Fleiri fréttir

Fjármagnsflutningar Kaupþings höfðu áhrif á ákvörðun um hryðjuverkalög

Davíð Oddsson seðlabankastjóri telur að það hafi haft mikil áhrif á bresk stjórnvöld að fé var flutt úr dótturfélagi Kaupþings, sem var undir bresku eftirliti. Þetta sagði Davíð þegar að hann var inntur eftir svörum í Kastljósi við því hvað hefði orðið til þess að Bretar beittu hryðjuverkalögum gegn Íslandi.

Hvalur 8 í slipp eftir 20 ára stopp

Gamlir hvalskutlarar flykktust niður á Reykjavíkurhöfn í dag þegar Hvalur átta var tekinn upp í slipp til að undirbúa stórhvalaveiðar í sumar.

Borgin biðst vægðar en sýnir sjálf enga miskunn

Reykjavíkurborg, sem nú biðst vægðar vegna hækkandi húsaleigugjalda, hefur sjálf enga miskunn sýnt við hækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði og tvöfaldað tekjur sínar af þeim skatti á fáum árum. Þá helltu sveitarfélögin margvíslegum gjaldahækkunum á landsmenn nú um áramótin.

Ungir framsóknarmenn á Akureyri styðja Höskuld

Ungir framsóknarmenn á Akureyri lýsa yfir fullum stuðningi við Höskuld Þórhallsson vegna seðlabankafrumvarpsins. Segja þeir að Höskuldur hafi marglýst því yfir að hann vilji breytingar á stjórn Seðlabankans en breytingar þær sem gerðar verði þurfi að ná tilskyldum árangri.

Geðheilsuvefur opnaður við HÍ

Sigurður Guðmundsson, forseti Heilbrigðisvísindasviðs, opnar sérstakan vef um geðheilbrigði við Háskóla Íslands á morgun klukkan tvö í Háskólatorgi.

Spyr um verktakagreiðslur í ráðherratíð Guðlaugs

Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins hefur lagt fram á Alþingi fyrirspurn til Ögmundar Jónassonar, heilbrigðisráðherra, um verktakavinnu fyrir ráðuneytið á því tímabili sem Guðlaugur Þór Þórðarsson gegndi embætti ráðherra.

Staðinn verði vörður um sérþekkingu í hjúkrun

Fagdeild krabbameinshjúkrunarfræðinga innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga vill að staðinn verði vörður um sérþekkingu í hjúkrun samhliða niðurskurði á fjárveitingum til heilbrigðismála og endurskipulagningar í heilbrigðiskerfinu.

65 ára gamall maður dæmdur fyrir kynferðisbrot

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær 65 ára gamlan karlmann í fimmtán mánaða fangelsi fyrir nauðgun með því að hafa haft samræði við konu sem ekki gat spornað við þeim sökum andlegra annmarka sinna. Maðurinn hafði ekki samræði við konuna og krafðist því sýknu. Hann sagðist einnig fyrir dómi ekki hafa vitað að konan væri haldin andlegum annmörkum.

Guðrún Inga vill fjórða sætið hjá Sjálfstæðisflokki

Guðrún Inga Ingólfsdóttir, hagfræðingur, vill svara kalli um endurnýjun og gefur því kost á sér í fjórða sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hún er 36 ára Reykvíkingur með reynslu af félagsstörfum og pólitísku starfi innan Sjálfstæðisflokksins.

Seðlabankastjóri skammar forsætisráðherra

Eiríkur Guðnason, seðlabankastjóri, skammar Jóhönnu Sigurðardóttir, forsætisráðherra í bréfi sem hann sendi henni í dag. Þar lýsir hann furðu sinni á vinnubrögðum og yfirlýsingum i sambandi við stjórnskipulagsbreytingar á Seðlabankanum. Í stað þess að sinna brýnum verkefnum í peningamálum og gjaldeyrismálum hafi miklum tíma verið eytt í óþarfa síðustu vikur að hans mati.

Fréttaskýring: Hver lætur eftirlýstan mann flytja inn 200 kg af fíkniefnum?

Ákæruvaldið fer fram á 10 ára fangelsisdóm hið minnsta yfir Þorsteini Kragh og Jacobi Van Hinte fyrir að skipuleggja og flytja inn tæplega 200 kíló af kannabisefnum og tæpt 1 ½ kíló af kókaíni. Verjandi Þorsteins fer fram á að hann verði sýknaður en verjandi hollendingsins telur hæfilega refsingu vera 6-7 ár hið mesta. Hann segir ennfremur að 10 ára fangelsisdómur yfir rúmlega sjötugum manni sé í raun lífstíðardómur. Vísir fylgdist með aðalmeðferð í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Stórbruni í Kínahverfinu á Manhattan

Slökkviliðsmenn í New York berjast nú við mikinn eldsvoða í sex hæða húsi í Kínahverfi borgarinnar. Að minnsta kosti einn hefur látist í brunanum og 28 manns eru slasaðir.

Gylfa líst illa á hugmyndir framsóknarmanna

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir að leita verði annara leiða til þess að koma til móts þá verst stöddu í þjóðfélaginu en þá leið sem Framsóknarflokkurinn kynnti í gær. Framsóknar menn vilja að 20 prósent íbúðalánaskulda almennings verði felldar niður. Gylfi segist ekki geta fallist á að svigrúm sé til þess að fella niður skuldir allra um 20 prósent.

Hrafnhildur kjörin í landskjörstjórn

Hrafnhildur Stefánsdóttir, hæstaréttarlögmaður, var kjörin í landskjörstjórn af Alþingi í dag. Hún tekur sæti Gísla Baldurs Garðarssonar í stjórninni en hann sagði af sér sem formaður landskjörstjórnar eftir að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur var mynduð.

Sextán þúsund án atvinnu

Atvinnuleysi heldur áfram að aukast hröðum skrefum og nú eru 16.046 manns atvinnulausir á landinu öllu. Sem kunnugt er af fréttum var gert ráð fyrir að atvinnulausir yrðu orðnir 10% af vinnuafli í vor en nú eru líkur á að það hlutfall komi jafnvel fyrr á árinu.

Seðlabankafrumvarpið tekið af dagskrá

Guðbjartur Hannesson, forseti Alþingis, tilkynnti í upphafi þingfundar í dag að seðlabankafrumvarpið hafi verið tekið út af dagskrá en upphafleg dagskrá gerði fyrir að málið til umræðu í dag.

Guantanamo í samræmi við Genfarsáttmálann

Bandaríkjaher segir að aðbúnaður og meðferð fanga í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu sé í samræmi við ákvæði Genfarsáttmálans. Obama Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað að búðunum skuli lokað innan árs. Einum Guantanamofanga var sleppt í gær og hann sendur til Bretlands.

Tillögum um stjórnlagaþing vísað til þingflokka

Hugmyndum ríkisstjórnarinnar hefur verið vísað til þingflokka stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi. Eitt af skilyrðum Framsóknarflokkssins fyrir því að verja ríkisstjórnina falli var að komið yrði á stjórnlagaþingi sem semja myndi nýja stjórnarskrá.

Óli Björn býður sig fram í Suðvesturkjördæmi

Óli Björn Kárason blaðamaður hefur ákveðið að bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi vegna komandi alþingiskosninga. Hann óskar eftir stuðningi í 4. sæti.

Innbrotahrina í nótt

Innbrotahrina gekk yfir höfuðborgarsvæðið í nótt. Að minnsta kosti fimm innbrot voru framin og talsverðum verðmætum stolið.

Framsóknarmenn vilja sekta auðmenn

Framsóknarflokkurinn vill sekta auðmenn neiti þeir að gefa upp óskattlagðar eignir erlendis. Framsóknarflokkurinn kynnti í gær tillögur sínar til að bregðast við fjárhagsvanda heimila og fyrirtækja.

Íslendingar voru 319.368 í byrjun árs

Íslendingar voru rúmlega þrjú hundruð og nítján þúsund í byrjun janúar samkvæmt upplýsingum sem að Hagstofan birti í morgun. Þeim hefur fjölgað um hátt í fjögur þúsund frá því fyrir ári eða um eitt komma tvö prósent.

Svavar fer fyrir Icesave-nefnd

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að skipa tvær nefndir sem ætlað er að annast samningaviðræður annars vegar vegna Icesave-skuldbindinga og hins vegar vegna þeirra lána sem vinaþjóðir Íslands hafa heitið.

Sautján ára fíkniefnasali handtekinn í Eyjum

Sautján ára piltur var handtekinn í Vestmannaeyjum um helgina eftir að fimmtíu grömm af amfetamíni fundust við húsleit á heimili hans. Lögregla hafði haft hann grunaðann um að stunda sölu á fíkniefnum, og játaði hann það við yfirheyrslur.

Óttast fyrirætlanir Norður-Kóreu

Norður-Kóreumenn ætla að skjóta gervihnetti á sporbaug um jörðu. Þetta tilkynntu ráðamenn í Pjongjang í morgun. Nágrannaríki Norður-Kóreu og vesturveldin óttast að ekki verði um gervihnött að ræða þegar að skotinu kemur heldur prófanir á langdrægri eldflaug.

Mikil óvissa um seðlabankafrumvarpið

Mikil óvissa ríkir um það hvort seðlabankafrumvarp forsætisráðherra fer í þriðju og síðustu umræðu á Alþingi í dag. Málið er komið á dagskrá Alþingis en situr engu að síður fast í viðskiptanefnd.

Anna Margrét vill á þing fyrir Samfylkinguna

Anna Margrét Guðjónsdóttir, forstöðumaður skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga í Brussel, býður sig fram í 1.-3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.

Hellti í sig Jagermeister - svipt ökuleyfi í þrjú og hálft ár

Héraðsdómur Suðurlands svipti í dag konu ökuréttindum í þrjú og hálft ár fyrir að hafa ekið bifreið sem lenti utan vegar undir áhrifum áfengis. Þegar konan, sem er 43 ára, kom fyrir dóminn neitaði hún að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Hún kvaðst hafa hellt í sig 700 millilítrum af Jagermeister eftir að hún ók út í kant.

Kragh fái tíu ára dóm hið minnsta

Ríkissaksóknari fer fram á að Þorsteinn Kragh og Jakob Van Hinte verði dæmdir í tíu ára fangelsi að lágmarki fyrir aðild sína að stórfelldum fíkniefnainnflutningi með Norrænu í sumar. Aðalmeðferð í málinu var fram haldið í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Sækjandi byggir kröfu sína um svo þunga dóma á því mikla magni sem mennirnir eru ákærðir fyrir að hafa reynt að smygla til landsins en alls var um að ræða tæp 200 kíló af fíkniefnum. Í máli sækjanda í morgun kom meðal annars fram að smyglið hafi verið gríðarlega vel skipulagt en til dæmis voru efnin vel falin í sérútbúnum húsbíl.

Nýskráningar ökutækja í sögulegu lágmarki

Þegar skoðaður er fjöldi nýskráninga ökutækja fyrstu 51 dag ársins 2009 og sá fjöldi borin saman við eldri nýskráningar kemur í ljós að ekki eru til dæmi um jafn fáar skráningar að minnsta kosti undanfarin 24 ár. Í úttekt Umferðarstofu kemur fram nýskráningum á fækkaði um 87% saman borið við sama tímabil í fyrra.

Sorphirðugjöld hækka um allt að 50 prósent

Útsvar í fjölmennustu sveitarfélögum landsins hækkaði í flestum sveitarfélögum í fyrra. Þá hækkaði sorphirðugjald og vatnsgjald víða. Hækkunin á sorphirðugjaldi hækkaði um allt að 50%. Þetta kemur fram í úttekt verðlagseftirlits ASÍ sem tekið hefur saman upplýsingar um breytingar á útsvari og álagningu fasteignagjalda í 15 fjölmennustu sveitarfélögum landsins á árinu 2009.

Huld skipuð forstjóri

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur ákveðið að skipa Huld Magnúsdóttur forstjóra Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga, til næstu fimm ára frá 1. mars næstkomandi.

Seðlabankinn á dagskrá Alþingis en ekki í viðskiptanefnd

Þriðja og síðasta umræðan um seðlabankafrumvarpið á að fara fram á Alþingi í dag. Þrátt fyrir það er frumvarpið ekki á dagskrá fundar viðskiptanefndar sem hófst klukkan hálf níu. ,,Þetta mál er ekki á dagskrá viðskiptanefndar," segir Álfheiður Ingadóttir formaður nefndarinnar. Hún útilokar þó ekki að einhver nefndarmanna taki málið upp undir liðnum önnur mál.

Meintur 14 barna faðir vill DNA-próf

Fyrrverandi kærasti konunnar, sem eignaðist áttbura í lok janúar, segist hugsanlega vera faðir 14 barna hennar og fer fram á faðernispróf.

Segjast vinna að gervihnetti

Norður-Kóreumenn tilkynntu í morgun að þeir undirbyggju að skjóta upp gervihnetti frá norðausturströnd landsins.

Meira en 500 handteknir í vændisaðgerð

Meira en 500 manns voru handteknir þegar bandaríska alríkislögreglan lét til skarar skríða í stóraðgerð sem átti sér stað í 29 bandarískum borgum samtímis í gær. Aðgerðinni var stefnt gegn barnavændi og voru 48 börn undir lögaldri tekin í gæslu lögreglu á þeim stöðum sem leitin náði til.

Vonast til að seðlabankafrumvarp komist á dagskrá í dag

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagðist í gærkvöldi vonast til þess að seðlabankafrumvarpið komist á dagskrá Alþingis í dag, eftir að þinghald fór út um þúfur í gær þegar ljóst varð að frumvarpið sæti fast í viðskiptanefnd.

Hækka ekki húsaleigu stúdenta í bili

Stjórn Félagsstofnunar stúdenta á Akureyri hefur ákveðið að hækka ekki húsaleigu stúdenta næstu þrjá mánuðina en hún fylgir vísitölu neysluverðs sem hefur hækkað talsvert að undanförnu.

Tekinn ítrekað fyrir fíkniefnaakstur

Lögreglan á Akureyri sá í gærkvöldi til manns á bíl en búið var að svipta ökumanninn ökuréttindum vegna fíkniefnaaksturs. Þegar lögregla ætlaði að hafa tal af honum tók hann til fótanna en var hlaupinn uppi. Við athugun kom í ljós að hann var enn og aftur undir áhrifum fíkniefna og hafði enn og aftur verið að aka bíl í þannig ástandi.

Innbrot í Melabúð og á Vogi

Þrjú innbrot voru framin á höfuðborgarsvæðinu í nótt og komust þjófarnir undan í öllum tilvikum. Fyrst var brotist inn í Melabúðina í Vesturbænum upp úr miðnætti. Þjófurinn spennti upp aðaldyrnar og hafði á brott með sér talsvert af tóbaki.

Sjá næstu 50 fréttir