Innlent

Lyfjuræningja enn leitað

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn að manni, sem rændi verslun Lyfju við Lágmúla um áttaleytið í gærkvöldi. Hann var mjög æstur, að sögn lögreglu, og hótaði starfsfóllki með öxi. Það brást rétt við og afhenti honum þau lyf, sem hann krafðist. Það mun aðallega hafa verið rítalín sem fíklar mylja niður og gera að blöndu sem þeir sprauta í æð.

Talið er líklegt að ræninginn sé fíkill og að hann hafi verið undir áhrifum þegar hann framdi ránið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×