Erlent

Augu Japana hvíla á Obama

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/AP

Augu Japana hvíla á Barack Obama. Þessu slær japanska dagblaðið Yomiuri Shimbun fram í fyrirsögn og greinir frá því að ákall Obama til bandarísku þjóðarinnar um að styðja hið nýja tímabil ábyrgðarinnar hafi vakið þjóðarathygli í Japan.

Einn viðmælandi blaðsins segir alla framkomu forsetans nýkjörna bera vott um ótakmarkaða orku og ákveðni en annar, sem starfar hjá bandarískum banka í Japan, segist vona að Obama muni finna leiðir út úr efnahagsvandanum. Mörgum vinnufélögum hans í bankanum hafi verið sagt upp og aðrir séu verulega uggandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×