Misstu allt sitt í bruna 22. janúar 2009 06:30 Þau Phillip, Maja og Mark misstu allt sem þau höfðu með sér til Íslands í brunanum á Klapparstíg. MYND/fréttablaðið/vilhelm „Það er ekki beint burðugt á okkur ástandið núna. Við eigum enga peninga, engin föt og þar fram eftir götunum. En svona er lífið. Helst af öllu viljum við finna köttinn okkar, hann Ingólf, aftur, en honum týndum við í öllum látunum þegar eldurinn kom upp,“ segir Phillip Krah, sem ásamt Maju Feierabend, unnustu sinni, og Mark Hymøller, vini þeirra, leigðu íbúð í húsi við Klapparstíg sem varð eldi að bráð aðfaranótt 16. janúar síðastliðinn. Þau höfðu flutt inn í íbúðina fjórum dögum fyrir eldsvoðann. Þremenningarnir búa þessa dagana á gistiheimili Hjálpræðishersins, en þar fengu þau einnig inni fyrsta mánuðinn eftir að þau fluttust til Íslands í byrjun október. Í millitíðinni störfuðu þau Phillip og Maja á sveitabýli nálægt Selfossi, en nú vinna þau öll á veitingastöðum í höfuðborginni. Að sögn Phillips hafði parið undirbúið flutninginn hingað til lands í rúmt ár, en þau ólust bæði upp í litlu þorpi nálægt borginni Hildburghausen í miðhluta Þýskalands. Mark á hins vegar rætur sínar að rekja til Sønderborg í Danmörku. „Það hafði lengi verið draumur okkar að búa á Íslandi. Þetta er frábært land og náttúrufegurðin einstök. Svo kunnum við vel að meta íslenska popptónlist og það minnkaði ekki löngunina,“ segir Phillip og hlær. Hann viðurkennir að hafa orðið lafhræddur þegar hann var vakinn og sagt að eldur væri laus í húsinu. „Við höfðum rétt svo tíma til að grípa vegabréfin okkar og svo þurftum við að hlaupa út úr húsinu. Allt sem við áttum brann, líka reiðufé sem við höfðum fengið í laun frá veitingastaðnum, því við höfðum ekki stofnað bankareikning á þeim tíma. Nú er bara að vona að hagur okkar vænkist á næstunni.“ Kettinum Ingólfi kynntist Phillip og Maja á sveitabýlinu þar sem þau unnu og tóku hann með sér til Reykjavíkur. „Okkur fannst svalt að nefna þennan frábæra kött eftir manninum sem fyrst settist að á Íslandi. Hann fannst ekki eftir brunann og við erum viss um að hann er enn á lífi. Við söknum hans mjög mikið og vonum að hann finnist sem allra fyrst,“ segir Phillip, og biður lesendur sem gætu hafa orðið varir við Ingólf að hafa samband í síma 862-9498. kjartan@frettabladid.is Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
„Það er ekki beint burðugt á okkur ástandið núna. Við eigum enga peninga, engin föt og þar fram eftir götunum. En svona er lífið. Helst af öllu viljum við finna köttinn okkar, hann Ingólf, aftur, en honum týndum við í öllum látunum þegar eldurinn kom upp,“ segir Phillip Krah, sem ásamt Maju Feierabend, unnustu sinni, og Mark Hymøller, vini þeirra, leigðu íbúð í húsi við Klapparstíg sem varð eldi að bráð aðfaranótt 16. janúar síðastliðinn. Þau höfðu flutt inn í íbúðina fjórum dögum fyrir eldsvoðann. Þremenningarnir búa þessa dagana á gistiheimili Hjálpræðishersins, en þar fengu þau einnig inni fyrsta mánuðinn eftir að þau fluttust til Íslands í byrjun október. Í millitíðinni störfuðu þau Phillip og Maja á sveitabýli nálægt Selfossi, en nú vinna þau öll á veitingastöðum í höfuðborginni. Að sögn Phillips hafði parið undirbúið flutninginn hingað til lands í rúmt ár, en þau ólust bæði upp í litlu þorpi nálægt borginni Hildburghausen í miðhluta Þýskalands. Mark á hins vegar rætur sínar að rekja til Sønderborg í Danmörku. „Það hafði lengi verið draumur okkar að búa á Íslandi. Þetta er frábært land og náttúrufegurðin einstök. Svo kunnum við vel að meta íslenska popptónlist og það minnkaði ekki löngunina,“ segir Phillip og hlær. Hann viðurkennir að hafa orðið lafhræddur þegar hann var vakinn og sagt að eldur væri laus í húsinu. „Við höfðum rétt svo tíma til að grípa vegabréfin okkar og svo þurftum við að hlaupa út úr húsinu. Allt sem við áttum brann, líka reiðufé sem við höfðum fengið í laun frá veitingastaðnum, því við höfðum ekki stofnað bankareikning á þeim tíma. Nú er bara að vona að hagur okkar vænkist á næstunni.“ Kettinum Ingólfi kynntist Phillip og Maja á sveitabýlinu þar sem þau unnu og tóku hann með sér til Reykjavíkur. „Okkur fannst svalt að nefna þennan frábæra kött eftir manninum sem fyrst settist að á Íslandi. Hann fannst ekki eftir brunann og við erum viss um að hann er enn á lífi. Við söknum hans mjög mikið og vonum að hann finnist sem allra fyrst,“ segir Phillip, og biður lesendur sem gætu hafa orðið varir við Ingólf að hafa samband í síma 862-9498. kjartan@frettabladid.is
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira