Innlent

Viðskiptanefnd kölluð saman vegna seðlabankafrumvarps

Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, er formaður viðskiptanefndar Alþingis.
Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, er formaður viðskiptanefndar Alþingis.

Viðskiptanefnd Alþingis hefur verið kölluð saman til fundar. Seðlabankafrumvarpið er eina málið á dagskrá fundarins.

,,Forseti skipuleggur dagskrá þingsins, ekki ég. Ég boða bara fundi í viðskiptanefnd og hef gert það," sagði Álfheiður Ingadóttir, formaður nefndarinnar, aðspurð hvort hún ætti von á því að frumvarpið verði tekið til umræðu á þingfundi sem hefst klukkan 13:30.

Frumvarpið hefur setið fast í nefndinni eftir að Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, myndaði á mánudaginn meirihluta með sjálfstæðismönnum og studdi tillögu þeirra um að fresta málinu.

Fundur viðskiptanefndar hefst klukkan 11:45. Álfheiður á von á því að fundurinn standi stutt.










Tengdar fréttir

Fundur viðskiptanefndar ekki á dagskrá

Ekki hefur verið boðað til fundar í viðskiptanefnd Alþingis vegna seðlabankafrumvarpsins. Staðan er óbreytt og frumvarpið er enn fast í nefndinni eftir að Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, myndaði á mánudaginn meirihluta með sjálfstæðismönnum og studdi tillögu þeirra um að fresta málinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×