. 7.2.2009 06:00 Enex skipt upp Samkomulag hefur tekist milli eigenda Enex um uppskiptingu félagsins. Það hefur verið staðfest á hlutafundi í félaginu og af stjórnum stærstu eigendanna, Reykjavik Energy Invest, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur og Geysis Green Energy. Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur jafnframt afgreitt samkomulagið fyrir sitt leyti. 6.2.2009 21:51 Tveggja vikna gæsluvarðhald Karlmaður sem er grunaður um að eiga þátt í andláti konu sem fannst látin í dúfnakofa í Hafnarfirði, hefur verið hnepptur í tveggja vikna gæsluvarðhald. Lögreglan krafðist gæsluvarðhalds síðdegis í dag. 6.2.2009 18:24 Tveir seðlabankastjórar búnir að svara Seðlabankastjórarnir Ingimundur Friðriksson og Eiríkur Guðnason hafa sent Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra skrifleg svör en hún óskaði eftir því að þeir bæðust lausnar undan störfum. 6.2.2009 18:50 Róbert Marshall býður sig aftur fram Fyrrum fréttamaðurinn Róbert Marshall hyggst bjóða sig fram í annað sætið á lista Samfylkingarinnar á Suðurlandi. 6.2.2009 19:38 Obama ókyrrist Atvinnuleysi í Bandaríkjunum náði nýjum hæðum í janúar en þá töpuðust rétt tæp sex hundruð þúsund störf. Þar með hefur atvinnuleysi farið úr 4,9 prósentur fyrir ári síðan upp í 7,6 prósent. Atvinnuleysi hefur ekki verið jafn mikið í Bandaríkjunum síðan árið 1992. 6.2.2009 22:00 Kaupþing búið að losa sig við flesta bíla Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri Nýja Kaupþings segir að bankinn sé búinn að losa sig við flesta bíla sem fyrri stjórnendur hjá bankanum höfðu. Þegar Nýi bankinn tók yfir var strax farið í að losa bíla og það kláraðist upp úr áramótum. Engin útsala var á bílaflota bankans en Finnur fagnar því að bankinn hafi náð að selja, því ekki sé auðvelt að losa sig við dýra bíla í dag. 6.2.2009 20:51 Herskipum í Nagasaki mótmælt Bandaríska herskpinu Blue Ridge var ekki sérlega vel tekið þegar það kom til Nagasaki. Tilgangur heimsóknarinn var að bæta og treysta samband Bandaríkjanna og Japans. 6.2.2009 20:07 Þjóðverjar styrkja Mæðrastyrksnefnd Hópur Þjóðverja sem tapaði hundruðum milljóna króna á hruni íslensku bankanna afhenti í dag Mæðrastyrknefnd Reykjavíkur peningagjöf til að aðstoða Íslendinga í neyð. 6.2.2009 19:30 Sigmundur í stjórnmálin „Gamlir fréttahundar eins og ég hafa fylgst mörgum betur með þjóð- og stjórnmálum og það hef ég gert síðastliðinn 30 ár auk þess sem þetta eru mínar ær og kýr," segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, sem hyggst sækjast eftir öðru sæti í norðausturkjördæmi fyrir Samfylkinguna. Hann segist hafa fengið góðar viðtökur bæði frá öðrum Samfylkingarmönnum sem og íbúum kjördæmsins. 6.2.2009 19:11 Frysting eigna Sléttir fjórir mánuðir eru frá því bankarnir hrundu og enn hafa engar ákærur litið dagsins ljós. Hætta er á að búið sé að skjóta undan ávinningi brota þegar rannsókn tekur langan tíma, segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari um bankahrunið. Rannsóknarnefnd um bankahrunið er enn að safna gögnum og verið er að tengja tölvur hjá embætti sérstaks saksóknara. 6.2.2009 18:33 Kannabisfundur í Reykjavík Lögreglan á höfuðborgasvæðinu framkvæmdi húsleit í Reykjavík nú síðdegis þar sem komið var upp um kannabisræktun. Samkvæmt Karli Steinari Valssyni, yfirmanni fíkniefnadeildarinnar, liggur umfang ræktunarinnar ekki fyrir. Líklega er um hundruð til tvö hundruð plöntur að ræða. 6.2.2009 17:11 Árshátíð Kaupþings aflýst Árshátíð Nýja Kaupþings sem halda átti 14.mars næstkomandi hefur verið aflýst. Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri segir efnahagsástandið spila inn í en dagurinn verður nýttur í stefnumótun. Hann segir starfsfólk sýna niðurskurðinum skilning. 6.2.2009 17:03 Sambýlismaðurinn grunaður Maðurinn sem er í haldi, grunaður um að eiga þátt í andláti konu sem fannst í dúfnakofa í Kapelluhrauni í gær, var sambýlismaður hennar. Þau höfðu búið saman í um tvo mánuði áður en atvikið átti sér stað. 6.2.2009 16:58 Jón varð undir í þingflokknum Jón Magnússon, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, varð undir í atkvæðagreiðslu í þingflokknum fyrr í vikunni þegar tekin var ákvörðun um það hvort að flokkurinn stillti sér upp með stjórnarflokkunum og Framsóknarflokknum gegn Sjálfstæðisflokknum við kosningu fastanefnda Alþingis. 6.2.2009 16:44 Aðstoðar Steingrím Jóhann Guðmundsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og formanns Vinstri grænna. 6.2.2009 15:45 Sjá næstu 50 fréttir
Tugir látast í kjarreldum í Ástralíu Sjötíu og fimm hið minnsta hafa látið lífið í kjarreldum í Ástralíu um helgina. Margra er saknað. Heilu þorpin hafa fuðrað upp og eldarnir breiðst svo hratt út að fólk hefur varla haft tíma til að forða sér. Margir hinna látnu fundust í bílum sínum þar sem þeir höfðu reynt að flýja. Þetta eru mestu kjarreldar sem orðið hafa í Ástralíu í þrjá áratugi. 8.2.2009 10:00
Rúmlega 30 kaupsamningum þinglýst Rúmlega helmingi færri kaupsamningum vegna fasteigna var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku miðað við sama tíma í fyrra samkvæmt samantekt fasteignamats ríkisins. Þá dróst velta saman um nærri tvo og hálfan milljarð króna. Alls var 34 kaupsamningum þinglýst í síðustu viku en í fyrra voru þeir 82. Velta nam rétt tæpum 900 milljónum króna en var 3,3 milljarðar á sama tíma í fyrra. 8.2.2009 09:57
Danir þurfa aðstoð við að uppræta salmonellufaraldur Það er Dönum ennþá hulin ráðgáta hvers vegna salmonellufaraldur hefur herjað á þá allt frá síðasta sumar. Talað er um að þetta sé einhver versti salmonellufaraldur sem þeir hafi séð. Fæðumálaráðherra Danmerkur, Eva Kjer Hansen, hyggst þess vegna láta fara fram rannsókn á orsökum 8.2.2009 08:30
Biden fundar með Sergei Ivanov Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, mun funda í dag með Sergei Ivanov, varaforsætisráðherra Rússlands. Biden hét því í gær að með nýrri ríkisstjórn í Bandaríkjunum myndi kveða við nýjan tón í utanríkismálum 8.2.2009 07:15
Harður árekstur á Kringlumýrabraut Harður árekstur varð á gatnamótum Listabrautar og Kringlumýrabrautar rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld. Bifreið var ekið á móti umferð og lenti hún framan á annarri bifreið. Karlmaður í annarri bifreiðinni var fluttur slasaður á slysadeild. 7.2.2009 23:20
Tilkynningum um dýraníð fjölgar í Danmörku Sífellt fleiri tilkynningar berast um vanrækslu eða ofbeldi gagnvart dýrum í Danmörku. Dönsku dýraverndasamtökin, Dyrenes Beskyttelse, segjast fá um 3 þúsund tilkynningar á ári og þeim hafi fjölgað um 31% 7.2.2009 20:54
Tvöfaldur lottópottur næst Enginn var með allar aðaltölurnar réttar í Laugardagslottóinu í kvöld og verður potturinn því tvöfaldur næst. Tveir skiptu á milli sín bónusvinningnum og fær hvor rúmlega 97 þúsund krónur. 7.2.2009 19:49
Biden lofar breytingum á utanríkisstefnu Bandaríkjanna Joe Biden hét því að Bandaríkin myndu hverfa frá einangrunarstefnu Bandaríkjanna, sem Bush stjórnin markaði. 7.2.2009 18:14
Neyðin eykst Þeim fjölgar ört sem eiga ekki fyrir mat og leita á náðir Mæðrastyrksnefndar. Um fjögur hundruð heimili sækja þangað aðstoð í hverri viku. Formaður nefndarinnar segir að sem betur fer séu enn margir tilbúnir að láta gott af sér leiða. 7.2.2009 18:30
Lögreglan rannsakar andlát ungrar konu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvað kann að hafa valdið andláti erlendrar konu á þrítugsaldri, sem fannst á gistiheimili í Laugardalnum um fimmleytið í dag. Að sögn lögreglunnar virðist við fyrstu athuganir sem að ekkert saknæmt hafi orðið til þess að konan lést. Hún var ferðamaður hér á landi og virðist hafa látist í svefni á gistiheimilinu. Lögreglan rannsakar tildrög málsins. 7.2.2009 20:18
Hjólamessa björgunarsveitarmanna Allar hjálparsveitir á höfuðborgarsvæðinu komu saman með fjórhjólin sín í dag á svokallaðri hjólamessu. Þetta er í fyrsta sinn sem slík uppákomu er haldin. 7.2.2009 19:00
Forsætisráðherra þakklát Ingimundi Forsætisráðherra íhugar að kalla sérstaklega eftir svari frá Davíð Oddssyni, seðlabankastjóra, hvort hann hyggst láta af embætti. Davíð hefur hingað til virt óskir forsætisráðherra að vettugi. 7.2.2009 18:52
Norðmenn hætta að veiða þorsk Eins og við Ísland er ágæt þorskveiði undan ströndum Lofoten á þessum árstíma. Engu að síður liggja bátarnir í höfn. 7.2.2009 18:45
Biskup biður ekki afsökunar Það vakti mikla reiði meðal gyðinga og raunar víðar þegar Benedikt páfi aflétti bannfæringu af Richard Williamson biskupi. 7.2.2009 18:05
Sturla hættir á þingi Sturla Böðvarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í norðvesturkjördæmi, mun ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Hann lýsti þessu yfir á kjördæmisþingi 7.2.2009 17:24
Sala áfengis eykst á milli ára Sala áfengis í janúar jókst um 12% í lítrum miðað við sama tímabil í fyrra. Sala bjórs jókst um 15% á tímabilinu og sala hvítvíns um 12%. Sala rauðvíns og ókryddaðs brennivíns jókst um 4% og 8% á 7.2.2009 16:55
Geir grunar að forsetinn hafi vitað um yfirvofandi stjórnarslit Geir Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, grunar að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafi vitað af yfirvofandi stjórnarslitum áður en til þeirra kom mánudaginn 26. janúar síðastliðinn. 7.2.2009 15:56
Hátt í þúsund manns mótmæltu á Austurvelli Hátt í eitt þúsund manns mótmæltu á átjánda mótmælafundi Radda fólksins sem var haldinn á Austurvelli klukkan þrjú í dag. 7.2.2009 15:35
Hefur þreytt ökupróf 771 sinni Sextíu og átta ára gömul amma í Suður - Kóreu hefur fallið sjöhundruðsjötíu og einu sinni á ökuprófi eftir því sem fjölmiðlar þar í landi fullyrða. Lögreglan í Suður-Kóreu segir að amman, sem er kölluð Cha hafi tekið prófið næstum því á hverjum degi frá því árið 2005. Hún féll á prófinu á mánudaginn í sjöhundruðsjötugasta og fyrsta skipti. 7.2.2009 15:23
Fleiri nýta sér fæðingarorlof Karlmönnum sem nýta sér fæðingarorlof sem þeir eiga inni fjölgar í takt við aukið atvinnuleysi. Hátt í fjórtán þúsund manns eru án atvinnu samkvæmt vef Vinnumálastofnunar en atvinnulausum hefur fjölgað ört síðustu mánuði. 7.2.2009 13:15
Landsfundur verður síðustu helgina í mars Samfylkingin heldur landsfund sinn í Smáranum í Kópavogi helgina 26-29 mars. Nú stendur yfir Framtíðarþing Samfylkinarinnar og segir Skúli Helgason framkvæmdastjóri flokksins að það sé lokaundirbúningur fyrir landsfundinn. Skúli segir að um 300 manns séu á Framtíðarþinginu sem lýkur um þrjúleytið í dag með ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. 7.2.2009 12:34
Halda prófkjör um miðjan mars Sjálfstæðismenn í Reykjavík halda prófkjör dagana þrettánda og fjórtánda mars næstkomandi. Þetta var ákveðið á fundi Varðar - Fulltrúaráðsins í Reykjavík, sem fram fór í Valhöll nú í morgun. Á fundinum flutti Geir Haarde formaður Sjálfstæðisflokksins jafnframt ræðu. Landsfundur flokksins verður svo haldinn 26. – 29. mars næstkomandi. 7.2.2009 11:49
Ingimundur hættir Ingimundur Friðriksson, einn þriggja bankastjóra Seðlabankans, hefur ákveðið að verða við beiðni forsætisráðherra um að láta af embætti. Tekur uppsögn hans gildi á mánudag. 7.2.2009 10:13
Fiskiskipum fækkaði um helming á fimm árum Íslenskum fiskiskipum fækkaði um nærri helming á árunum 2003 til 2008 samkvæmt samantekt Landssambands íslenskra útvegsmanna. 7.2.2009 09:59
Líklegt að OPEC dragi úr framleiðslu Líklegt er talið að samtök olíuríkja, OPEC muni ákveða að draga úr framleiðslu á fundi sínum í næsta mánuði til þess að koma verðinu upp fyrir sjötíu dollara fyrir fatið. OPEC ríkin sjá framá að árið 2009 verði rýrt fyrir þau þar sem talsvert muni draga úr eftirspurn. Þau ætla að reyna að mæta því að einhverju leyti með hækkuðu verði. 7.2.2009 09:55
Víða færi til að skíða Skíðasvæðið á Siglufirði er opið í dag frá klukkan ellefu til klukkan fimm. Að sögn staðarhaldara gerast aðstæður vart betri en þar er frábært veður og færi. Einnig er opið í Hlíðarfjalla á Akureyri til klukkan fjögur. Þar er ágætt veður en kalt, ellefu stiga frost. Nokkuð hlýrra er í Bláfjöllum eða fjögurra stiga frost en þar er opið í dag til fimm. 7.2.2009 09:53
Björgunarsveitir kallaðar út vegna sleðamanna Björgunarsveitir í Árnessýslu fengu beiðni frá lögreglu um að svipast um eftir þremur einstaklingum sem höfðu farið á tveimur sleðum og ætlað á Skjaldbreið í gær. 7.2.2009 09:40
Stálu tölvu og tölvuskjám úr Öskjuhlíðaskóla Fangageymslur lögreglunnar fylltust í nótt. Á meðal þeirra sem gistu fangageymslurnar voru innbrotsþjófar sem fóru inn í Öskjuhlíðaskóla á fimmta tímanum og stálu þaðan tölvu og tölvuskjám. 7.2.2009 09:32
Morgunblaðsljósmyndari í vinnu fyrir lögregluna „Mér finnst harla óeðlilegt að blaðamenn, ljósmyndarar eða tökumenn séu að vinna fyrir lögregluna," segir Óðinn Jónsson, fréttastjóri útvarps, um það að ljósmyndari Morgunblaðsins skuli einnig starfa sem ljósmyndari fyrir lögregluna. 7.2.2009 08:30
Segja marga ágalla á seðlabankafrumvarpi Þingmenn Sjálfstæðisflokksins tættu í sig frumvarp um ný lög um Seðlabankann í þinginu í gær. Auk þess að telja á því margvíslega ágalla segja þeir það lagt fram til höfuðs Davíð Oddssyni. Stjórnarflokkarnir segja málið faglegt. 7.2.2009 06:00
Enex skipt upp Samkomulag hefur tekist milli eigenda Enex um uppskiptingu félagsins. Það hefur verið staðfest á hlutafundi í félaginu og af stjórnum stærstu eigendanna, Reykjavik Energy Invest, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur og Geysis Green Energy. Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur jafnframt afgreitt samkomulagið fyrir sitt leyti. 6.2.2009 21:51
Tveggja vikna gæsluvarðhald Karlmaður sem er grunaður um að eiga þátt í andláti konu sem fannst látin í dúfnakofa í Hafnarfirði, hefur verið hnepptur í tveggja vikna gæsluvarðhald. Lögreglan krafðist gæsluvarðhalds síðdegis í dag. 6.2.2009 18:24
Tveir seðlabankastjórar búnir að svara Seðlabankastjórarnir Ingimundur Friðriksson og Eiríkur Guðnason hafa sent Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra skrifleg svör en hún óskaði eftir því að þeir bæðust lausnar undan störfum. 6.2.2009 18:50
Róbert Marshall býður sig aftur fram Fyrrum fréttamaðurinn Róbert Marshall hyggst bjóða sig fram í annað sætið á lista Samfylkingarinnar á Suðurlandi. 6.2.2009 19:38
Obama ókyrrist Atvinnuleysi í Bandaríkjunum náði nýjum hæðum í janúar en þá töpuðust rétt tæp sex hundruð þúsund störf. Þar með hefur atvinnuleysi farið úr 4,9 prósentur fyrir ári síðan upp í 7,6 prósent. Atvinnuleysi hefur ekki verið jafn mikið í Bandaríkjunum síðan árið 1992. 6.2.2009 22:00
Kaupþing búið að losa sig við flesta bíla Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri Nýja Kaupþings segir að bankinn sé búinn að losa sig við flesta bíla sem fyrri stjórnendur hjá bankanum höfðu. Þegar Nýi bankinn tók yfir var strax farið í að losa bíla og það kláraðist upp úr áramótum. Engin útsala var á bílaflota bankans en Finnur fagnar því að bankinn hafi náð að selja, því ekki sé auðvelt að losa sig við dýra bíla í dag. 6.2.2009 20:51
Herskipum í Nagasaki mótmælt Bandaríska herskpinu Blue Ridge var ekki sérlega vel tekið þegar það kom til Nagasaki. Tilgangur heimsóknarinn var að bæta og treysta samband Bandaríkjanna og Japans. 6.2.2009 20:07
Þjóðverjar styrkja Mæðrastyrksnefnd Hópur Þjóðverja sem tapaði hundruðum milljóna króna á hruni íslensku bankanna afhenti í dag Mæðrastyrknefnd Reykjavíkur peningagjöf til að aðstoða Íslendinga í neyð. 6.2.2009 19:30
Sigmundur í stjórnmálin „Gamlir fréttahundar eins og ég hafa fylgst mörgum betur með þjóð- og stjórnmálum og það hef ég gert síðastliðinn 30 ár auk þess sem þetta eru mínar ær og kýr," segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, sem hyggst sækjast eftir öðru sæti í norðausturkjördæmi fyrir Samfylkinguna. Hann segist hafa fengið góðar viðtökur bæði frá öðrum Samfylkingarmönnum sem og íbúum kjördæmsins. 6.2.2009 19:11
Frysting eigna Sléttir fjórir mánuðir eru frá því bankarnir hrundu og enn hafa engar ákærur litið dagsins ljós. Hætta er á að búið sé að skjóta undan ávinningi brota þegar rannsókn tekur langan tíma, segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari um bankahrunið. Rannsóknarnefnd um bankahrunið er enn að safna gögnum og verið er að tengja tölvur hjá embætti sérstaks saksóknara. 6.2.2009 18:33
Kannabisfundur í Reykjavík Lögreglan á höfuðborgasvæðinu framkvæmdi húsleit í Reykjavík nú síðdegis þar sem komið var upp um kannabisræktun. Samkvæmt Karli Steinari Valssyni, yfirmanni fíkniefnadeildarinnar, liggur umfang ræktunarinnar ekki fyrir. Líklega er um hundruð til tvö hundruð plöntur að ræða. 6.2.2009 17:11
Árshátíð Kaupþings aflýst Árshátíð Nýja Kaupþings sem halda átti 14.mars næstkomandi hefur verið aflýst. Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri segir efnahagsástandið spila inn í en dagurinn verður nýttur í stefnumótun. Hann segir starfsfólk sýna niðurskurðinum skilning. 6.2.2009 17:03
Sambýlismaðurinn grunaður Maðurinn sem er í haldi, grunaður um að eiga þátt í andláti konu sem fannst í dúfnakofa í Kapelluhrauni í gær, var sambýlismaður hennar. Þau höfðu búið saman í um tvo mánuði áður en atvikið átti sér stað. 6.2.2009 16:58
Jón varð undir í þingflokknum Jón Magnússon, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, varð undir í atkvæðagreiðslu í þingflokknum fyrr í vikunni þegar tekin var ákvörðun um það hvort að flokkurinn stillti sér upp með stjórnarflokkunum og Framsóknarflokknum gegn Sjálfstæðisflokknum við kosningu fastanefnda Alþingis. 6.2.2009 16:44
Aðstoðar Steingrím Jóhann Guðmundsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og formanns Vinstri grænna. 6.2.2009 15:45
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent