Innlent

Fyrri ákvörðun um málarekstur gegn Bretum stendur

Frá Alþingi.
Frá Alþingi.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, varaformaður utanríkismálanefndar og fyrrum ráðherra, sagði að ákvörðun ríkisstjórnar Geirs H. Haarde um að leita réttar Íslendinga fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu vegna beitingar breskra stjórnvalda á svonefndum hryðjuverkalögum standa. Þórunn sagði að þeirri athugun væri ekki lokið. Hún vissi ekki betur en vinna væri enn í gangi og ekki væri útilokað að farið verði í mál. 

Ákvörðun ríkisstjórnar Geirs var tekin í byrjun árs. Jafnframt var tilkynnt að ekki yrði höfðað mál gegn breska ríkinu þar í landi.

Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, beindi orðum sínum um málið til Þórunnar í umræðum um störf Alþingis í dag. Sigurður vitnaði í frétt Financial Times í morgun þar sem haft er eftir Gylfa Magnússyni, viðskiptaráðherra að íslensk stjórnvöld séu hætt við málaferli gegn bresku stjórninni vegna frystingar á eignum íslensku bankanna í Bretlandi.

Sigurður gagnrýndi Gylfa og sagði að þetta kæmi sér verulega á óvart. Samkvæmt heimildum hans lægi ekki ríkisstjórnarheimild fyrir um ákvörðunina og taldi hann eðlilegt að málið væri tekið til umræðu á Alþingi.




Tengdar fréttir

Íslensk stjórnvöld hætt við málaferli gegn Bretum

Íslensk stjórnvöld eru hætt við málaferli gegn bresku stjórninni vegna frystingar á eignum íslensku bankanna í Bretlandi. Þetta kemur fram í viðtali Finnacial Times við Gylfa Magnússon viðskiptaráðherra í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×