Höskuldur: Atriði í skýrslunni sem vert er að kanna gaumgæfilega 25. febrúar 2009 13:09 Höskuldur Þórhallsson. Nefndarmenn í viðskiptanefnd Alþingis fengu í morgun hina umtöluðu evrópuskýrslu um fjármálalegan stöðugleika. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að nú gefist mönnum ráðrúm til þess að kynna sér efni skýrslunnar en hann segist nú þegar hafa rekist á atriði sem vert væri að kanna gaumgæfilega hvort setja eigi í lög hér. „Ég fór strax í það að skoða þann kafla skýrslunnar sem tekur á málefnum seðlabanka. Þar er einmitt minnst á mikilvægi þess að seðlabankar hafi skýrar heimildir til þess að vara við yfirvofandi krísuástandi," segir Höskuldur. Að hans mati er í raun fáránlegt að þess háttar heimild sé ekki til staðar í núverandi lögum um bankann. „Ég held að það sé því afar brýnt að skoða það að koma þess háttar ákvæði inn í frumvarpið sem nú er í vinnslu þannig að bankanum verði í framtíðinni gert kleift að vara við á formlegan hátt ef hann telur hættuástand vera að skapast," segir Höskuldur og bendir á að þessháttar ákvæði hefði getað skipt miklu máli í aðdraganda efnahagshrunsins hér á haustmánuðum. Höskuldur myndaði meirihluta með sjálfstæðismönnum í nefndinni á mánudag þannig að frumvarp um breytingar á Seðlabanka Íslands komst ekki úr nefndinni eins og stjórnarflokkarnir höfðu gert ráð fyrir. Það gerði hann vegna þess að honum fannst ráðlegt að bíða eftir skýrslunni og sjá hvort í henni leyndist eitthvað sem vert væri að hafa til hliðsjónar við breytingar á lögum um Seðlabankann. Eins og áður segir gefst nefndarmönnum nú tækifæri til þess að fara yfir skýrsluna en Vísir hefur heimildir fyrir því að líklega verði boðað til annars fundar í nefndinni í kvöld. Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira
Nefndarmenn í viðskiptanefnd Alþingis fengu í morgun hina umtöluðu evrópuskýrslu um fjármálalegan stöðugleika. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að nú gefist mönnum ráðrúm til þess að kynna sér efni skýrslunnar en hann segist nú þegar hafa rekist á atriði sem vert væri að kanna gaumgæfilega hvort setja eigi í lög hér. „Ég fór strax í það að skoða þann kafla skýrslunnar sem tekur á málefnum seðlabanka. Þar er einmitt minnst á mikilvægi þess að seðlabankar hafi skýrar heimildir til þess að vara við yfirvofandi krísuástandi," segir Höskuldur. Að hans mati er í raun fáránlegt að þess háttar heimild sé ekki til staðar í núverandi lögum um bankann. „Ég held að það sé því afar brýnt að skoða það að koma þess háttar ákvæði inn í frumvarpið sem nú er í vinnslu þannig að bankanum verði í framtíðinni gert kleift að vara við á formlegan hátt ef hann telur hættuástand vera að skapast," segir Höskuldur og bendir á að þessháttar ákvæði hefði getað skipt miklu máli í aðdraganda efnahagshrunsins hér á haustmánuðum. Höskuldur myndaði meirihluta með sjálfstæðismönnum í nefndinni á mánudag þannig að frumvarp um breytingar á Seðlabanka Íslands komst ekki úr nefndinni eins og stjórnarflokkarnir höfðu gert ráð fyrir. Það gerði hann vegna þess að honum fannst ráðlegt að bíða eftir skýrslunni og sjá hvort í henni leyndist eitthvað sem vert væri að hafa til hliðsjónar við breytingar á lögum um Seðlabankann. Eins og áður segir gefst nefndarmönnum nú tækifæri til þess að fara yfir skýrsluna en Vísir hefur heimildir fyrir því að líklega verði boðað til annars fundar í nefndinni í kvöld.
Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira