Innlent

Seðlabankamálið tekið fyrir í viðskiptanefnd í kvöld

Boðað hefur verið til fundar í viðskiptanefnd klukkan 18:15 í kvöld. Þar verður rætt um frumvarp um Seðlabanka Íslands og verður málið væntanlega afgreitt úr nefndinni í kvöld nái vilji stjórnarflokkanna fram að ganga.

Nefndin hittist í morgun þar sem skýrslu Evrópusambandsins um fjármálamarkaðivar dreift.

Stjórnarflokkarnir hafa lagt mikla áherslu á að koma málinu úr nefnd og inn á Alþingi en Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins tók afstöðu með sjálfstæðismönnum í nefndinni á mánudaginn og vildi kynna sér efni evrópuskýrslunnar áður en lengra væri gengið.






Tengdar fréttir

Höskuldur: Atriði í skýrslunni sem vert er að kanna gaumgæfilega

Nefndarmenn í viðskiptanefnd Alþingis fengu í morgun hina umtöluðu evrópuskýrslu um fjármálalegan stöðugleika. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að nú gefist mönnum ráðrúm til þess að kynna sér efni skýrslunnar en hann segist nú þegar hafa rekist á atriði sem vert væri að kanna gaumgæfilega hvort setja eigi í lög hér.

Viðskiptanefnd kölluð saman vegna seðlabankafrumvarps

Viðskiptanefnd Alþingis hefur verið kölluð saman til fundar. Seðlabankafrumvarpið er eina málið á dagskrá. ,,Forseti skipuleggur dagskrá þingsins, ekki ég. Ég boða bara fundi í viðskiptanefnd og hef gert það," sagði Álfheiður Ingadóttir, formaður nefndarinnar, aðspurð hvort hún eigi von á því að frumvarpið verði tekið til umræðu á þingfundi sem hefst klukkan 13:30. Hún á von á því að fundurinn standi stutt.

Gagnrýna seðlabankafrumvarpið og verktakakaup Guðlaugs

Frjálshyggjufélagið furðar sig á þeim fljótfærnisvinnubrögðum sem minnihlutastjórn VG og Samfylkingar vill viðhafa við breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands. Jafnframt gagnrýnir félagið óþarfa áherslu Guðlaugs Þór Þórðarson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, í ráðgjöf utan ráðuneytisins.

Fundur viðskiptanefndar ekki á dagskrá

Ekki hefur verið boðað til fundar í viðskiptanefnd Alþingis vegna seðlabankafrumvarpsins. Staðan er óbreytt og frumvarpið er enn fast í nefndinni eftir að Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, myndaði á mánudaginn meirihluta með sjálfstæðismönnum og studdi tillögu þeirra um að fresta málinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×