Segir ólíklegt að laun lækki 22. janúar 2009 06:45 Það liggur beint við að skera niðurgreiðslur ríkisins til landbúnaðarins í því ástandi sem nú ríkir, segir hagfræðingur og sérfræðingur í fjármálum ríkisins.Fréttablaðið/pjetur Erfið staða ríkissjóðs kallar á harkalegar niðurskurðaraðgerðir hins opinbera á næsta ári. Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í fjármálum ríkisins, segir liggja beint við að skera niður greiðslur til landbúnaðarins og auka álögur á útflutningsgreinar. Leyfa verður hagkerfinu að sjá til sólar áður en hið opinbera fer í harkalegan niðurskurð, að mati annars sérfræðings sem Fréttablaðið ræddi við í gær. Það sé til dæmis mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og ástæða þess að sjóðurinn sætti sig við hallarekstur á ríkissjóði til að byrja með. Ekki er líklegt að þörfin fyrir niðurskurð hjá ríkinu leiði til þess að ríkið reyni að lækka laun hjá opinberum starfsmönnum, umfram það sem þau lækka með almennri kaupmáttarrýrnun, segir Þórólfur. Ríkið semur við stóran hóp félaga opinberra starfsmanna, og útilokað að hægt verði að semja við þau um launalækkun, segir Þórólfur. Ef lækka eigi launin á annað borð þurfi lagasetningu til, og það verði aldrei gert fyrr en eftir að samið hafi verið á almennum markaði. Það geti dregist fram eftir ári. Heildarútgjöld ríkisins á árinu 2009 eru áætluð 555,6 milljarðar króna. Þar af er launakostnaður áætlaður um 123,5 milljarðar króna, eða um 22 prósent. Launakostnaður í fjárlögum er 4,4 milljörðum króna lægri í fjárlögum en í upphaflegu frumvarpi, en Þórólfur segir líklegra að þeim samdrætti verði náð með því að skera niður yfirvinnu en með því að lækka launataxta opinberra starfsmanna. Auðveldara er að fara aðrar leiðir til að minnka halla ríkissjóðs. Þannig mætti auka tekjur hins opinbera, segir Þórólfur. Þá bendir hann á að greiðslur vegna búvöruframleiðslu séu áætlaðar tæplega 10,2 milljarðar króna á árinu 2009. Þar liggi beint við að skera niður. Þá liggi einnig beint við að hækka álögur á útflutningsfyrirtæki, sem njóta veikingar íslensku krónunnar. Þau séu í allt annarri stöðu en fyrir nokkrum mánuðum. Einnig mætti hugsa sér að hækka veiðigjald í sjávarútvegi og leggja kolefnislosunargjald á álver. Miklar líkur eru á því að hækka þurfi skatta á almenning, enda svigrúm til þess eftir að persónuafsláttur var hækkaður nýverið, segir Þórólfur. Þá sé eðlilegt að leggja á sérstakan hátekjuskatt og hækka fjármagnstekjuskattinn. brjann@frettabladid.is Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Erfið staða ríkissjóðs kallar á harkalegar niðurskurðaraðgerðir hins opinbera á næsta ári. Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í fjármálum ríkisins, segir liggja beint við að skera niður greiðslur til landbúnaðarins og auka álögur á útflutningsgreinar. Leyfa verður hagkerfinu að sjá til sólar áður en hið opinbera fer í harkalegan niðurskurð, að mati annars sérfræðings sem Fréttablaðið ræddi við í gær. Það sé til dæmis mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og ástæða þess að sjóðurinn sætti sig við hallarekstur á ríkissjóði til að byrja með. Ekki er líklegt að þörfin fyrir niðurskurð hjá ríkinu leiði til þess að ríkið reyni að lækka laun hjá opinberum starfsmönnum, umfram það sem þau lækka með almennri kaupmáttarrýrnun, segir Þórólfur. Ríkið semur við stóran hóp félaga opinberra starfsmanna, og útilokað að hægt verði að semja við þau um launalækkun, segir Þórólfur. Ef lækka eigi launin á annað borð þurfi lagasetningu til, og það verði aldrei gert fyrr en eftir að samið hafi verið á almennum markaði. Það geti dregist fram eftir ári. Heildarútgjöld ríkisins á árinu 2009 eru áætluð 555,6 milljarðar króna. Þar af er launakostnaður áætlaður um 123,5 milljarðar króna, eða um 22 prósent. Launakostnaður í fjárlögum er 4,4 milljörðum króna lægri í fjárlögum en í upphaflegu frumvarpi, en Þórólfur segir líklegra að þeim samdrætti verði náð með því að skera niður yfirvinnu en með því að lækka launataxta opinberra starfsmanna. Auðveldara er að fara aðrar leiðir til að minnka halla ríkissjóðs. Þannig mætti auka tekjur hins opinbera, segir Þórólfur. Þá bendir hann á að greiðslur vegna búvöruframleiðslu séu áætlaðar tæplega 10,2 milljarðar króna á árinu 2009. Þar liggi beint við að skera niður. Þá liggi einnig beint við að hækka álögur á útflutningsfyrirtæki, sem njóta veikingar íslensku krónunnar. Þau séu í allt annarri stöðu en fyrir nokkrum mánuðum. Einnig mætti hugsa sér að hækka veiðigjald í sjávarútvegi og leggja kolefnislosunargjald á álver. Miklar líkur eru á því að hækka þurfi skatta á almenning, enda svigrúm til þess eftir að persónuafsláttur var hækkaður nýverið, segir Þórólfur. Þá sé eðlilegt að leggja á sérstakan hátekjuskatt og hækka fjármagnstekjuskattinn. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira