Fleiri fréttir

Lögreglan lýsir eftir Agnesi Lilju

Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Agnesi Lilju Ingvarsdóttur. Agnes er 14 ára, grannvaxin um 160 sm. á hæð, dökkhærð. Hún gæti verið með síða hárlengingu sem taka má af þannig að eftir er mjög stutt hár. Ekki er vitað með klæðnað hennar.

Vilja að boðað verði til stjórnlagaþings

Síðar í dag verður hleypt af stokkunum undirskriftarsöfnun á vefsíðunni www.nyttlydveldi.is. Þar gefst þjóðinni kostur á að skora á Alþingi að samþykkja að boða til stjórnlagaþings, nýjan þjóðfund.

Mótmælt við þinghúsið

Mótmæli við Alþingi halda áfram þriðja daginn í röð. Á fjórða tug mótmælenda standa fyrir utan þinghúsið og heyrist hávaðinn vel inni í húsinu, að sögn fréttamanns sem er á staðnum. Lögreglumenn standa fyrir utan húsið og þá standa yfir þrif á þinghúsinu eftir mótmælin í gær og nótt.

Sjö ungmenni handtekin fyrir að stela torfæruhjóli

Lögreglan á Selfossi handtók sjö ungmenni í gær vegna innbrots og þjófnaðar í Laugarási í Biskupstungum. Að sögn lögreglu barst tilkynning um grunsamlegar ferðir manna á jeppabifreið í gróðurhúsahverfi í Laugarási rétt fyrir miðnætti síðastliðinn þriðjudag. Lögreglumenn fóru þegar í stað á tveimur lögreglubifreiðum og fóru leiðir sem hugsanlegt væri að mennirnir gætu farið.

Þingfundur á eftir - Geir kynnir skýrslu um efnahagsmál

Alþingi kemur saman klukkan hálf ellefu. Einhverjar skemmdir urðu á þinghúsinu í aðgerðum mótmælenda í gær og í nótt. Þingfundi sem stóð til að halda í gær var frestað vegna mótmælanna sem urðu við húsið í fyrradag.

Sjö lögreglumenn leituðu á slysadeild

Sjö lögreglumenn þurftu að leita á slysadeild í nótt eftir grjótkast frá mótmælendum, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Sá sem mest slasaðist fékk þungt höfuðhögg þegar múrsteini var kastað í höfuðið á honum og var fluttur burt frá

Loftpressa brann yfir í Skeifunni

Lögreglu barst í morgun tilkynning um að reyk legði frá kjallara fatahreinsunarinnar Fannar í Skeifunni. Í ljós kom að loftpressa hafði brunnið yfir í kjallara hússins og skapaðist mikill reykur en enginn eldur við það. Slökkviliðsmenn reykræstu rýmið.

Mótmælafundur gegn ofbeldi

Boðað hefur verið til mótmæla gegn ofbeldi og eignaspjöllum. Þau munu fara fram á Lækjartorgi næst komandi sunnudag.

Á sjöunda þúsund krefjast kosninga á kjósa.is

Á sjöunda þúsund Íslendinga hafa skráð sig til stuðnings kröfu um kosningar til Alþingis eins fljótt og mögulegt er, á vefnum Kjósa.is. Með því taka þeir undir það sjónamið, sem sett er fram á vefnum, að ekki sé hægt að hefja uppbyggingarstarf eftir bankahrunið nema með endurskoðuðu umboði stjónrvalda.

Grunaður um að myrða móður sína

Kona fannst látin í íbúð í Nørrebro-hverfinu í Kaupmannahöfn í morgun og er talið að hún hafi verið myrt. Sonur hinnar látnu hefur verið handtekinn, grunaður um verknaðinn, en það var hann sem hafði samband við lögreglu og greindi frá því að lík væri í íbúðinni. Áverkar á líkinu benda til þess að konan hafi fengið þungt högg í andlitið.

Jákvæðar úrtölur hjá Parmigiani

Svissneski armbandsúraframleiðandinn Parmigiani kvíðir því ekki að hinir efnameiri hætti að kaupa sér úr þótt aðrir framleiðendur í sama bransa finni fyrir samdrætti.

Ísraelsher rannsakar fosfórnotkun á Gaza

Ísraelsher rannsakar nú hvort fosfórsprengjum hafi verið varpað á óbreytta borgara á Gaza-svæðinu en mannréttindasamtökin Amnesty International fullyrða að slík atvik hafi átt sér stað.

Obama sver á ný

Barack Obama bandaríkjaforseti sór embættiseið sinn aftur í gærkvöldi til að hafa það örugglega á hreinu að hann gegni embættinu réttilega en John Roberts, forseti Hæstaréttar, fipaðist þegar hann fór með eiðstafinn fyrir Obama við embættistökuna á þriðjudaginn.

Ómanneskjulegt álag á lögreglumenn

Þeir lögreglumenn sem stóðu vaktina lengst við Alþingishúsið í fyrradag og aðfaranótt miðvikudagsins voru að í allt að tuttugu klukkustundir, að sögn Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu.

Fjórir af tíu brotamönnum sleppa með aðvörun

Fjórir af hverjum tíu afbrotamönnum sem fremja alvarleg brot í Bretlandi sleppa með aðvörun þegar í raun ætti að ákæra þá og rétta yfir þeim. Þetta hefur Telegraph eftir David Ruffley, skuggaráðherra lögreglumála, sem nýlega gagnrýndi aukastörf lögreglumanna harðlega.

Danska tollgæslan kvartar yfir skorti á eftirliti

Danska tollgæslan hefur þungar áhyggjur af slælegu eftirliti með vopnum, lyfjum og peningum við landamæri. Niðurskurður og skortur á úrræðum er orsök þess vanda að sögn Jørn Rise, formanns Tollvarðafélags Danmerkur.

Augu Japana hvíla á Obama

Augu Japana hvíla á Barack Obama. Þessu slær japanska dagblaðið Yomiuri Shimbun fram í fyrirsögn og greinir frá því að ákall Obama til bandarísku þjóðarinnar um að styðja hið nýja tímabil ábyrgðarinnar hafi vakið þjóðarathygli í Japan.

Breski pósturinn græðir á tá og fingri

Að minnsta kosti ein opinber stofnun í Bretlandi er í bullandi gróða þrátt fyrir ófremdarástand í efnahagsmálum en það er pósturinn. Gróði Royal Mail síðustu níu mánuði ársins 2008 var hvorki meira né minna en 225 milljónir punda, sem jafngildir um 40 milljörðum króna.

Samfylkingin þiggur ekki boð Framsóknar

Framsóknarflokkurinn býðst til að verja vinstri stjórn falli verði kosið fyrir 25. apríl. Formaður Vinstri grænna fagnar og segir flokkinn tilbúinn í ríkisstjórn. Samfylkingin segist ekki ræða við aðra á meðan hún er í stjórnarsamstarfi.

ASÍ boðar formannafund á morgun

Boðað hefur verið til formannafundar allra aðildarfélaga ASÍ á morgun til að taka afstöðu til þess vilja forystu ASÍ að fresta viðræðum um kjarasamninga á vinnumarkaðnum fram í júní.

Lyfjuræningja enn leitað

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn að manni, sem rændi verslun Lyfju við Lágmúla um áttaleytið í gærkvöldi. Hann var mjög æstur, að sögn lögreglu, og hótaði starfsfóllki með öxi. Það brást rétt við og afhenti honum þau lyf, sem hann krafðist. Það mun aðallega hafa verið rítalín sem fíklar mylja niður og gera að blöndu sem þeir sprauta í æð.

Reyndu að bera eld að dyrum Alþingishússins

Tveir lögreglumenn slösuðust og voru fluttir á slysadeild eftir að mótmælendur grýttu þá með gangstéttarsteinum við Stjórnarráðið í nótt. Annar lögreglumannanna er enn á slysadeildinni, meðal annars með heilahristing.

Samflokksmenn þrýsta á Geir

Innan úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins heyrist að stjórnarslit sem og tímasetning kosninga hafi verið rædd á þingflokksfundinum í gær. Umræður í samfélaginu séu einfaldlega þess eðlis að ekki hafi verið hjá því komist.

Guantánamo lokað innan árs

Fyrsti dagur Baracks Obama í embætti Bandaríkjaforseta var annasamur. Hann kallaði saman helstu ráðgjafa sína í bæði efnahagsmálum og hermálum til að fjalla um þau erfiðu verkefni, sem blasa við strax í byrjun embættistíðar hans.

Segir ólíklegt að laun lækki

Ólíklegt er að ríkið freisti þess að lækka laun opinberra starfsmanna að mati hagfræðings. Auðveldara sé að skera niðurgreiðslur til landbúnaðar, auka álögur á útflutningsgreinar og hækka skatta.

Misstu allt sitt í bruna

Ungt par frá Þýskalandi og danskur vinur þeirra leigðu íbúð í húsinu við Klapparstíg sem varð eldi að bráð á dögunum. Þau búa nú á gistiheimili Hjálpræðishersins. Þau segjast helst sakna Ingólfs, kattar sem týndist í brunanum.

Stjórnin verður að sýna viðbrögð

„Engin lýðræðisleg stjórn getur sleppt því að svara jafn umfangsmiklum mótmælum og hafa verið í gangi,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt við Háskóla Íslands. Hún segir ríkisstjórninni ýmsar leiðir færar til að bregðast við kröfum almennings.

Farið verður yfir valdbeitingu lögreglu

Lögreglustjóri segir að athugað verði hvort lögreglumenn hafi gengið of langt í valdbeitingu, en ljósmyndir virðast benda til þess. Lögreglumennirnir verði þá kærðir til ríkissaksóknara. Reglur um valdbeitingarheimildir eru ekki aðgengilegar almenningi.

Ekki verður hægt að hjálpa öllum

„Ef það tekst ekki að koma bankakerfinu í eðlilegt horf á næstu mánuðum þá dýpkar kreppan, gjaldþrotum fjölgar og atvinnuleysið verður enn meira," segir Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann segir viðreisn bankanna stærsta verkefnið áður en gengið verður til kosninga. Illugi segir að stjórnin eigi að sitja á meðan hún telur að hún geti unnið landinu gagn. Hins vegar kæmi það honum á óvart ef hún starfaði út kjörtímabilið. „Það er heldur engin ástæða til að streða við það í sjálfu sér." Hann segir að þrátt fyrir aðgerðir til að hjálpa heimilunum í landinu sé mikið enn ógert þar. „Það er líka kaldur raunveruleiki að það verður ekki hægt að hjálpa öllum. Það er það hörmulegasta í þessu öllu saman."- shá

Ný norðurskautsstefna

Meðal síðustu embættisverka George W. Bush Bandaríkjaforseta var að móta nýja stefnu Bandaríkjanna gagnvart Norðurheimskautssvæðinu, sem á næstu árum og áratugum verður væntanlega aðgengilegra en áður vegna hlýnunar jarðar.

Þrefalt fleiri umsóknir hjá Keili í ár

„Við mátum stöðuna þannig að margir horfðu fram á gjörbreyttar aðstæður nú í byrjun árs, og ákváðum því að fresta nýju námi sem átti að hefjast strax eftir áramót fram í lok janúar. Svo virðist sem við höfum metið stöðuna rétt,“ segir Runólfur Ágústsson, framkvæmdastjóri Keilis.

Líkur á vorkosningum aukast

Meirihluti þingflokks Samfylkingar hefur, ýmist nú eða fyrir áramót, sagst vilja kosningar í vor. Um leið verða efasemdaraddir um núverandi stjórnarsamstarf háværari meðal þingmanna flokksins.

Geir segir glapræði að kjósa í vor

Forsætisráðherra segir ríkisstjórnarsamstarfið ekki í hættu og telur það ábyrgðarleysi að boða til kosninga. Ekki sé ástæða til að bregðast við mótmælum síðustu daga. Hann hvetur fólk til þess að róa sig.

Samfylking vill kjósa en bíður átekta

Mikil krafa er komin á Samfylkinguna um að boða til kosninga í vor og varaformaður flokksins hefur lagt það til. Ýmsir þingmenn styðja þá tillögu. Enn bíða flokksmenn niðurstöðu landsfundar Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum.

Óttast mengun af mótorhjólum

Umhverfis- og skipulagsnefnd Voga óttast að fyrirhugað mótorhjólasvæði á Reykjanesi hafi neikvæð áhrif á framtíðarvatnstökusvæði nálægt Snorrastaðatjörnum.

Mun meira magn fíkniefna

Lögreglumál Lögreglan á Vestfjörðum lagði hald á mun meira magn af fíkniefnum á árinu 2008 en fimm árin þar á undan. Árið 2008 lagði lögreglan hald á rúmlega 800 grömm af fíkniefnum. Til samanburðar hefur lögreglan í umdæminu lagt hald á um 220 grömm af fíkniefnum að meðaltali á ári hverju, undanfarin fimm ár. Mest af efnunum, sem lagt var hald á í fyrra, voru kannabisefni. Einnig var hald lagt á E-töflur, amfetamín og lítilræði af kókaíni og ofskynjunarefnum. Þess ber að geta að hér eru ekki talin með lyf og sterar. - ovd

Úkraínustjórn fagnar sigri

Úkraínustjórn fagnaði í gær sigri á Rússum í gasdeilunni, sem varð til þess að skrúfað var fyrir gas til Evrópuríkja í tvær vikur.

Tilraun með rafrænar kosningar gerð árið 2010

Unnið er að undirbúningi tilraunar með rafrænar sveitarstjórnarkosningar árið 2010. Kjósa á rafrænt í tveimur sveitarfélögum. Ekki er ákveðið í hvaða sveitarfélögum.

Krafa um stjórnarslit og kosningar í vor

Samfylkingarfélagið í Reykjavík vill slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins eykst krafa um að flýta kosningum. Forsætisráðherra segir glapræði að efna til kosninga nú. Mótmælt er víða um land.

Mótmælendur veittust að Geir

Mótmælendur veittust að bíl Geirs H. Haarde forsætisráðherra við stjórnarráðið í gær. Þeir hentu eggjum í bifreið hans og kröfðust þess að boðað yrði til kosninga án tafar. Geir þurfti aðstoð lögreglu við að komast af bílastæði sínu. Aðspurður viðurkenndi Geir að sér hafi verið brugðið við ágang fólksins. - shá

Kemur heim í lok vikunnar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, er væntanleg til landsins nú í vikulokin.

Þak sett á innheimtukostnað

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur undirritað reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar. Hingað til hefur ekki verið þak á þeirri upphæð sem innheimtufyrirtæki, til dæmis Intrum eða Momentum, hafa getað sett á innheimtu sína.

Sjá næstu 50 fréttir