Innlent

ASÍ boðar formannafund á morgun

Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ.

Boðað hefur verið til formannafundar allra aðildarfélaga ASÍ á morgun til að taka afstöðu til þess vilja forystu ASÍ að fresta viðræðum um kjarasamninga á vinnumarkaðnum fram í júní.

Í millitíðinni verði boðað til þingkosninga og ný ríkisstjórn taki við, með óskorað umboð til að koma á viðræðum milli samtaka vinnumarkaðarins, ASÍ og stjórnvalda, um uppbyggingu til framtíðar. Það mun vera skoðun ASÍ-forystunnar að núverandi ríkisstjórn hafi ekki lengur umboð þjóðarinnar til þess að koma að slíkum samningum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×