Innlent

Enex skipt upp

Orkuveita Reykjavíkur, eigendafundur Reykjavik Energy Invest  og Geysir Green Energy á síðasta ári þegar REI málið var í algleymingi.
Orkuveita Reykjavíkur, eigendafundur Reykjavik Energy Invest og Geysir Green Energy á síðasta ári þegar REI málið var í algleymingi.

Samkomulag hefur tekist milli eigenda Enex um uppskiptingu félagsins. Það hefur verið staðfest á hlutafundi í félaginu og af stjórnum stærstu eigendanna, Reykjavik Energy Invest, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur og Geysis Green Energy. Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur jafnframt afgreitt samkomulagið fyrir sitt leyti.

Enex hefur verið í eigu GGE að 73 prósent og REI að 26,5 prósent. Þá hefur verið nokkur fjöldi aðila átt smærri hluti í Enex. Með samkomulaginu yfirtekur REI hlut Enex í Iceland America Energy, sem vinnur að þróunarverkefnum á sviði jarðhita fyrst og fremst í Kaliforníu. REI mun þá eiga 84% hlut í félaginu, en afgangurinn er í höndum bandarískra fjárfesta auk smærri innlendra fjárfesta.

GGE heldur eftir verkefnum Enex í Þýskalandi og auknum hlut í Enex-Kína, sem vinnur að uppbyggingu jarðvarmaveitna í því landi. REI og GGE hafa unnið saman að verkefnum á Filippseyjum. Með samkomulaginu eignast GGE meirihluta í því verkefni og tekur jafnframt við stjórn þess.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×