Erlent

Breski pósturinn græðir á tá og fingri

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Að minnsta kosti ein opinber stofnun í Bretlandi er í bullandi gróða þrátt fyrir ófremdarástand í efnahagsmálum en það er pósturinn. Gróði Royal Mail síðustu níu mánuði ársins 2008 var hvorki meira né minna en 225 milljónir punda, sem jafngildir um 40 milljörðum króna.

Þetta táknar að pósturinn hefur grætt rúmar 160 milljónir króna á dag þessa níu mánuði og nær það til allra undirstofnana hans en það er í fyrsta sinn síðan árið 1991 sem þær eru allar í plús. Einhverju varð þó að fórna enda lokaði pósturinn 2.500 pósthúsum á árinu sem leið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×