Innlent

Þrefalt fleiri umsóknir hjá Keili í ár

„Við mátum stöðuna þannig að margir horfðu fram á gjörbreyttar aðstæður nú í byrjun árs, og ákváðum því að fresta nýju námi sem átti að hefjast strax eftir áramót fram í lok janúar. Svo virðist sem við höfum metið stöðuna rétt," segir Runólfur Ágústsson, framkvæmdastjóri Keilis.

Hátt á fjórða hundrað umsóknir bárust um nám á vormisseri. Er það þreföldun á við í fyrra. Keilir býður upp á margvíslegt nám á framhalds- og háskólastigi, meðal annars aðfararnám á vegum HÍ fyrir þá sem ekki hafa lokið stúdentsprófi.- kg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×