Krafa um stjórnarslit og kosningar í vor 22. janúar 2009 03:30 Harðri andstöðu við ríkisstjórnarsamstarfið var lýst á fjölmennum fundi Samfylkingarfélagsins í Reykjavík í gærkvöldi. Þingmenn jafnt sem almennir flokksmenn sögðu rétt að kjósa í vor. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, og Lúðvík Bergvinsson þingflokksformaður vilja báðir að kosið verði í vor. Raunar er meirihluti þingflokksins þeirrar skoðunar. Geir H. Haarde forsætisráðherra er á öðru máli. Hann telur mikið glapræði að efna til kosninga nú enda standi ríkisstjórnin í stórræðum. Geir segir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra hafa staðfest við sig í símtali í gær að stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar væri ekki í hættu. Á fundi þingflokks Sjálfstæðisflokksins í gær voru margar hliðar pólitíska og þjóðfélagslega ástandsins ræddar. Þótt þingmenn væru sammála um að óábyrgt væri að boða til kosninga nú eru sumir þeirra þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé að tímasetja kosningar. Með því væri mögulegt að koma á ró í samfélaginu. Í Kastljósi Sjónvarpsins í gærkvöldi sagði Geir ekkert mæla gegn því að kjósa næsta vetur. Geir hefur verið gagnrýndur af samflokksmönnum sínum fyrir að beita sér ekki fyrir breytingum á yfirstjórn Seðlabanka og Fjármálaeftirlits. Á fundi Samfylkingarfélagsins í Reykjavík í gærkvöldi sagði Lúðvík Bergvinsson nauðsynlegt að gera mannabreytingar í stofnunum tveimur. Formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sagði í gær flokk sinn reiðubúinn að verja minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna falli, gegn því að efnt verði til kosninga fyrir apríllok. Samfylkingin hefur ekki áhuga á slíku stjórnarsamstarfi en Steingrímur J. Sigfússon fagnaði hugmyndinni. Áfram var mótmælt af krafti við Alþingi í gær þar sem talið er að vel á þriðja þúsund mótmælendur hafi komið saman. Mótmælendur tóku sér einnig stöðu við Stjórnarráðið þar sem Geir H. Haarde, forsætisráðherra þurfti aðstoð lögreglu við að komast frá Stjórnarráðinu. Á níunda tímanum í gærkvöldi kom hópur mótmælenda saman við Þjóðleikhúsið þar sem Samfylkingarfélagið í Reykjavík fundaði um framtíð stjórnarsamstarfsins. Rætt verður um stöðu efnahagsmála og horfur á vinnumarkaði á þingfundi sem hefst klukkan hálf ellefu í dag. sjá síður 4, 6, 8 og 10 / - bþs, Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Harðri andstöðu við ríkisstjórnarsamstarfið var lýst á fjölmennum fundi Samfylkingarfélagsins í Reykjavík í gærkvöldi. Þingmenn jafnt sem almennir flokksmenn sögðu rétt að kjósa í vor. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, og Lúðvík Bergvinsson þingflokksformaður vilja báðir að kosið verði í vor. Raunar er meirihluti þingflokksins þeirrar skoðunar. Geir H. Haarde forsætisráðherra er á öðru máli. Hann telur mikið glapræði að efna til kosninga nú enda standi ríkisstjórnin í stórræðum. Geir segir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra hafa staðfest við sig í símtali í gær að stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar væri ekki í hættu. Á fundi þingflokks Sjálfstæðisflokksins í gær voru margar hliðar pólitíska og þjóðfélagslega ástandsins ræddar. Þótt þingmenn væru sammála um að óábyrgt væri að boða til kosninga nú eru sumir þeirra þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé að tímasetja kosningar. Með því væri mögulegt að koma á ró í samfélaginu. Í Kastljósi Sjónvarpsins í gærkvöldi sagði Geir ekkert mæla gegn því að kjósa næsta vetur. Geir hefur verið gagnrýndur af samflokksmönnum sínum fyrir að beita sér ekki fyrir breytingum á yfirstjórn Seðlabanka og Fjármálaeftirlits. Á fundi Samfylkingarfélagsins í Reykjavík í gærkvöldi sagði Lúðvík Bergvinsson nauðsynlegt að gera mannabreytingar í stofnunum tveimur. Formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sagði í gær flokk sinn reiðubúinn að verja minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna falli, gegn því að efnt verði til kosninga fyrir apríllok. Samfylkingin hefur ekki áhuga á slíku stjórnarsamstarfi en Steingrímur J. Sigfússon fagnaði hugmyndinni. Áfram var mótmælt af krafti við Alþingi í gær þar sem talið er að vel á þriðja þúsund mótmælendur hafi komið saman. Mótmælendur tóku sér einnig stöðu við Stjórnarráðið þar sem Geir H. Haarde, forsætisráðherra þurfti aðstoð lögreglu við að komast frá Stjórnarráðinu. Á níunda tímanum í gærkvöldi kom hópur mótmælenda saman við Þjóðleikhúsið þar sem Samfylkingarfélagið í Reykjavík fundaði um framtíð stjórnarsamstarfsins. Rætt verður um stöðu efnahagsmála og horfur á vinnumarkaði á þingfundi sem hefst klukkan hálf ellefu í dag. sjá síður 4, 6, 8 og 10 / - bþs,
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira