Innlent

Víða ekki hægt að ryðja vegna óveðurs

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.
Vetur ríkir nú á norðaustanverðu landinu og hefur víða orðið ófært. Sumstaðar er ekki hægt að ryðja vegi vegna óveðurs, en ekki er vitað til að vegfarendur hafi lent í hrakningum.

Ófært er um Fróðárheiði á Snæfellsnesi og á Vestfjörðum hefur ekki verið hægt að ryðja vega óveðurs. Í morgun var heldur ekkert verðaveður um Strandir, þar var hríð og blinda vegna skafrennings.

Töluvert snjóaði á Akureyri í nótt og var sumstaðar þæfingur í bænum í morgunsárið. Á Norðausturlandi er ófært á Mývatnsheiði og á Hólasandi.

Verið er að ryðja veginn um Melrakkasléttu, þungfært er milli Vopnafjarðar og Þórshafnar en þar er mokstur hafinn. Á Austurlandi eru Vopnafjarðarheiði ófært en búið er að ryðja  Fjarðarheiðarheiði. Ófært er um Oddsskarð, en þar verður rutt um leið og lægir.

Þungfært er á Mörðudalsöræfum, þæfingur, hálka og snjór á öðrum leiðum. Hálka er víðasthvar í örðum landshlutum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×