Fleiri fréttir

Yfirheyrslur hafnar

Yfirheyrslur eru hafnar yfir karlmanni sem er grunaður um að tengjast andláti konu á fertugsaldri sem fannst í dúfnakofa í Kapelluhrauni í Hafnarfirði um kvöldmatarleytið í gær.

Fréttablaðið og Morgunblaðið bæta við sig í lestri

Ný könnun um lestur dagblaða frá Capacent sýnir að bæði Morgunblaðið og Fréttablaðið bæta við sig í lestri á milli ára. Fréttablaðið bætir við sig 3% í meðallestri en Morgunblaðið 2,5% í hópi allra landsmanna.

Gefur sér góðan tíma í að skoða hvalveiðiheimildir

Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra sagði á fjölmennum borgarafundi um hvalveiðar, á Akranesi í gærkvöldi, að hann ætlaði að taka sér góðan tíma til að skoða nýútgefnar hvalveiðiheimildir frá sjónarhóli allra hagsmunahópa, sem málið varðar.

Orkuveitan vinnur að hreinsun hveralyktar

Orkuveita Reykjavíkur hefur unnið að því um hríð að hefja hreinsun hveralyktar úr gufunni, sem kemur frá virkjun fyrirtækisins á Hellisheiði. Lyktinni veldur brennisteinsvetni og í vor mun hefjast blöndun þess við niðurrennslisvatn frá virkjuninni, þannig að því verður veitt niður í jarðhitageyminn, þaðan sem það kom upphaflega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkuveitunni.

Sjálfstæðismenn gagnrýna Seðlabankafrumvarp

Faglegur undirbúningur og víðtækt pólitískt samráð skortir í tengslum við fyrirhugaðar breytingar á yfirstjórn Seðlabankans og er nú til meðferðar á Alþingi, að mati Birgis Ármanssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðimenn gagnrýndu harðlega Seðlabankafrumvarp ríkisstjórnarinnar á þingi í dag. Sautján þingmenn eru nú á málendaskrá, þar af sex sjálfstæðismenn. Auk Birgis hafa Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Pétur Blöndal nú þegar tekið til máls.

Rússneski flugherinn meira og minna ónýtur

Það eru um 650 orrustuþotur í rússneska flughernum. Þar af eru um 290 af gerðinni MiG 29. Þær eru taldar með bestu þotum flughersins þótt þær hafi verið hannaðar á sjöunda áratugnum.

Spurði Jóhönnu um meint sinnaskipti varðandi seðlabankastjóra

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, á Alþingi í dag hvað hefði breyst frá því Jóhanna lýsti þeirri skoðun sinni í þingræðu fyrir 10 árum að það væri tímaskekkja að forsætisráðherra skipaði seðlabankastjóra. Bankaráð ætti þess í stað að ráða í stöðurnar.

Kannabisræktun í Árbænum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í Árbæ síðdegis í gær. Við húsleit á staðnum fundust 140 kannabisplöntur og var karl um þrítugt var handtekinn í þágu rannsóknar málsins.

Frávísunarkröfu Þorsteins Kragh hafnað

Kröfu Þorsteins Kragh um frávísun í máli hans var hafnað af dómara Héraðsdóms Reykjavíkur í dag. Þorsteinn er grunaður um aðild að stórfelldum innflutningi á fíkniefnum en Hollendingurinn Jacob Van Hinte var handtekinn um borð í Norrænu með um 190 kíló af hassi, eitt og hálft kíló af maríjúana og eitt kíló af kókaíni í bíl sínum. Þorsteinn var handtekinn um mánuði síðar og hefur setið í gæsluvarðhaldi í um hálft ár.

Flugókyrrð og flokkun hennar

Bandarískar rannsóknir sýna að fjölmargir eru flughræddir eða finna fyrir ónotum á flugi og að um 20% flugfarþega hreinlega þjáist á flugi.

Siðferðisbrestur Guðjóns - hættir á þingi fyrir Frjálslynda

„Þegar menn búa við heimilisböl til lengri tíma þá endar það með því að þeir segja hingað og ekki lengra," segir Jón Magnússon, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, sem hefur ákveðið gefa ekki kost á sér fyrir flokkinn í komandi þingkosningum. Jón segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formann flokksins, hafa sýnt alvarlegan siðferðisbrest.

Vaka lagði Röskvu

Vaka, félag lýðæðissinnaðra, stúdenta sigraði í kosningunum til stúdentaráðs og Háskólaþings sem fram fóru í gær og fyrradag. Röskva, samtök félagshyggjufólks, hefur verið í meirihluta í ráðinu undanfarin tvö ár.

Fannst nakin í kofanum

Konan sem fannst látin í dúfnakofanum í Hafnarfirði var nakin þegar eigandi kofans kom að henni. Samkvæmt heimildum Vísis var búið að breiða yfir líkama hennar. Fötin voru inni í kofanum.

Á fjórtánda þúsund atvinnulausir

Atvinnulausum heldur áfram að fjölga og á vef Vinnumálastofnunar eru nú 13.688 skráðir atvinnulausir. Í lok síðasta árs voru 8982 skráðir án atvinnu og hefur þeim því fjölgað um 4700 á rúmum mánuði.

Seðlabankafrumvarp tekið til umræðu

Frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á Seðlabankanum verður tekið til fyrstu umræðu þegar Alþingi kemur saman klukkan hálfellefu í dag. Áður verð störf þingsins til umræðu.

Maður í haldi - líklega farið fram á gæsluvarðhald í dag

Maður er í haldi lögreglu grunaður um aðild að hvarfi konunnar sem fannst látin við dúfnakofa í Kapelluhrauni í Hafnarfirði síðdegis í gær. Dánarorsök konunnar mun enn vera óljós en farið verður fram á gæsluvarðhald yfir manninum síðar í dag, samkvæmt heimildum Vísis.

Misheppnuð ránstilraun í Nykøbing

Tveir ræningjar hurfu á brott tómhentir eftir að hafa reynt að ræna peningaflutningabíl í danska bænum Nykøbing á Sjálandi.

Rúm hálf milljón í þjónustugeiranum missti vinnu

Meira en hálf milljón starfsmanna í þjónustugeiranum í Bandaríkjunum missti vinnuna í janúar sem er svipuð tala og í desember. Atvinnuleysi mælist nú 7,3 prósent í Bandaríkjunum en hagfræðingar spá því að vinnumarkaðurinn taki að rétta úr kútnum við lok fyrsta fjórðungs ársins og staðan batni til muna á öðrum ársfjórðungi.

Óttast aukinn styrk al-Qaeda í Jemen

Bandaríkjamenn eru uggandi vegna stóraukins fjölda al-Qaeda-liða sem nú streyma frá Sádi-Arabíu til Jemen þar sem samtökin hafa orðið töluverðan liðsstyrk.

Sat fastur á jeppa

Maður, sem var einn á ferð í jeppa sínum, festi hann á vegslóða norðan við Skjaldbreið um klukkan tvö í nótt. Hann hringdi eftir aðstoð og voru björgunarsveitarmenn úr Grímsnesi og Grafningi sendir á tveimur jeppum honum til aðstoðar.

Brotist inn í söluskála á Kjalarnesi

Brotist var inn í söluskála Olís á Kjalarnesi á fjórða tímanum í nótt og gerðu vitni lögreglunni viðvart. Þegar hún kom á vettvang reyndi annar þjófanna að forða sér á hlaupum, en náðist von bráðar.

Kona fannst látin í kofa - dánarorsök óljós

Lögregla verst allra frétta af rannsókn á dánarorsök konu, sem fannst látin í grennd við geymslusvæðið, austan við Reykjanesbraut, á móts við Álverið í Straumsvík undir kvöld í gær.

Seðlabankastjórarnir svara „fyrr en seinna“

Bankastjórar Seðlabankans ætla að svara Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra því „fyrr en seinna“ hvort þeir munu fara að tilmælum hennar um að víkja úr stjórn Seðlabankans, að sögn Ingimundar Friðrikssonar bankastjóra. Bankastjórarnir þrír funduðu um málið í

Dulbjó sig sem stúlku á Facebook

Átján ára gamall nemi í Bandaríkjunum er sakaður um að hafa dulbúið sig sem stúlku á Facebook og narrað að minnsta kosti 31

Bjarga sér á líkkistum

Byggingarverktakar sem voru verkefnalausir brugðust við með því að hefja líkkistusmíði. Með gengisfalli krónunnar vonast þeir til að íslenskar líkkistur ryðji þeim útlendu af markaðnum en þrjár af hverjum fjórum kistum, sem fara í íslenska kirkjugarða, eru innfluttar.

Þorskarnir svo stórir að vélarnar ráða ekki við þá

Þorskarnir sem verið er að landa í Grindavík þessa dagana eru svo stórir að flökunarvélarnar ráða ekki við þá. Golþorskar veiðast í mun ríkari mæli en verið hefur um árabil og telja sjómenn að fiskurinn hafi verið í mjög góðu æti.

Innbrot í miðborginni

Tvö innbrot í fyrirtæki í miðborginni voru tilkynnt til lögreglunnar í gær, eftir því sem fram kemur í frétt frá lögreglunni. Á öðrum staðnum braut þjófurinn rúðu til að geta teygt sig í afgreiðslukassann en sá

Gunnar Haraldsson verður stjórnarformaður FME

Gylfi Magnússon skipaði í dag nýja stjórn Fjármálaeftirlitsins. Gunnar Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, verður formaður stjórnar, en Gunnar hefur lokið doktorsprófi í hagfræði.

Íris Lind aðstoðar Ástu Ragnheiði

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur ráðið Írisi Lind Sæmundsdóttur sem aðstoðarmann sinn. Íris Lind hefur undanfarið starfað sem sérfræðingur hjá borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins en fær tímabundið leyfi til að gegna starfi aðstoðarmanns.

Smyglari handtekinn á Keflavíkurflugvelli

Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli stöðvaði íslending á þrítugsaldri síðastliðinn mánudag sem var að koma frá Kaupmannahöfn. Í farangri hans fannst nokkurt magn kókaíns.

Miskabætur hækkaðar í Hæstarétti

Hæstiréttur Íslands staðfesti tveggja ára dómi yfir karlmanni sem misnotaði stjúbarnabarn sitt og og aðra stúlku auk þess sem miskabætur til seinni stúlkunnar voru hækkaðar um tvö hundruð þúsund krónur.

Bankastjórarnir svara ekki

Bankastjórar Seðlabankans hafa enn ekki svarað bréfi Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra sem hefur óskað eftir því að þeir láti af störfum í bankanum.

Ráðherra sendir út tilmæli vegna fréttar Vísis

Heilbrigðisráðherrann Ögmundur Jónasson, sendi út tilmæli til heilbrigðisstofnanna í gær um að ekki skyldi rukka börn undir átján ára aldri fyrir heilbrigðisþjónustu. Reikningar yrðu héðan í frá stílaðir á forráðamenn.

Mikið um búðaþjófnaði

Talsvert er um að vörum sé stolið úr verslunum þessar vikurnar. Nokkur hnuplmál komu til kasta lögreglunnar í gær en í Smáralind voru þjófar staðnir að verki í þrígang.

Býður sig fram gegn formanni

Hlynur Hallsson sem stefnir á 1.-3. sæti í forvali Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar segist styðja Steingrím J. Sigfússon formann flokksins. Það vekur athygli að Hlynur stefnir á fyrsta sæti listans sem Steingrímur hefur skipað til þessa. Hlynur segir lýðræðislegt að fólk hafi val og krafa sé um endurnýjun í flokknum.

Indriði H. Þorláksson settur stjóri í fjármálaráðuneytinu

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hefur sett Indriða H. Þorláksson í embætti ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu til 30. apríl næstkomandi. Eins og fréttastofa greindi frá fyrr í dag hefur Baldri Guðlaugssyni verið veitt leyfi frá störfum og í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að leyfið sé á sama tímabili.

Árásarmaður þoldi ekki að vera kallaður hommi

Maður á þrítugsaldri var dæmdur í fimm mánaða fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára, fyrir að slá pólskan karlmann í andlitið með glerflösku eftir að hann kallaði árásarmanninn homma.

Ásmundur bankastjóri Landsbankans - staðan auglýst í haust

Bankaráð Landsbankans, NBI hf., ákvað í dag að fresta að auglýsa stöðu bankastjóra þar til í haust. Elín Sigfúsdóttir, núverandi bankastjóri, hefur gert bankaráðinu grein fyrir því að hún hyggist standa við fyrri ákvörðun um að láta af störfum um næstu mánaðamót eins og hún hafði áður greint frá. Bankaráð hefur falið Ásmundi Stefánssyni, núverandi formanni bankaráðs, að taka við hlutverki bankastjóra þar til staðan verður auglýst og í hana ráðið á haustmánuðum.

Lítill sómi í því að gera Óskar að staðgengli Hönnu Birnu

Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans, segir að virðingu borgarstjóraembættisins sé lítill sómi sýndur með því að gera Óskar Bergsson, formann borgarráðs, að staðgengli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarstjóra, forfallist hún á fundi borgarstjórnar.

Sjá næstu 50 fréttir