Ómanneskjulegt álag á lögreglumenn 22. janúar 2009 08:00 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur notið aðstoðar starfsfélaga sinna frá lögregluliðum á nágrannasvæðunum. Þá hefur sérsveit Ríkislögreglustjóra einnig staðið vaktina. Þeir lögreglumenn sem stóðu vaktina lengst við Alþingishúsið í fyrradag og aðfaranótt miðvikudagsins voru að í allt að tuttugu klukkustundir, að sögn Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er ómanneskjulegt álag. En við höfum það hlutverk að standa þarna og sinna okkar störfum,“ segir lögreglustjóri. „Við reynum að þjálfa okkar mannskap þannig að hann sé undir þetta búinn. Við reyndum að hvíla menn eftir föngum, þannig að enginn væri allan tímann í fremstu línu. Við eigum ekki að þurfa að fara yfir tólf til fjórtán tíma vaktir.“ Spurður um aðstoð við lögreglumenn eftir að þeir hafa staðið vaktina við aðstæður eins og undanfarna daga segir Stefán það einn stærsta þáttinn í stjórnun í mannfjöldastjórnunarhópi að stjórnandinn og mennirnir í hópnum hafi til að bera þann styrk og þá sjálfstjórn sem til þurfi hverju sinni. „Ef eitthvað óvenjulegt gerist þá er unnið á því eftir á,“ útskýrir Stefán. „En það er hluti af þjálfun þessara lögreglumanna að þeir missi ekki stjórn á sér, fari ekki fram úr sjálfum sér og fylgi skýrt þeirri línu sem mörkuð hefur verið og hlýði þeim fyrirmælum sem gefin eru um valdbeitingu og annað.“ Stefán segir að eftir störf við erfiðar aðstæður séu bæði fyrir hendi hefðbundin áfallahjálp og félagastuðningur við lögreglumenn. „Menn draga lærdóm af hverju verkefni og laga það sem betur má fara. Það er einn liðurinn af mörgum í þessu starfi að vinna úr þessari erfiðu reynslu fyrir hvern og einn lögreglumann.“ Spurður um hvort einhverjar ráðstafanir séu fyrir hendi hjá lögreglu fari starfsaðstæður versnandi á næstu dögum vegna stöðunnar í samfélaginu segir Stefán svo vera. „Það er ljóst að þetta kallar á aðstoð frá öðrum lögregluliðum. Það er okkar helsta úrræði. Þá gerum við breytingar á verkefnum lögreglumanna og færum til hliðar verk sem mega bíða. Hið góða við lögregluliðin í landinu er að þau vinna sem ein heild. Því eru allir boðnir og búnir til að senda fólk til aðstoðar þar sem er aflögufært.“ Stefán segir ekki vera til umræðu nú að auka búnað lögreglunnar.- jss Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Sjá meira
Þeir lögreglumenn sem stóðu vaktina lengst við Alþingishúsið í fyrradag og aðfaranótt miðvikudagsins voru að í allt að tuttugu klukkustundir, að sögn Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er ómanneskjulegt álag. En við höfum það hlutverk að standa þarna og sinna okkar störfum,“ segir lögreglustjóri. „Við reynum að þjálfa okkar mannskap þannig að hann sé undir þetta búinn. Við reyndum að hvíla menn eftir föngum, þannig að enginn væri allan tímann í fremstu línu. Við eigum ekki að þurfa að fara yfir tólf til fjórtán tíma vaktir.“ Spurður um aðstoð við lögreglumenn eftir að þeir hafa staðið vaktina við aðstæður eins og undanfarna daga segir Stefán það einn stærsta þáttinn í stjórnun í mannfjöldastjórnunarhópi að stjórnandinn og mennirnir í hópnum hafi til að bera þann styrk og þá sjálfstjórn sem til þurfi hverju sinni. „Ef eitthvað óvenjulegt gerist þá er unnið á því eftir á,“ útskýrir Stefán. „En það er hluti af þjálfun þessara lögreglumanna að þeir missi ekki stjórn á sér, fari ekki fram úr sjálfum sér og fylgi skýrt þeirri línu sem mörkuð hefur verið og hlýði þeim fyrirmælum sem gefin eru um valdbeitingu og annað.“ Stefán segir að eftir störf við erfiðar aðstæður séu bæði fyrir hendi hefðbundin áfallahjálp og félagastuðningur við lögreglumenn. „Menn draga lærdóm af hverju verkefni og laga það sem betur má fara. Það er einn liðurinn af mörgum í þessu starfi að vinna úr þessari erfiðu reynslu fyrir hvern og einn lögreglumann.“ Spurður um hvort einhverjar ráðstafanir séu fyrir hendi hjá lögreglu fari starfsaðstæður versnandi á næstu dögum vegna stöðunnar í samfélaginu segir Stefán svo vera. „Það er ljóst að þetta kallar á aðstoð frá öðrum lögregluliðum. Það er okkar helsta úrræði. Þá gerum við breytingar á verkefnum lögreglumanna og færum til hliðar verk sem mega bíða. Hið góða við lögregluliðin í landinu er að þau vinna sem ein heild. Því eru allir boðnir og búnir til að senda fólk til aðstoðar þar sem er aflögufært.“ Stefán segir ekki vera til umræðu nú að auka búnað lögreglunnar.- jss
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Sjá meira