Fleiri fréttir

Verkefnum barnaspítalasjóðs fer ekki fækkandi

Verkefni barnaspítalasjóðs Hringsins eru mörg og ekki útlit fyrir að þeim færi fækkandi á næstunni. Þetta sagði Ragna Eysteinsdóttir, formaður Hringskvenna, þegar að hún tók á móti 500 þúsund króna framlagi í sjóðinn frá

Tækniskólinn brautskráði nemendur í fyrsta skipti

Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins ætlar að vera í fararbroddi skóla í endurreisn atvinnulífsins og mun bjóða fjölmörg úrræði fyrir þá sem vilja og þurfa tækifæri til menntunar. Þetta sagði Baldur Gíslason, annar skólameistara skólans, þegar fyrstu nemendur brautskráðust frá skólanum á föstudag.

Kortanotkun 30 efnamanna verður skoðuð

Eftir viðamikla rannsókn Ríkisskattstjóra á kortanotkun efnamanna verða þrjátíu einstaklingar formlega krafðir skýringa á notkun korta sinna á Íslandi. Vitað er að fólkið notaði erlend kort á Íslandi og komst þannig hjá því að greiða skatt af tekjum sínum.

Flughálka víða á landinu

Flughálka er víða á landinu og má búast við þannig færð í kvöld. Vegagerðin biður vegfarendur um að sýna aðgát. Allir vegir í nágrenni Patreksfjarðar eru ófærir.

HÍ tekur inn alla umsækjendur sem uppfylla inntökuskilyrði

Háskólaráð Háskóla Íslands samþykkti í dag að tekið yrði við öllum nemendum sem sóttu um grunnám við skólann. Samkvæmt heimildum Vísis var einnig samþykkt að taka inn alla þá nemendur sem uppfylla skilyrði fyrir framhaldsnám. Þetta er gert þrátt fyrir að Háskólinn fái um 800 milljónum lægri fjárveitingu á árinu 2009 miðað við það sem til stóð þegar fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár var fyrst lagt fram í september.

Halldóra Eldjárn látin

Halldóra Kristín Ingólfsdóttir Eldjárn, fyrrverandi forsetafrú, lést í gær. Hún fæddist 24. nóvember 1923 á Ísafirði og ólst þar upp, elst fjögurra systkina. Foreldrar hennar voru hjónin Ólöf Sigríður Jónasdóttir, húsmóðir, og Ingólfur Árnason, verslunarmaður og framkvæmdastjóri.

Íslendingur tekinn með amfetamín á Tælandi

Íslenskur karlmaður á fertugsaldri var á dögunum handtekinn á Pattaya ströndinni fyrir að hafa undir höndum svokallaðar "ya ba" amfetamín töflur. Frá þessu er greint í tælenskum miðlum og sagt frá því að maðurinn hafi gleypt töflurnar í einum grænum þegar hann sá lögreglumennina nálgast.

Skólamáltíðir í Kópavogi hækka um 19%

Vegna verðhækkunar á aðföngum verður gjald á skólamáltíð í grunnskólum Kópavogs fært úr 235 krónum í 280 krónur frá og með 1. janúar 2009. Hækkunin rúmlega 19%.

Breytingum á unglingasmiðjum frestað

Fyrirhuguðum breytingum á starfsemi unglingasmiðjanna Traðar í Keilufelli og Stígus á Amtmannstíg sem ráðgert var að tækju gildi um áramótin verður frestað verði frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar sem lagt var fram í dag samþykkt. Samkvæmt frumvarpinu verður starfsemi þeirra endurskoðuð en hún mun haldast óbreytt á fyrri hluta næsta árs.

Víða stíflur í asahlákunni

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur haft í nógu að snúast í allan dag við að hreinsa niðurföll sem stíflast hafa í asahlákunni sem nú er í borginni. Að sögn vaktstjóra hjá slökkviliðinu er heldur að bæta í en hitt því fólk er að koma heim úr vinnu og uppgötvar þá leka eða flóð í kjallaranum.

Sparnaðartillögur hugsanlega óraunhæfar

Borgarstjórnarflokkur Samfylkingarinnar telur fyllstu ástæðu vera til að hafa allan fyrirvara á raunhæfni niðurskurðartillagana Hönnu Birnu Kristjándóttur, borgarstjórara, án þess að svíkja þverpólitísk leiðarljós borgarstjórnar um að standa vörð um grunnþjónustuna og koma í veg fyrir uppsagnir og gjaldskrárhækkanir.

Útsvar og fasteignaskattar ekki hækkaðir í Reykjavík

Frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2009 var lagt fram í borgarstjórn Reykjavíkur í dag. Frumvarpið gerir ráð fyrir að álagningarhlutföll útsvars, fasteignaskatta, lóðarleigu og holræsagjalds verði ekki hækkuð. Hagrætt verður í stjórnsýslu borgarinnar og laun borgarfulltrúa og æðstu stjórnenda lækka um 10%. Afgreiðsla fjárhagsáætlunar fer fram á nýju ári.

Matthías um ESB: Hjartað segir nei en heilinn já

Matthías Johannessen, rithöfundur og fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, segist ekki hafa gert upp hug sinn varðandi hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það muni hann gera fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins sem fer fram í lok janúar.

Mótmælendum boðið í kaffi á Bessastöðum

Samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu komu 2-3 grímuklæddir mótmælendur og settu keðju með lás á dyrnar fyrr í dag. Einnig var hengdur miði á hurðina sem bar áletrunina, „Pólitísk aðgerð almennra borgara - Stofnunin lokuð vegna vanhæfis og getuleysis forstjóra.“

Nova hættir að auglýsa „frítt“

Neytendastofa hefur gert athugasemdir við að Nova auglýsi ókeypis símtöl með orðinu „frítt“. Nova mun að sjálfsögðu fara að tilmælum Neytendastofu vegna þessa.

Vilja hærra útsvar í Reykjavík

Borgarstjórnarflokkur Vinstri grænna vill dreifa álagi og hækka útsvar í Reykjavík. Hámarksútsvar hefur verið 13,03% en Alþingi samþykkti á dögunum að heimila sveitarfélögum að hækka útsvar í 13,28%. Reyjavíkurborg hefur nýtt sér hámarksútsvar undanfarin ár.

Tíu áramótbrennur í Reykjavík

Þetta árið verða tíu áramótabrennur í Reykjavík. Þar af eru sjö brennur alfarið á ábyrgð Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar. Brennurnar eru í tveimur stærðarflokkum, sem ræðst af aðstæðum á hverjum stað. Eldvarnareftirlitið ákvarðar og hefur eftirlit með stærð brenna. Stóru brennurnar eru fjórar líkt og í fyrra.

Forgangsmál hjá Óskari að greiða verktökum 250 milljónir

Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn, segir að Óskar Bergsson, formaður borgarráðs, hafi lagt áherslu um langt skeið á að greiða verktökum verðbætur vegna óverðtryggðra verksamninga. Borgin hyggst greiða verktökum 250 milljónir króna. Upphæðin samsvarar kostnaði við rekstur Hvassaleitisskóla.

Hamas gerir hlé á árásum

Hamasliðar á Gasa ströndinni hafa fallist á sólarhrings vopnahlé í átökum þeirra og Ísraelsmanna. Egyptar gengu á milli stríðandi fylkinga og lofa Hamas að gera hlé á eldflaugaárásum sínum á Ísraelskt landsvæði.

Siggi varar við stormi

Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur segir nauðsynlegt fyrir fólk að huga að niðurföllum og frárennslum frá húsum í dag. Búist er við miklu vatnsvirði og víða slær í storm á landinu. Hann segir rokeldspýtur og vatnsþolin kerti spila stórt hlutverk í kirkjugörðunum á aðfangadag. Sjálfur þurfti Siggi að nota járnkall við losun stíflu á niðurfalli.

Kviknaði í kertaskreytingu á Kleppsveginum

Eldur kviknaði út frá kertaskreytingu í íbúð á Kleppsvegi 62 í hádeginu. Slökkvilið var kallað á vettvang en lögreglumenn sem voru fyrstir á staðinn slökktu eldinn. Litlar skemmdir munu hafa orðið á íbúðinni og engum varð meint af.

Samfylkingin sökuð um loddaraskap

Þingflokksformaður Vinstri grænna sakaði Samfylkinguna um loddaraleik í umræðum um eftirlaun æðstu ráðamanna á Alþingi í morgun. Breytingatillaga stjórnarandstöðu um að ráðamenn njóti sömu lífeyriskjara og aðrir opinberir starfsmenn, var felld.

Sif svarar kallinu

Sif Sigfúsdóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ætlar að taka sæti í borgarstjórn Reykjavíkur þegar Gísli Marteinn Baldursson tekur sér launalaust leyfi frá borgarmálunum í janúar. ,,Ég ætla að svara kallinu," segir Sif. Nýja starfið leggst ágætlega í hana en hún tekur jafnframt fram að einungis sé um fáeina mánuði að ræða.

Geir ekki kunnugt um hvort ráðgjafar vissu af Icesave tilboði

Forsætisráðherra var ekki kunnugt um tilboð breska fjármálaeftirlitsins um að 200 milljónir punda hefðu dugað til að færa Icesave reikningana yfir í breska lögsögu, áður en ríkið yfirtók Landsbankann. Hann segist heldur ekki vita til þess að embættismenn hans og ráðgjafar hafi haft slíka vitneskju. Þetta kemur fram í svari Geirs H. Haarde forsætisráðherra við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur.

778 hafa skorað á Ólaf að staðfesta ekki fjárlögin

Forsetaembættinu hafa borist 778 tölvubréf með samhljóða áskorun þar sem skorað er Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að staðfesta ekki fjárlög næsta árs sem eru nú til þriðju umræðu á Alþingi.

Ástþór játar hvorki né neitar ábyrgð á hótunum

Ástþór Magnússon friðarhöfðingi vill ekki svara því hvort að hann standi að baki vefsíðunni sorprit.com, þar sem auglýsendum í DV er sagt að þeir lendi á válista, hætti þeir ekki að auglýsa í blaðinu.

Tólf mánaða fangelsi fyrir hártoganir

47 ára gamall karlmaður var dæmdur í 12 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Maðurinn réðst á lögreglukonu á gatnamótum Suðurgötu og Selvogsgötu í Hafnarfirði síðasta sumar. Lögreglukonan hlaut nokkra áverka vegna árásarinnar.

Frestun hækkar lífeyrisréttindi ráðherra

Ögmundur Jónasson þingmaður Vg sagði á Alþingi fyrir stundu að ráðherrar ríkisstjórnarinnar myndu hækka lífeyrisgreiðslur sínar um 10-15 þúsund krónur á mánuði með því að fresta gildingu laga um eftirlaun æðstu embættismanna landsins. Frumvarpinu er ætlað að taka gildi þann 1.júlí en ýmsar breytingartillögur á því voru felldar í morgun.

Starfsfólk Össurar gefur Rauða krossinum jólagjafir sínar

Jólagjafir stoðtækjaframleiðandans Össurar til starfsfólks síns eru smærri í sniðum þetta árið en oft áður. Í staðinn var ákveðið að henda hugmynd eins starfsmannsins á lofti og gefa 2000 krónur fyrir hvern starfsmann til jólaaðstoðar Rauða krossins.

319.756

Íslendingum heldur áfram að fjölga en undanfarin fjögur ár hefur fólksfjölgun verið óvenju mikil hér á landi eins og fram kemur í tölum Hagstofunnar. „Samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár voru landsmenn 319.756 hinn 1. desember síðastliðinn samanborið við 312.872 ári áður," segir í frétt tilkynningu frá Hagstofunni og sagt að þetta jafngildi því að íbúum hafi fjölgað um 2,2% á einu ári."

Útlitið dökkt fyrir loðnuvertíðina

Illa horfir með loðnuvertíðina sem á að hefjast upp úr áramótum. Í nýafstöðnum rannsóknaleiðangri Hafrannsóknarstofnunar fannst svo lítið af loðnu að stofnunin telur ekki ástæðu til að gefa út neinn upphafskvóta fyrir vertíðina.

Bresk hundaathvörf full af yfirgefnum hundum

Æ meira er um að breskir hundaeigendur losi sig við hunda sína með því að skilja þá eftir á víðavangi þegar fjárhagsaðstæður þrengja að. Talsmaður stærsta hundaathvarfs Lundúna segir húsnæði athvarfsins nú yfirfullt og að hann muni ekki annað eins ástand. Athvarfið beitir sér fyrir því að finna yfirgefnum hundum nýja eigendur og heimili.

Indverjar útiloka ekki stríð við Pakistan

Indverjar útiloka ekki árás á nágrannaríki sitt Pakistan til að hefna fyrir hryðjuverkaárásirnar á Mumbai í lok nóvember en indversk stjórnvöld draga ekki fjöður yfir þá skoðun sína að Pakistanar beri ábyrgð á ódæðisverkunum á Taj Mahal-hótelinu og fleiri stöðum í Mumbai þar sem tæplega 200 manns biðu bana.

Brown segist ekki halda kosningar eftir áramótin

Bretar munu ekki ganga til kjörklefanna og velja sér nýja þingmenn og ríkisstjórn í febrúar eða mars eins og verið hefur í umræðunni. Þetta segir Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, í viðtali við Daily Mirror.

Sjá næstu 50 fréttir