Innlent

HÍ tekur inn alla umsækjendur sem uppfylla inntökuskilyrði

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Háskólaráð Háskóla Íslands samþykkti í dag að tekið yrði við öllum nemendum sem sóttu um grunnám við skólann. Samkvæmt heimildum Vísis var einnig samþykkt að taka inn alla þá nemendur sem uppfylla skilyrði fyrir framhaldsnám. Þetta er gert þrátt fyrir að Háskólinn fái um 800 milljónum lægri fjárveitingu á árinu 2009 miðað við það sem til stóð þegar fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár var fyrst lagt fram í september. Um 1600 manns sóttu um nám við HÍ á vorönn 2009.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×