Innlent

Opinberar bókhald sitt



Sigríður Andersen, sem býður sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir næstu kosningar hefur ákveðið að birta yfirlit yfir eignir og skuldir sínar og eiginmanns síns á heimasíðu sinni.

„Við núverandi aðstæður í efnahagsmálum þjóðarinnar og vegna mikillar umræðu um fjárhagsleg tengsl og hagsmuni kjörinna fulltrúa þykir mér sjálfsagt að upplýsa kjósendur í Reykjavík um stöðu mína að þessu leyti um leið og ég óska eftir umboði þeirra til starfa á Alþingi. Ég tek þó fram að ég tel að frambjóðendur eigi að hafa sjálfdæmi um hvort og hvernig þeir birti upplýsingar af þessu tagi. Ég er andvíg lagaboðum um persónuleg málefni af þessum toga. Þeir kjósendur sem telja þessar upplýsingar skipta máli geta tekið tillit til þess hvaða frambjóðendur leggja þær fram þegar þeir gera upp á milli frambjóðenda og flokka í prófkjörum og almennum kosningum," segir Sigríður í tilkynningu sem hún sendi fjölmiðlum nú undir kvöld.

Hún segist hafa ákveðið að birta þessar persónulegu upplýsingar að þessu sinni en hún virði rétt þeirra sem geri það ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×