Segja marga ágalla á seðlabankafrumvarpi Björn Sigurðsson skrifar 7. febrúar 2009 06:00 Þingmenn Samfylkingarinnar kepptust við að láta setja sig á mælendaskrá í þinginu í gær. Vísir/GVA alþingi Án þess að vera nefndur á nafn var Davíð Oddsson oft miðpunktur þingumræðna um frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum um Seðlabankann í gær. Sjálfstæðismenn eru sannfærðir um að málið sé aðeins fram komið til að losna við Davíð úr bankanum og tjáðu þeir þá skoðun sína ýmist undir rós eða án vífi-lengja. Stjórnarliðar, og þá einkum þingmenn Samfylkingarinnar, sögðu á hinn bóginn svo ekki vera; málið snúist ekki um einstaka persónur heldur endurreisn trausts Seðlabankans og um leið íslensks efnahagskerfis. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-ráðherra mælti fyrir frumvarpinu sem í stuttu máli snýst um að einn bankastjóri sé við Seðlabankann og við hann starfi sérstakt peningastefnuráð er fari með vaxtaákvarðanir og fleiri helstu stjórntæki bankans. Sagði hún að traust á íslensku peningamálakerfi hefði beðið hnekki og að gífurlegir hagsmunir væru fólgnir í að endurvekja það. Birgir Ármannsson fór fyrir sjálfstæðismönnum í umræðunni og gerði margvíslegar athugasemdir. Hann sagði augljóst að vinnubrögð við frumvarpssmíðina hefðu ekki verið fagleg og kallaði eftir upplýsingum um hvaða sérfræðinga ríkisstjórnin hefði kallað til sér til aðstoðar. Svör stjórnarliða við þessum gagnrýnisorðum voru einfaldlega þau að frumvarpið væri faglegt og að leitað hefði verið til færustu sérfræðinga. Birgir og samflokksmenn hans furðuðu sig á að meðal hæfisskilyrða seðlabankastjóra væri meistarapróf í hagfræði og bentu á að margvísleg önnur menntun gagnaðist í starfið. Þeir undruðust að ekkert væri minnst á peningamálastefnu bankans og bentu líka á að við fyrri breytingar á lögum um Seðlabanka hefði víðtæks pólitísks samráðs verið leitað. Slíku væri ekki að heilsa nú. Samfylkingarmenn vörðu frumvarpið en viðurkenndu um leið að um það þyrfti að fjalla vel og ítarlega í meðförum nefndar. Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðisflokki, marglýsti hneykslan sinni á bréfi því sem forsætisráðherra sendi seðlabankastjórunum fyrr í vikunni þar sem hún tjáði þeim að lagabreyting væri í farvatninu og bað þá um að víkja. Innti hann flesta ræðumenn álits á slíkum vinnubrögðum sem hann taldi forkastanleg. Stjórnarliðar voru á einu máli um að bréfasendingin hefði verið eðlileg. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
alþingi Án þess að vera nefndur á nafn var Davíð Oddsson oft miðpunktur þingumræðna um frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum um Seðlabankann í gær. Sjálfstæðismenn eru sannfærðir um að málið sé aðeins fram komið til að losna við Davíð úr bankanum og tjáðu þeir þá skoðun sína ýmist undir rós eða án vífi-lengja. Stjórnarliðar, og þá einkum þingmenn Samfylkingarinnar, sögðu á hinn bóginn svo ekki vera; málið snúist ekki um einstaka persónur heldur endurreisn trausts Seðlabankans og um leið íslensks efnahagskerfis. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-ráðherra mælti fyrir frumvarpinu sem í stuttu máli snýst um að einn bankastjóri sé við Seðlabankann og við hann starfi sérstakt peningastefnuráð er fari með vaxtaákvarðanir og fleiri helstu stjórntæki bankans. Sagði hún að traust á íslensku peningamálakerfi hefði beðið hnekki og að gífurlegir hagsmunir væru fólgnir í að endurvekja það. Birgir Ármannsson fór fyrir sjálfstæðismönnum í umræðunni og gerði margvíslegar athugasemdir. Hann sagði augljóst að vinnubrögð við frumvarpssmíðina hefðu ekki verið fagleg og kallaði eftir upplýsingum um hvaða sérfræðinga ríkisstjórnin hefði kallað til sér til aðstoðar. Svör stjórnarliða við þessum gagnrýnisorðum voru einfaldlega þau að frumvarpið væri faglegt og að leitað hefði verið til færustu sérfræðinga. Birgir og samflokksmenn hans furðuðu sig á að meðal hæfisskilyrða seðlabankastjóra væri meistarapróf í hagfræði og bentu á að margvísleg önnur menntun gagnaðist í starfið. Þeir undruðust að ekkert væri minnst á peningamálastefnu bankans og bentu líka á að við fyrri breytingar á lögum um Seðlabanka hefði víðtæks pólitísks samráðs verið leitað. Slíku væri ekki að heilsa nú. Samfylkingarmenn vörðu frumvarpið en viðurkenndu um leið að um það þyrfti að fjalla vel og ítarlega í meðförum nefndar. Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðisflokki, marglýsti hneykslan sinni á bréfi því sem forsætisráðherra sendi seðlabankastjórunum fyrr í vikunni þar sem hún tjáði þeim að lagabreyting væri í farvatninu og bað þá um að víkja. Innti hann flesta ræðumenn álits á slíkum vinnubrögðum sem hann taldi forkastanleg. Stjórnarliðar voru á einu máli um að bréfasendingin hefði verið eðlileg.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira