Fleiri fréttir Arnbjörg á ekki von á stjórnarslitum Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, segist ekki eiga von á því að stjórninni verði slitið þrátt fyrir samþykkt fundar 21.1.2009 22:20 Samfylkingarmenn í Reykjavík vilja tafarlaus stjórnarslit Samfylkingarmenn í Reykjavík vilja tafarlaus stjórnarslit. Ályktun þessa efnis var samþykkt á félagsfundi í Þjóðleikhúskjallaranum nú fyrir stundu. 21.1.2009 21:59 Vopnað rán í Lyfju Vopnað rán var framið í Lyfju í Lágmúla laust fyrir átta í kvöld. Maður ógnaði starfsfólki með eggvopni, og hafði á brott með sér lyf. 21.1.2009 21:48 Hátt í þúsund mótmælendur við Þjóðleikhúskjallarann Hátt í 1000 mótmælendur eru nú fyrir utan þjóðleikhúskjallarann þar sem flokksfundur Samfylkingarinnar stendur nú yfir. Sem fyrr kyrja mótmælendurnir slagorð og slá á eldhúsáhöld, trommur og annað sem framleitt getur hávaða. 21.1.2009 21:35 Enginn ráðherra sjáanlegur á fundi samfylkingarmanna Enginn ráðherra Samfylkingarinnar er sjáanlegur fréttamönnum Stöðvar 2 og Vísis á fundi reykvískra samfylkingarmanna í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld. 21.1.2009 21:34 Tveir lögreglumenn mikið slasaðir Tveir lögreglumenn eru mikið slasaðir og þurfti að flytja þá með sjúkrabifreið á slysadeild, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu 21.1.2009 00:01 Samfylkingarmenn í Kópavogi vilja líka stjórnarslit Stjórn Samfylkingarfélagsins í Kópavogi samþykkti í kvöld samhljóða eindreginn stuðning við ályktun félagsfundar Samfylkingarinnar í Reykjavík, sem samþykkt var fyrr um kvöldið 21.1.2009 23:04 Skýr krafa um stjórnarslit á Samfylkingarfundi Skýr krafa um stjórnarslit hefur komið fram í almennum umræðum á fundi Samfylkingarinnar sem nú stendur yfir í Þjóðleikhúskjallaranum. Hver ræðumaðurinn á fætur öðrum hefur stigið í pontu og lýst yfir vilja sínum til að forráðamenn Samfylkingar slíti ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn. Þeim hefur jafnan verið mætt með dynjandi lófataki fundarmanna. 21.1.2009 21:28 Samfylkingarfólk klappaði fyrir mótmælendum Stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík hefur lagt fram tillögu um að boðað verði til kosninga ekki síðar en í maí á þessu ári. 21.1.2009 20:31 Um 500 mótmælendur fyrir utan Samfylkingarfund Mótmælendur eru farnir frá Austurvelli og eru nú komnir að Þjóðleikhúskjallaranum þar sem flokksfundur Samfylkingar hefst eftir hálftíma. Lögregla hefur tekið sér stöðu fyrir utan Þjóðleikhúskjallarann. 21.1.2009 20:03 Fjöldi fólks mótmælti á Akureyri Fjöldi fólks kom saman á Ráðhústorginu á Akureyri til að mótmæla í dag. Fjöldi fólks er á reiki. Lögreglan segir að á annað hundrað manns hafi komið saman, en mótmælendur segjast hafa verið um 300. Fundurinn hófst klukkan fimm og stóð í tvo tíma. Í kvöld er borgarafundur í Deiglunni á Akureyri um menntamál. Hann hefst klukkan átta og til stendur að honum ljúki klukkan tíu. 21.1.2009 19:55 Ungir jafnaðarmenn krefjast kosninga Ungir jafnaðarmenn krefjast þess að sitjandi ríkisstjórn boði til kosninga í vor. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn Ungra jafnaðarmanna hefur samþykkt. Þar segir að hvorki Alþingi né ríkisstjórnin hafi lýðræðislegt umboð lengur, 21.1.2009 19:32 Mun ekki boða til kosninga Geir Haarde forsætisráðherra býst við því að hann verði formaður Sjálfstæðisflokksins eftir landsfund. Þetta sagði hann í samtali við Sindra Sindrason í Íslandi í dag. 21.1.2009 19:19 Obama hóf daginn á kirkjuheimsókn Hinn nýi forseti Bandaríkjanna hóf daginn á því að fara í kirkju ásamt Bill og Hillary Clinton. Þaðan fór hann á skrifstofuna sína til þess að byrja að stjórna landinu. 21.1.2009 19:05 Geir segir stjórnarsamstarfið traust Forsætisráðherra fullyrðir að stjórnarsamstarfið standi traustum fótum og segir að formaður Samfylkingarinnar hafi staðfest það í samtali við sig síðast í dag. Honum fannst að sér hafi verið ógnað þegar mótmælendur gerðu aðsúg að honum og bíl hans við stjórnarráðið í dag. 21.1.2009 18:30 Algjör óvissa um endurkomu Ingibjargar Fullkomin óvissa eru um hvenær Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra snýr aftur til starfa. Hún verður lögð inn á Landspítalann þegar hún kemur heim úr meðferð í Svíþjóð í vikulokin. 21.1.2009 18:30 Kylfur á lofti annan dag í röð Annan daginn í röð sá lögregla ástæðu til að draga upp kylfur; Í dag þegar gert var hróp að forsætisráðherra við stjórnarráðið. Þúsundir hafa mótmælt ríkisstjórninni í miðborginni nánast sleitulaust frá því á hádegi í gær. 21.1.2009 18:30 Efnahagsmálin rædd á morgun Boðað hefur verið til ítarlegra umræðu um efnahagsmál á Alþingi í fyrramálið en þingfundum var frestað í dag, þar sem meðal annars áttu að fara fram tvennar utandagskrárumræður sem snerta ástandið í landinu. 21.1.2009 18:30 Framsóknarmenn einhuga um minnihlutastjórn Einhugur var í þingflokki Framsóknarflokksins um þá tillögu að bjóða vinstri flokkunum að verja minnihlutastjórn vantrausti, segir Birkir J. Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins. 21.1.2009 18:03 Ingibjörg kemur heim í vikulok - leggst beint inn á Landspítala Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hefur dvalist á Karolínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi síðastliðna viku. 21.1.2009 17:33 Geir gestur Íslands í dag Geir H Haarde forsætisráðherra verður gestur Sindra Sindrasonar í Íslandi í dag í kvöld. Spurningar um framtíð stjórnarsamstarfsins og kosningar verða væntanlega fyrirferðarmiklar, en þúsundir manna hafa mótmælt fyrir utan alþingishúsið í dag og í gær og krafist þess að ríkisstjórnin víki og kosið verði sem fyrst. Mikið hefur mætt á Geir, en meðal annars var bíll hans grýttur eggjum á leið frá Stjórnarráðinu í dag. Geir hefur þó hingað til lítið tjáð sig um mótmælin. 21.1.2009 17:27 Framsókn vill verja minnihlutastjórn vinstri flokkanna Ef Samfylkingin slítur stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og myndar minnihlutastjórn með Vinstri grænum mun þingflokkur Framsóknarflokksins verja hana vantrausti. 21.1.2009 16:50 Fréttir af andláti ríkisstjórnarinnar stórlega ýktar Mótmælendur á Austurvelli ærðust af fögnuðu þegar einn þeirra hrópaði yfir hópinn að ríkisstjórnin væri fallin. Að sögn fréttamanns Vísis hófust þá mikil fagnaðarlæti þar sem söngvar á borð við „Ole, Ole, Ole“ voru kyrjaðir. 21.1.2009 16:39 Geir fundaði með lögreglumönnum um mótmælin Geir Haarde forsætisráðherra ræddi við forystumenn Landssambands lögreglumanna í morgun vegna þeirra mótmæla sem hafa staðið yfir undanfarnar vikur og náðu hámarki í gær. Geir greindi frá þessu á fundi með fréttamönnum fyrir þingflokksfund sjálfstæðismanna sem hófst um fjögurleytið. 21.1.2009 16:34 Handtökurnar í Alþingisgarðinum - myndband Aðfarir lögreglu við handtökurnar í Alþingisgarðinum í gær hafa verið gagnrýndar af mörgum sem þar voru viðstaddir. Fréttastofan hefur undir höndum myndband sem tekið var af sjónarvotti á staðnum í gær en hann náði myndum af handtökunum í garðinum með því að taka þær í gegnum glerbygginguna sem tengir Alþingishúsið við nýju viðbygginguna. 21.1.2009 16:19 Jarðarförinni lokið - lætin byrjuð aftur Mótmælendur hafa nú aftur hafið upp raust sína fyrir utan þinghúsið þar sem jarðarförinni í Dómkirkjunni er lokið. Að sögn fréttamanns Vísis eru nokkur hundruð manns á staðnum og er slagorðið „Vanhæf ríkisstjórn“ öskrað. 21.1.2009 16:09 Þögul mótmæli þar til jarðarförinni lýkur Mótmælendur sem söfnuðust saman fyrir utan Alþingi um hádegi í dag fluttu sig yfir að Stjórnarráðinu vegna jarðarfarar sem fór fram í Dómkirkjunni. Eftir nokkur læti fyrir utan Stjórnarráðið hélt hersinginn aftur að Alþingishúsinu. En nú heyrist ekki múkk. 21.1.2009 15:26 Landhelgisgæslan frestar uppsögnum Fyrirhugaðar uppsagnir hjá Landhelgisgæslu Íslands hafa verið dregnar til baka. Þetta kemur fram á heimasíðu Gæslunnar en þar tilkynnir Georg Kr. Lárusson forstjóri starfsmönnum sínum um að uppsögnunum hafi verið frestað.Til stóð að segja upp 20 til 30 starfsmönnum hjá stofnuninni. 21.1.2009 15:24 Allsherjarnefnd kölluð saman á föstudag Atli Gíslason þingmaður Vinstri grænna sagðist í samtali við Vísi í morgun vilja að allsherjarnefnd Alþingis kæmi saman og aðilar kallaðir fyrir hana. Birgir Ármannsson er formaður nefndarinnar en þar sem hann er staddur erlendis mun Ágúst Ólafur Ágústsson gegna formennsku. 21.1.2009 15:13 Geir frestar blaðamannafundi - þingflokkurinn fundar í Valhöll Geir H. Haarde forsætisráðherra boðaði blaðamenn á fund sinn klukkan þrjú í dag en hann hefur frestað þeim fundi. Hann varð fyrir aðkasti fyrir utan Stjórnarráðið fyrr í dag en ekki er vitað hvort það hafi orsakað frestun fundarins. 21.1.2009 15:13 Rúða brotin í Stjórnarráðinu Mótmælendur sem staddir eru fyrir utan Stjórnarráðið í Lækjargötu brutu rúðu í húsinu fyrir stundu og málningu hefur einnig verið skvett. Kristján Kristjánsson upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytis vissi ekki af rúðubrotinu þegar Vísir hafði samband þar sem hann var staddur í öðru húsi. 21.1.2009 15:00 Upplausn á stjórnarheimilinu Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna gefur ríkisstjórninni ekki langan tíma ef hún finnur ekki ráð eða leiðir út úr þeim vanda sem ríkir í samfélaginu. Hann sagði ljóst að hér á landi yrðu kosningar í síðasta lagi í vor. Hann sagði að allra biði risavaxið verkefni á næstunni. Þetta sagði Steingrímur í viðtali í beinni útsendingu á Rúv. 21.1.2009 14:54 Aðsúgur gerður að Geir Haarde - eggjum rigndi yfir ráðherrabílinn Gerður var aðsúgur að Geir Haarde forsætisráðherra rétt í þessu við Stjórnarráðið þegar Geir var á leið út úr húsinu. Að sögn sjónarvotta voru mikil læti fyrir framan húsið og rigndi snjóboltum meðal annars yfir ráðherrann. Geir komst við illan leik inn í ráðherrabifreið sína sem var umkringd fólki. 21.1.2009 14:26 Mótmælendur flytja sig yfir í Stjórnarráðið vegna jarðarfarar Mótmælendur láta ekki deigan síga og eru mættir á ný á Austurvöll til þess að mótmæla ástandinu og ríkisstjórninni. Um þúsund manns eru á svæðinu og berja þeir í potta og pönnur og þeyta flautur með tilheyrandi hávaða. Þeir hafa hins vegar ákveðið að færa sig um set um stundarsakir og taka upp mótmælastöðu við Stjórnarráðið. Ástæða þess er sú að jarðarför fer nú fram við Dómkirkjuna. 21.1.2009 13:32 Fundur um stjórnarsamstarfið færður til Ríkisstjórnarsamstarfið verður til umræðu á félagsfundi í Samfylkingarfélags Reykjavíkur í kvöld. Fundurinn átti að fara fram í húsnæði flokksins við Hallveigarstíg en búist er við afar góðri mætingu og því hefur verið ákveðið að færa fundinn í Þjóðleikhúskjallarann. 21.1.2009 13:13 Liðsmenn al Kaida féllu í mislukkaðri tilraun Al Kaida hópur í Alsír þurrkaði sjálfan sig út þegar tilraun með sýklavopn fór úrskeiðis. Bandaríska blaðið Washington Times hefur eftir heimildarmanni í leyniþjónustunni að al-Kaida liðarnir hafi verið að rækta sýkla fyrir kýlapestina Svartadauða sem felldi þriðjung íbúa Evrópu á þrettándi öld. 21.1.2009 12:57 Ísraelar segjast farnir frá Gaza Ísraelar segjast hafa lokið brottflutningi allra hermanna sinna frá Gaza ströndinni. Eyðileggingin er óskapleg. Ísraelar höfðu flutt flestalla sína hermenn frá Gaza ströndinni áður en Barack Obama sór embættiseið sem forseti Bandaríkjanna. Fréttaskýrendur telja að þeir hafi vilja forðast spennu í upphafi samskipta sinna við hinn nýja forseta. 21.1.2009 12:41 Þingfundi frestað vegna mótmælanna Þingfundi sem stóð til að halda í dag klukkan hálf tvö í dag var frestað vegna mótmælanna sem urðu við þinghúsið í gær, að sögn Ögmundar Jónassonar þingflokksformanns Vinstri grænna. 21.1.2009 12:35 „Það þarf að hreinsa til eftir partýið“ Jón Magnússon þingflokksformaður Frjálslyndaflokksins segir að ein af ástæðum þess að þingfundi var frestað í dag sé vegna tiltektar. „Það þarf að hreinsa hérna til eftir partýið,“ segir Jón sem var með tvö mál á dagskrá í dag. 21.1.2009 12:27 Þak sett á innheimtukostnað Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra undirritaði í dag reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar sem öðlast mun gildi 1. febrúar. Í tilkynningu frá ráðherra segir að kjarni reglugerðarinnar sé að sett verði þak á þá fjárhæð sem krefja má skuldara um við innheimtu gjaldfallinna peningakrafna fyrir aðra eða vegna eigin starfsemi. 21.1.2009 12:04 20 handteknir í gær Lögreglan handtók um tuttugu manns og færði á lögreglustöð til skýrslutöku eftir að mótmæli við Alþingishúsið í gær. ,,Rúður voru brotnar og eldur kveiktur á minnst tveimur stöðum í miðborginni en beita þurfti bæði varnarúða og kylfum. Lögreglumenn voru grýttir með grjóti, glerflöskum, matvælum, mold og drullu," segir í tilkynningu frá lögreglu. 21.1.2009 11:53 Þingfundi aflýst og formenn funda Þingfundi sem stóð til að halda í dag klukkan hálf tvö var frestað og hittust formenn stjórnmálaflokkanna sem sæti eiga á Alþingi á fundi klukkan eitt. 21.1.2009 11:47 Varaformaður Samfylkingarinnar vill kosningar í vor ,,Ástandið er grafalvarlegt og ég get sagt þér að í þinghúsinu, þá skynja allir mikla reiði almennings", segir Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar sem vill að gengið verði til kosninga í vor. 21.1.2009 11:40 Atli: Alþingi var notað sem fangelsi og lögreglustöð Þinghúsið var notað sem fangelsi og lögreglustöð á meðan á mótmælunum stóð í gær, að mati Atla Gíslasonar þingsmanns Vinstri grænna. Hann krefst þess að allsherjarnefnd komi saman og ræði atburði gærdagsins. 21.1.2009 11:03 Mótmælin í myndum Þúsundir manna söfnuðust saman á Austurvelli þegar Alþingi kom saman eftir hlé í gær. Fólk var hvatt til þess að mæta og láta í sér heyra. Rétt eftir hádegi fór fólk að safnast saman og mótmælin eru einhver þau kröftugust og háværustu hingað til. Vísir var á staðnum. 21.1.2009 10:52 Sjá næstu 50 fréttir
Arnbjörg á ekki von á stjórnarslitum Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, segist ekki eiga von á því að stjórninni verði slitið þrátt fyrir samþykkt fundar 21.1.2009 22:20
Samfylkingarmenn í Reykjavík vilja tafarlaus stjórnarslit Samfylkingarmenn í Reykjavík vilja tafarlaus stjórnarslit. Ályktun þessa efnis var samþykkt á félagsfundi í Þjóðleikhúskjallaranum nú fyrir stundu. 21.1.2009 21:59
Vopnað rán í Lyfju Vopnað rán var framið í Lyfju í Lágmúla laust fyrir átta í kvöld. Maður ógnaði starfsfólki með eggvopni, og hafði á brott með sér lyf. 21.1.2009 21:48
Hátt í þúsund mótmælendur við Þjóðleikhúskjallarann Hátt í 1000 mótmælendur eru nú fyrir utan þjóðleikhúskjallarann þar sem flokksfundur Samfylkingarinnar stendur nú yfir. Sem fyrr kyrja mótmælendurnir slagorð og slá á eldhúsáhöld, trommur og annað sem framleitt getur hávaða. 21.1.2009 21:35
Enginn ráðherra sjáanlegur á fundi samfylkingarmanna Enginn ráðherra Samfylkingarinnar er sjáanlegur fréttamönnum Stöðvar 2 og Vísis á fundi reykvískra samfylkingarmanna í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld. 21.1.2009 21:34
Tveir lögreglumenn mikið slasaðir Tveir lögreglumenn eru mikið slasaðir og þurfti að flytja þá með sjúkrabifreið á slysadeild, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu 21.1.2009 00:01
Samfylkingarmenn í Kópavogi vilja líka stjórnarslit Stjórn Samfylkingarfélagsins í Kópavogi samþykkti í kvöld samhljóða eindreginn stuðning við ályktun félagsfundar Samfylkingarinnar í Reykjavík, sem samþykkt var fyrr um kvöldið 21.1.2009 23:04
Skýr krafa um stjórnarslit á Samfylkingarfundi Skýr krafa um stjórnarslit hefur komið fram í almennum umræðum á fundi Samfylkingarinnar sem nú stendur yfir í Þjóðleikhúskjallaranum. Hver ræðumaðurinn á fætur öðrum hefur stigið í pontu og lýst yfir vilja sínum til að forráðamenn Samfylkingar slíti ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn. Þeim hefur jafnan verið mætt með dynjandi lófataki fundarmanna. 21.1.2009 21:28
Samfylkingarfólk klappaði fyrir mótmælendum Stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík hefur lagt fram tillögu um að boðað verði til kosninga ekki síðar en í maí á þessu ári. 21.1.2009 20:31
Um 500 mótmælendur fyrir utan Samfylkingarfund Mótmælendur eru farnir frá Austurvelli og eru nú komnir að Þjóðleikhúskjallaranum þar sem flokksfundur Samfylkingar hefst eftir hálftíma. Lögregla hefur tekið sér stöðu fyrir utan Þjóðleikhúskjallarann. 21.1.2009 20:03
Fjöldi fólks mótmælti á Akureyri Fjöldi fólks kom saman á Ráðhústorginu á Akureyri til að mótmæla í dag. Fjöldi fólks er á reiki. Lögreglan segir að á annað hundrað manns hafi komið saman, en mótmælendur segjast hafa verið um 300. Fundurinn hófst klukkan fimm og stóð í tvo tíma. Í kvöld er borgarafundur í Deiglunni á Akureyri um menntamál. Hann hefst klukkan átta og til stendur að honum ljúki klukkan tíu. 21.1.2009 19:55
Ungir jafnaðarmenn krefjast kosninga Ungir jafnaðarmenn krefjast þess að sitjandi ríkisstjórn boði til kosninga í vor. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn Ungra jafnaðarmanna hefur samþykkt. Þar segir að hvorki Alþingi né ríkisstjórnin hafi lýðræðislegt umboð lengur, 21.1.2009 19:32
Mun ekki boða til kosninga Geir Haarde forsætisráðherra býst við því að hann verði formaður Sjálfstæðisflokksins eftir landsfund. Þetta sagði hann í samtali við Sindra Sindrason í Íslandi í dag. 21.1.2009 19:19
Obama hóf daginn á kirkjuheimsókn Hinn nýi forseti Bandaríkjanna hóf daginn á því að fara í kirkju ásamt Bill og Hillary Clinton. Þaðan fór hann á skrifstofuna sína til þess að byrja að stjórna landinu. 21.1.2009 19:05
Geir segir stjórnarsamstarfið traust Forsætisráðherra fullyrðir að stjórnarsamstarfið standi traustum fótum og segir að formaður Samfylkingarinnar hafi staðfest það í samtali við sig síðast í dag. Honum fannst að sér hafi verið ógnað þegar mótmælendur gerðu aðsúg að honum og bíl hans við stjórnarráðið í dag. 21.1.2009 18:30
Algjör óvissa um endurkomu Ingibjargar Fullkomin óvissa eru um hvenær Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra snýr aftur til starfa. Hún verður lögð inn á Landspítalann þegar hún kemur heim úr meðferð í Svíþjóð í vikulokin. 21.1.2009 18:30
Kylfur á lofti annan dag í röð Annan daginn í röð sá lögregla ástæðu til að draga upp kylfur; Í dag þegar gert var hróp að forsætisráðherra við stjórnarráðið. Þúsundir hafa mótmælt ríkisstjórninni í miðborginni nánast sleitulaust frá því á hádegi í gær. 21.1.2009 18:30
Efnahagsmálin rædd á morgun Boðað hefur verið til ítarlegra umræðu um efnahagsmál á Alþingi í fyrramálið en þingfundum var frestað í dag, þar sem meðal annars áttu að fara fram tvennar utandagskrárumræður sem snerta ástandið í landinu. 21.1.2009 18:30
Framsóknarmenn einhuga um minnihlutastjórn Einhugur var í þingflokki Framsóknarflokksins um þá tillögu að bjóða vinstri flokkunum að verja minnihlutastjórn vantrausti, segir Birkir J. Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins. 21.1.2009 18:03
Ingibjörg kemur heim í vikulok - leggst beint inn á Landspítala Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hefur dvalist á Karolínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi síðastliðna viku. 21.1.2009 17:33
Geir gestur Íslands í dag Geir H Haarde forsætisráðherra verður gestur Sindra Sindrasonar í Íslandi í dag í kvöld. Spurningar um framtíð stjórnarsamstarfsins og kosningar verða væntanlega fyrirferðarmiklar, en þúsundir manna hafa mótmælt fyrir utan alþingishúsið í dag og í gær og krafist þess að ríkisstjórnin víki og kosið verði sem fyrst. Mikið hefur mætt á Geir, en meðal annars var bíll hans grýttur eggjum á leið frá Stjórnarráðinu í dag. Geir hefur þó hingað til lítið tjáð sig um mótmælin. 21.1.2009 17:27
Framsókn vill verja minnihlutastjórn vinstri flokkanna Ef Samfylkingin slítur stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og myndar minnihlutastjórn með Vinstri grænum mun þingflokkur Framsóknarflokksins verja hana vantrausti. 21.1.2009 16:50
Fréttir af andláti ríkisstjórnarinnar stórlega ýktar Mótmælendur á Austurvelli ærðust af fögnuðu þegar einn þeirra hrópaði yfir hópinn að ríkisstjórnin væri fallin. Að sögn fréttamanns Vísis hófust þá mikil fagnaðarlæti þar sem söngvar á borð við „Ole, Ole, Ole“ voru kyrjaðir. 21.1.2009 16:39
Geir fundaði með lögreglumönnum um mótmælin Geir Haarde forsætisráðherra ræddi við forystumenn Landssambands lögreglumanna í morgun vegna þeirra mótmæla sem hafa staðið yfir undanfarnar vikur og náðu hámarki í gær. Geir greindi frá þessu á fundi með fréttamönnum fyrir þingflokksfund sjálfstæðismanna sem hófst um fjögurleytið. 21.1.2009 16:34
Handtökurnar í Alþingisgarðinum - myndband Aðfarir lögreglu við handtökurnar í Alþingisgarðinum í gær hafa verið gagnrýndar af mörgum sem þar voru viðstaddir. Fréttastofan hefur undir höndum myndband sem tekið var af sjónarvotti á staðnum í gær en hann náði myndum af handtökunum í garðinum með því að taka þær í gegnum glerbygginguna sem tengir Alþingishúsið við nýju viðbygginguna. 21.1.2009 16:19
Jarðarförinni lokið - lætin byrjuð aftur Mótmælendur hafa nú aftur hafið upp raust sína fyrir utan þinghúsið þar sem jarðarförinni í Dómkirkjunni er lokið. Að sögn fréttamanns Vísis eru nokkur hundruð manns á staðnum og er slagorðið „Vanhæf ríkisstjórn“ öskrað. 21.1.2009 16:09
Þögul mótmæli þar til jarðarförinni lýkur Mótmælendur sem söfnuðust saman fyrir utan Alþingi um hádegi í dag fluttu sig yfir að Stjórnarráðinu vegna jarðarfarar sem fór fram í Dómkirkjunni. Eftir nokkur læti fyrir utan Stjórnarráðið hélt hersinginn aftur að Alþingishúsinu. En nú heyrist ekki múkk. 21.1.2009 15:26
Landhelgisgæslan frestar uppsögnum Fyrirhugaðar uppsagnir hjá Landhelgisgæslu Íslands hafa verið dregnar til baka. Þetta kemur fram á heimasíðu Gæslunnar en þar tilkynnir Georg Kr. Lárusson forstjóri starfsmönnum sínum um að uppsögnunum hafi verið frestað.Til stóð að segja upp 20 til 30 starfsmönnum hjá stofnuninni. 21.1.2009 15:24
Allsherjarnefnd kölluð saman á föstudag Atli Gíslason þingmaður Vinstri grænna sagðist í samtali við Vísi í morgun vilja að allsherjarnefnd Alþingis kæmi saman og aðilar kallaðir fyrir hana. Birgir Ármannsson er formaður nefndarinnar en þar sem hann er staddur erlendis mun Ágúst Ólafur Ágústsson gegna formennsku. 21.1.2009 15:13
Geir frestar blaðamannafundi - þingflokkurinn fundar í Valhöll Geir H. Haarde forsætisráðherra boðaði blaðamenn á fund sinn klukkan þrjú í dag en hann hefur frestað þeim fundi. Hann varð fyrir aðkasti fyrir utan Stjórnarráðið fyrr í dag en ekki er vitað hvort það hafi orsakað frestun fundarins. 21.1.2009 15:13
Rúða brotin í Stjórnarráðinu Mótmælendur sem staddir eru fyrir utan Stjórnarráðið í Lækjargötu brutu rúðu í húsinu fyrir stundu og málningu hefur einnig verið skvett. Kristján Kristjánsson upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytis vissi ekki af rúðubrotinu þegar Vísir hafði samband þar sem hann var staddur í öðru húsi. 21.1.2009 15:00
Upplausn á stjórnarheimilinu Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna gefur ríkisstjórninni ekki langan tíma ef hún finnur ekki ráð eða leiðir út úr þeim vanda sem ríkir í samfélaginu. Hann sagði ljóst að hér á landi yrðu kosningar í síðasta lagi í vor. Hann sagði að allra biði risavaxið verkefni á næstunni. Þetta sagði Steingrímur í viðtali í beinni útsendingu á Rúv. 21.1.2009 14:54
Aðsúgur gerður að Geir Haarde - eggjum rigndi yfir ráðherrabílinn Gerður var aðsúgur að Geir Haarde forsætisráðherra rétt í þessu við Stjórnarráðið þegar Geir var á leið út úr húsinu. Að sögn sjónarvotta voru mikil læti fyrir framan húsið og rigndi snjóboltum meðal annars yfir ráðherrann. Geir komst við illan leik inn í ráðherrabifreið sína sem var umkringd fólki. 21.1.2009 14:26
Mótmælendur flytja sig yfir í Stjórnarráðið vegna jarðarfarar Mótmælendur láta ekki deigan síga og eru mættir á ný á Austurvöll til þess að mótmæla ástandinu og ríkisstjórninni. Um þúsund manns eru á svæðinu og berja þeir í potta og pönnur og þeyta flautur með tilheyrandi hávaða. Þeir hafa hins vegar ákveðið að færa sig um set um stundarsakir og taka upp mótmælastöðu við Stjórnarráðið. Ástæða þess er sú að jarðarför fer nú fram við Dómkirkjuna. 21.1.2009 13:32
Fundur um stjórnarsamstarfið færður til Ríkisstjórnarsamstarfið verður til umræðu á félagsfundi í Samfylkingarfélags Reykjavíkur í kvöld. Fundurinn átti að fara fram í húsnæði flokksins við Hallveigarstíg en búist er við afar góðri mætingu og því hefur verið ákveðið að færa fundinn í Þjóðleikhúskjallarann. 21.1.2009 13:13
Liðsmenn al Kaida féllu í mislukkaðri tilraun Al Kaida hópur í Alsír þurrkaði sjálfan sig út þegar tilraun með sýklavopn fór úrskeiðis. Bandaríska blaðið Washington Times hefur eftir heimildarmanni í leyniþjónustunni að al-Kaida liðarnir hafi verið að rækta sýkla fyrir kýlapestina Svartadauða sem felldi þriðjung íbúa Evrópu á þrettándi öld. 21.1.2009 12:57
Ísraelar segjast farnir frá Gaza Ísraelar segjast hafa lokið brottflutningi allra hermanna sinna frá Gaza ströndinni. Eyðileggingin er óskapleg. Ísraelar höfðu flutt flestalla sína hermenn frá Gaza ströndinni áður en Barack Obama sór embættiseið sem forseti Bandaríkjanna. Fréttaskýrendur telja að þeir hafi vilja forðast spennu í upphafi samskipta sinna við hinn nýja forseta. 21.1.2009 12:41
Þingfundi frestað vegna mótmælanna Þingfundi sem stóð til að halda í dag klukkan hálf tvö í dag var frestað vegna mótmælanna sem urðu við þinghúsið í gær, að sögn Ögmundar Jónassonar þingflokksformanns Vinstri grænna. 21.1.2009 12:35
„Það þarf að hreinsa til eftir partýið“ Jón Magnússon þingflokksformaður Frjálslyndaflokksins segir að ein af ástæðum þess að þingfundi var frestað í dag sé vegna tiltektar. „Það þarf að hreinsa hérna til eftir partýið,“ segir Jón sem var með tvö mál á dagskrá í dag. 21.1.2009 12:27
Þak sett á innheimtukostnað Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra undirritaði í dag reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar sem öðlast mun gildi 1. febrúar. Í tilkynningu frá ráðherra segir að kjarni reglugerðarinnar sé að sett verði þak á þá fjárhæð sem krefja má skuldara um við innheimtu gjaldfallinna peningakrafna fyrir aðra eða vegna eigin starfsemi. 21.1.2009 12:04
20 handteknir í gær Lögreglan handtók um tuttugu manns og færði á lögreglustöð til skýrslutöku eftir að mótmæli við Alþingishúsið í gær. ,,Rúður voru brotnar og eldur kveiktur á minnst tveimur stöðum í miðborginni en beita þurfti bæði varnarúða og kylfum. Lögreglumenn voru grýttir með grjóti, glerflöskum, matvælum, mold og drullu," segir í tilkynningu frá lögreglu. 21.1.2009 11:53
Þingfundi aflýst og formenn funda Þingfundi sem stóð til að halda í dag klukkan hálf tvö var frestað og hittust formenn stjórnmálaflokkanna sem sæti eiga á Alþingi á fundi klukkan eitt. 21.1.2009 11:47
Varaformaður Samfylkingarinnar vill kosningar í vor ,,Ástandið er grafalvarlegt og ég get sagt þér að í þinghúsinu, þá skynja allir mikla reiði almennings", segir Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar sem vill að gengið verði til kosninga í vor. 21.1.2009 11:40
Atli: Alþingi var notað sem fangelsi og lögreglustöð Þinghúsið var notað sem fangelsi og lögreglustöð á meðan á mótmælunum stóð í gær, að mati Atla Gíslasonar þingsmanns Vinstri grænna. Hann krefst þess að allsherjarnefnd komi saman og ræði atburði gærdagsins. 21.1.2009 11:03
Mótmælin í myndum Þúsundir manna söfnuðust saman á Austurvelli þegar Alþingi kom saman eftir hlé í gær. Fólk var hvatt til þess að mæta og láta í sér heyra. Rétt eftir hádegi fór fólk að safnast saman og mótmælin eru einhver þau kröftugust og háværustu hingað til. Vísir var á staðnum. 21.1.2009 10:52