Innlent

Víða stíflur í asahlákunni

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur haft í nógu að snúast í allan dag við að hreinsa niðurföll sem stíflast hafa í asahlákunni sem nú er í borginni. Að sögn vaktstjóra hjá slökkviliðinu er heldur að bæta í en hitt því fólk er að koma heim úr vinnu og uppgötvar þá leka eða flóð í kjallaranum.

Mikil hláka er í Breiðholtinu og við Írabakka er hópur liðs að reyna að hreinsa niðurföll þar sem vatn er við það að leka inn í kjallara. Slökkviliðsmenn hafa við þau störf notið aðstoðar starfsmanna Reykjavíkurborgar.

Þá er nokkuð um að niðurföll á húsþökum stíflist með þeim afleiðingum að leki kemur að. Slökkviliðið vill minna fólk á að vera á varðbergi og hreinsa vel úr niðurföllum.

Þá er einnig minnt á hættuna sem getur skapast af kertaljósum sem eru víða tendruð þessa dagana en í morgun kom upp eldur í íbúð á Kleppsveginum þar sem flytja þurfti íbúa á slysadeild af völdum reykeitrunar þegar kviknaði í kertaskreytingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×