Innlent

Árshátíð Kaupþings aflýst

Finnur Sveinbjörnsson
Finnur Sveinbjörnsson

Árshátíð Nýja Kaupþings sem halda átti 14.mars næstkomandi hefur verið aflýst. Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri segir efnahagsástandið spila inn í en dagurinn verður nýttur í stefnumótun. Hann segir starfsfólk sýna niðurskurðinum skilning.

„Við erum að fara í stefnumótunarstarf og niðurstaðan varð sú að það þyrfti að hafa forgang. Því ákváðum við að kalla starfsfólkið saman þennan dag, 14.mars, og nýta hann sem stefnumótunardag," segir Finnur en árshátíðinni sem búið var að auglýsa var í kjölfarið aflýst.

„Ætli við munum ekki síðan létta okkur lundina í lok dags, en það er ekki um eiginlega árshátíð að ræða," segir Finnur og viðurkennir að vissulega spili efnahagsástandið þarna inn í.

Aðspurður hvernig starfsfólk bankans taki í þessi áform segist Finnur líklega vera síðasti maðurinn í fyrirtækinu sem heyri af óánægju. „En eftir því sem ég heyri best þá hefur fólk sýnt þessu skilning."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×