Erlent

Meðferð fanga í Guantanamo fer versnandi

Andri Már Sigurðsson skrifar
Mynd/AP

Meðferð fanga í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu hefur farið versnandi frá því Barack Obama var kosinn í embætti forseta í desember síðastliðnum. Ástæðan er talin vera að fangaverðir séu að nýta tækifærið til að misþyrma föngunum áður en fangabúðirnar loka. Ekki er langt síðan Pentagon gaf frá sér yfirlýsingu um að meðferð fanga í Guantanamo-fangabúðunum væri í samræmi við ákvæði Genfar-sáttmálans. Frá þessu er greint á Reuters.

Fjöldi líkamsárásatilfella hafa komið upp nýlega í fangabúðunum að sögn Ahmed Ghappour mannréttindalögfræðings. Fangar hafa orðið fyrir barsmíðum af völdum fangavarða, piparúða hefur óhikað verið beitt, mat hefur verið þröngvað í fanga í hungurverkfalli og sumum fanganna hefur jafnvel verið úthlutað klósetpappír vættum með piparúða.

Ennfremur hafa fangar lent í líkamsárásum á leið sinni til lögfræðinga sinna til að koma í veg fyrir að þeir vilji hitta lögfræðinga sína. Málið er enn í rannsókn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×