Fleiri fréttir Örmagnaðist á Skarðsheiði Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF, sótti göngumann á Skarðsheiði á laugardagskvöldið. 22.12.2008 05:00 Hægir á þorsksölu og aukið birgðahald Stóru sjávarútvegsfyrirtækin í landinu finna fyrir breytingum á erlendum mörkuðum, sérstaklega í eftirspurn eftir þorski. Verð hefur lækkað í erlendri mynt, jafnvel um allt að þriðjung þótt misjafnt sé eftir mörkuðum og afurðum. 22.12.2008 05:00 Viðræðum fram haldið Evrópusambandið hefur samþykkt að bæta tveimur nýjum málefnasviðum við aðildarviðræðurnar við Tyrki. 22.12.2008 04:45 Kannast ekki við uppreisnina Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra tekur ekki undir að menntamálanefnd hafi gert uppreisn gegn sér þegar hún frestaði afgreiðslu hluta frumvarps hennar um RÚV. 22.12.2008 04:00 Ríkið taki af skarið um erlendu lánin Ríkisbankarnir treysta sér ekki til að taka ákvörðun um hvernig komið skuli til móts við myntkörfuskuldara, þar ríkir algjör ákvörðunarfælni. Því þurfa stjórnvöld að taka af skarið og skera úr um hvernig þetta verði gert. Þetta segir Ragnar Sær Ragnarsson, framkvæmdastjóri Þjóðhags. Hann hefur kynnt hugmyndir um fastar afborganir á erlendum lánum, í félagi við Sverri Geirdal ráðgjafa. 22.12.2008 04:00 Athafnir austan hafs og vestan Þess var víða minnst í gær að rétt 20 ár voru liðin frá því risaþota Pan Am-flugfélagsins hrapaði á skoska smábæinn Lockerbie eftir að sprengja sprakk í þotunni. Alls fórust 270 manns, þar af ellefu á jörðu niðri. 22.12.2008 04:00 NASA safnar gúmmíöndum Í september sjósetti NASA, geimvísindastofnun Bandaríkjanna, 90 merktar baðendur undir Jakobshavnjökli á Grænlandi í þeim tilgangi að rannsaka farveg bráðnunarvatns um jökulbreiðuna. 22.12.2008 04:00 Lánshæfi Landsvirkjunar er metið lakara en ríkisins Lánshæfismat Landsvirkjunar var fyrir helgi lækkað af Standard & Poor‘s. Lánshæfi fyrirtækisins er því metið lakara en ríkisins. Lækkunin er ekki talin hafa áhrif á fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir af forsvarsmönnum fyrirtækisins. 22.12.2008 03:30 Fjöldi tilboða í knattspyrnuhús Fjöldi tilboða barst í byggingu knattspyrnuhúss í Vestmannaeyjum. Bæjarstjórnin ákvað að taka tilboði lægstbjóðanda, Steina og Olla, sem er upp á tæplega 350 milljónir króna að því er segir á eyjafrettir.is. Þar kemur einnig fram að bæjarstjóranum hafi verið falið að semja við verktakann um breytingar á verkáætlun og fyrirkomulagi þannig að í núverandi efnahagsástandi komi ekki til framkvæmda sem bera fyrst og fremst kostnað í erlendri mynt. Einnig að leitast við að efnisval og verkhættir leiði til mannaflsfrekrar framkvæmdar. 22.12.2008 03:30 Mátti áminna yfirlögregluþjón sinn Sýslumaðurinn á Sauðárkróki braut ekki á yfirlöregluþjóni með því að veita honum formlega áminningu fyrir brot í starfi. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. 22.12.2008 03:15 Fargjöld til Reykjavíkur hækka Mikil hækkun verður á fargjöldum í strætisvagna á milli Akraness og Reykjavíkur frá og með 2. janúar næstkomandi. Stakt fargjald hækkar um 200 prósent, úr 280 krónum í 840 krónur. Tímabilskort hækka minna. 22.12.2008 03:15 Lögregla sökuð um afglöp Lögreglumenn sem áttu í höggi við skotglaða hryðjuverkamenn í Taj Mahal-lúxushótelinu í Mumbai í fyrra mánuði tjáðu gestum að þeim væri óhætt að yfirgefa herbergi sín, með þeim afleiðingum að þeir gengu í flasið á morðingjunum sem sölluðu fólkið niður. 22.12.2008 03:00 Jöfn tækifæri í endurreisninni „Við endurreisn efnahagslífsins er mjög mikilvægt að láta ekki sömu aðilana hafa allt atvinnulífið í hendurnar aftur heldur eigum við að gefa öllum tækifæri til að taka þátt í endurreisninni,“ segir Ármann Kr. Ólafsson alþingismaður um þingsályktunartillögu sína um endurskoðun á samkeppnislögum. 22.12.2008 02:45 Vilja ljúka sem mestu fyrir jól „Við vonum auðvitað að það takist að ljúka sem mestu á morgun [í dag] en það er aldrei hægt að gefa nein ákveðin fyrirheit um þá framvindu,“ sagði Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, um störf þingsins fyrir jólahlé sem stendur til 20. janúar. Á þingfundi í dag er lokaumræða um fjárlagafrumvarp næsta árs stærsta málið á dagskrá. Þess utan á að ræða breytingar á frægum lögum frá 2003 um eftirlaun ráðamanna, frumvarp um breytingu á afnotagjöldum Ríkisútvarpsins í nefskatt, auk tæknilegra breytinga á lagaheimildum fyrir stimpilgjaldi af fjárnámsendurritum. 22.12.2008 02:45 Ísraelar hóta Hamas stríði Tugum sprengiflauga var skotið frá Gazasvæðinu að ísraelskum bæjum í gær, og Ísraelsher brást við með loftárás á meintar stöðvar skæruliða Hamas-samtakanna á Gaza. 22.12.2008 02:00 Veðurstofan varar við stormi Veðurstofan gerir ráð fyrir stormi um landið sunnan- og vestanvert annað kvöld. Spá Veðurstofunnar næsta sólarhring er eftirleiðis: Norðaustanátt, víða 5-13 m/s og dálítil snjókomu um landið austanvert fram á kvöld, en annars úrkomulítið. Hægari í kvöld og fram á nótt. 21.12.2008 22:25 Auknar líkur á að bresk stjórnvöld verði lögsótt Líkur á því að Kaupþing höfði mál gegn breska ríkinu vegna harkalegra aðgerða breskra stjórnvalda gegn dótturfyrirtæki bankans hafa aukist með nýju lögunum sem sett voru í gær. 21.12.2008 18:33 Gísli Marteinn í launalaust leyfi Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi mun taka launalaust frí frá störfum borgarstjórnar eftir áramót. Gísli greinir frá þessu í bloggfærslu sem hann skrifaði á vefsíðu sína nú í kvöld. 21.12.2008 00:01 Faðmlög eru óvelkomin í Kringlunni Ungmenni sem vildu gleðja fólk í verslunarmiðstöðvum í dag með því að faðma þau reyndust ekki velkomin. 21.12.2008 19:16 Allt gert til að sporna við atvinnuleysi Allt verður gert til að koma í veg fyrir að svörtustu spár um atvinnuleysi rætist að sögn Geirs H. Haarde, forsætisráðherra. Hann vonast til þess að hægt verði að lækka stýrivexti snemma á næsta ári. 21.12.2008 18:59 Olíugróði Drekasvæðis skattlagður um allt að 59% Skattar íslenska ríkisins af hugsanlegri olíu- og gasvinnslu á Drekasvæðinu verða allt að 59 prósent af tekjum sem olíulindirnar gefa. Þetta er nokkru lægra hlutfall en Norðmenn taka hæst en sambærilegt við skattlagningu Færeyinga og Kanadamanna. 21.12.2008 19:14 Skerðing eftirlauna ráðamanna bætt með launahækkun Ráðherrar og alþingismenn fá skerðingu eftirlauna bætta með launahækkun frá Kjararáði. Þetta er mat þingmanna að muni gerast. 21.12.2008 19:18 Forsetinn óskar eftir að fjármálaráðherra lækki laun sín Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur sent fjármálaráðherra bréf þar sem hann óskar eftir því að laun sín verði lækkuð í samræmi við lagafrumvarp um kjararáð. Forsetinn sendi bréfið fyrir helgi en frumvarpið varð að lögum í gær. 21.12.2008 15:35 Eldur á Bakkabraut Allt tiltækt lið slökkviliðsins var sent að Bakkabraut 12 í kópavogi laust eftir klukkan þrjú í dag þegar eldur kviknaði í iðnaðarrými þar. Mikill reykur var í húsinu en eldurinn var minniháttar. Húsið var reykræst eftir að búið var að slökkva eldinn. 21.12.2008 15:21 Uppáhald Stalíns lést í gær Rússneska balletdansmeyjan, Olga Lepeshinskaya, sem dansaði áratugum saman við Bolshoi leikhúsið og vakti mikla athygli einræðisherrans Jósefs Stalín lest í gær, 92 ára að aldri. 21.12.2008 15:06 Vestmannaeyjabær hækkar útsvar Útsvar hjá Vestmannaeyjabæ mun hækka um 0,25% og verður 13.28% eftir hækkun. Þetta var ákveðið á fundi bæjarstjórnar á fimmtudaginn, eftir því sem fram kemur á fréttavefnum Eyjar.net. 21.12.2008 14:11 Tjáir sig ekki um hvort til standi að auglýsa fleiri stjórnendastörf Ásmundur Stefánsson, formaður bankaráðs Landsbankans, vill ekki tjá sig um það hvort unnið sé að því að skipta æðstu stjórnendum úr gamla Landsbankanum út úr ábyrgðarstöðum í nýja bankanum. 21.12.2008 13:25 Fært um Hellisheiði Fært er orðið um Hellisheiði en þar er þæfingur og skafrenningur, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. Heiðinni var lokað í nótt vegna ófærðar. Á Suðurlandi er hálka, þæfingur og skafrenningur á flestum leiðum. 21.12.2008 12:28 Ómögulegt að sjávarútvegurinn lendi í eigu erlendra lánadrottna Það er engin hætta á því að íslenskar aflaheimildir lendi í eigum erlendra lánadrottna þrátt fyrir að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki séu afar skuldsett og geti hugsanlega farið í gjaldþrot. Þetta sagði Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, í þættinum Sprengjusandi á Bylgjjunni í dag. 21.12.2008 11:31 Tveir menn villtust á Skarðsheiði Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar leituðu í gærkvöld tveggja manna sem villtust í slæmu veðri á Skarðsheiði. Björgunarsveitamönnum barst tilkynning um að mennirnir hefðu týnst um sexleytið og voru þeir fundnir um fjórum tímum síðar. 21.12.2008 11:02 Hugsanlega verða vextir af neyðarlánum til bótaþega Svo gæti farið að neyðarlán breska ríkisins til handa bótaþegum verði ekki lengur vaxtalaus nema í undantekningar tilvikum. Félagþjónustan í Bretlandi veitir árlega samanlagt hálfum milljarði punda í vaxtalaus neyðarlán úr opinberum sjóði til rúmlega milljón bótaþega. 21.12.2008 10:55 Stysti dagur ársins í dag Vetrarsólstöður eru í dag, 21. desember, og er þetta því sá dagur ársins sem nóttin er lengst og birtu nýtur skemmst. 21.12.2008 10:49 Enn átök í Grikklandi Enn kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu víða í Grikklandi í nótt. Til óeirða hefur komið daglega í rúman hálfan mánuð. 21.12.2008 10:44 Gott skíðafæri í dag Skíðasvæðin á Ísafirði í Tungudal og Seljalandsdal voru opnuð í gær og þar er áformað að lyftur verði í gangi í dag milli klukkan eitt og fimm. Áformað er að hafa opið á völdum dögum yfir hátíðirnar. Í Bláfjöllum verður opið frá klukkan 11 til klukkan sex í kvöld. Skíðasvæði Skagfirðinga í Tindastól verður opið til klukkan fjögur og sömuleiðis í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar. 21.12.2008 10:38 Ætla að selja sendiherrabústaði Selja á sendiherrabústaði í Washington, Osló, London og New York og nota hluta söluverðs til að leigja annað hentugra húsnæði samkvæmt breytingartillögu frá meirihluta fjárlaganefndar Alþingis. 21.12.2008 10:34 Þungfært á Austurlandi Þungfært er á Austurlandi og stórhríð á Fjarðarheiði, milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, samkvæmt upplýsingum Vegagerðar. Stórhríð er einnig á Oddskarði, milli Eskifjarðar og Norðfjarðar, og þar er þæfingsfærð en verið er að moka vegi. Frá Norðurlandi berast þær fréttir af miklum éljagangi í Eyjafirði og skafrenningi á Mývatnsheiði og Mývatnsöræfum. 21.12.2008 10:27 Sátu fastir í bílum sínum Tólf manns sátu fastir í sex bílum vegna ófærðar á Hellisheiðinni í nótt. Nú er unnið að því að moka Hellisheiðina og koma bílunum sem festust í burtu. Hellisheiðinni var lokað upp úr klukkan tvö í nótt og segist lögreglan búast við því að hægt verði að opna hana aftur upp úr klukkan 10. 21.12.2008 10:14 Þurfa að greiða 50 þúsund fyrir áfengismeðferð Sjúklingar í áfengis- og vímefnameðferð SÁÁ á Staðarfelli og í Vík verða frá og með næstu áramótum að greiða 50 þúsund krónur fyrir meðferðina. Fram kemur á heimasíðu SÁÁ að vegna fyrirsjáanlegs rekstrarfjárskorts á næsta ári sé óhjákvæmilegt að hefja gjaldtöku af þessu tagi. Samhliða gjaldtöku verður stofnaður sérstakur sjóður sem efnaminni sjúklingar geta sótt styrk í til að greiða sinn hlut. 21.12.2008 10:09 Slösuðust þegar Boeing vél fór út af flugbraut Nærri fjörutíu manns slösuðust þegar Boeing sjö þrír sjö farþegaþota Continental flugfélagsins bandaríska rann út af flugbraut í Denver í Colorado-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 21.12.2008 10:07 Segir forsendur brostnar fyrir opinberri eigu HS „Þegar Grindavík seldi okkur var miðað við að æskilegt væri að Hitaveita Suðurnesja yrði í eigu opinberra aðila. En í ljósi þess að núverandi meirihluti er myndaður af Reykjanesbæ og Geysi Green Energy, og í ljósi nýrra laga frá Alþingi, eru þær forsendur brostnar,“ segir Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. 21.12.2008 08:30 Sveitarfélög ganga hart að skuldurum Skuldir þúsunda einstaklinga við sveitarfélag sitt eru í innheimtu hjá innheimtufyrirtækjum, til dæmis Intrum eða Momentum. Í slíkri innheimtu bætist við kostnaður fyrir skuldarann. Hafnarfjörður er eina sveitarfélagið af þeim fimm stærstu sem skiptir ekki við slík fyrirtæki. 21.12.2008 08:00 Fé til menntamála gæti minnkað 2009 Menntamálaráðherra segist hafa fullan skilning á þeim erfiðleikum sem Háskóli Íslands stendur frammi fyrir í ljósi þess að 1.630 nemendur bætast nú í hópinn, um leið og fjárframlög hafa verið minnkuð um tíu prósent frá því sem áætlað var. Rektor skólans hefur orðað það svo að skólinn sé í „verulega alvarlegri klemmu“. 21.12.2008 08:00 Fékk aldrei lán fyrir Decode Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknar, segist aldrei hafa fengið lán til hlutabréfakaupa í Decode. 21.12.2008 07:00 Ítalskur skiptinemi með 9,14 í einkunn „Íslenska er mjög fallegt tungumál," segir Veronica Piazza, sautján ára ítalskur skiptinemi, sem nýlega fékk 10 í einkunn í íslenskuprófi fyrir erlenda nema í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. 21.12.2008 07:00 Mikið sparast við fækkun yfirstjórna Sameining sveitar-félaga er ráðstöfun sem hlýtur að koma til alvarlegrar skoðunar í hagræðingaraðgerðunum sem nú er gripið til í samfélaginu öllu. Þetta er mat Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra á Ísafirði og formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga. 21.12.2008 06:00 Sjá næstu 50 fréttir
Örmagnaðist á Skarðsheiði Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF, sótti göngumann á Skarðsheiði á laugardagskvöldið. 22.12.2008 05:00
Hægir á þorsksölu og aukið birgðahald Stóru sjávarútvegsfyrirtækin í landinu finna fyrir breytingum á erlendum mörkuðum, sérstaklega í eftirspurn eftir þorski. Verð hefur lækkað í erlendri mynt, jafnvel um allt að þriðjung þótt misjafnt sé eftir mörkuðum og afurðum. 22.12.2008 05:00
Viðræðum fram haldið Evrópusambandið hefur samþykkt að bæta tveimur nýjum málefnasviðum við aðildarviðræðurnar við Tyrki. 22.12.2008 04:45
Kannast ekki við uppreisnina Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra tekur ekki undir að menntamálanefnd hafi gert uppreisn gegn sér þegar hún frestaði afgreiðslu hluta frumvarps hennar um RÚV. 22.12.2008 04:00
Ríkið taki af skarið um erlendu lánin Ríkisbankarnir treysta sér ekki til að taka ákvörðun um hvernig komið skuli til móts við myntkörfuskuldara, þar ríkir algjör ákvörðunarfælni. Því þurfa stjórnvöld að taka af skarið og skera úr um hvernig þetta verði gert. Þetta segir Ragnar Sær Ragnarsson, framkvæmdastjóri Þjóðhags. Hann hefur kynnt hugmyndir um fastar afborganir á erlendum lánum, í félagi við Sverri Geirdal ráðgjafa. 22.12.2008 04:00
Athafnir austan hafs og vestan Þess var víða minnst í gær að rétt 20 ár voru liðin frá því risaþota Pan Am-flugfélagsins hrapaði á skoska smábæinn Lockerbie eftir að sprengja sprakk í þotunni. Alls fórust 270 manns, þar af ellefu á jörðu niðri. 22.12.2008 04:00
NASA safnar gúmmíöndum Í september sjósetti NASA, geimvísindastofnun Bandaríkjanna, 90 merktar baðendur undir Jakobshavnjökli á Grænlandi í þeim tilgangi að rannsaka farveg bráðnunarvatns um jökulbreiðuna. 22.12.2008 04:00
Lánshæfi Landsvirkjunar er metið lakara en ríkisins Lánshæfismat Landsvirkjunar var fyrir helgi lækkað af Standard & Poor‘s. Lánshæfi fyrirtækisins er því metið lakara en ríkisins. Lækkunin er ekki talin hafa áhrif á fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir af forsvarsmönnum fyrirtækisins. 22.12.2008 03:30
Fjöldi tilboða í knattspyrnuhús Fjöldi tilboða barst í byggingu knattspyrnuhúss í Vestmannaeyjum. Bæjarstjórnin ákvað að taka tilboði lægstbjóðanda, Steina og Olla, sem er upp á tæplega 350 milljónir króna að því er segir á eyjafrettir.is. Þar kemur einnig fram að bæjarstjóranum hafi verið falið að semja við verktakann um breytingar á verkáætlun og fyrirkomulagi þannig að í núverandi efnahagsástandi komi ekki til framkvæmda sem bera fyrst og fremst kostnað í erlendri mynt. Einnig að leitast við að efnisval og verkhættir leiði til mannaflsfrekrar framkvæmdar. 22.12.2008 03:30
Mátti áminna yfirlögregluþjón sinn Sýslumaðurinn á Sauðárkróki braut ekki á yfirlöregluþjóni með því að veita honum formlega áminningu fyrir brot í starfi. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. 22.12.2008 03:15
Fargjöld til Reykjavíkur hækka Mikil hækkun verður á fargjöldum í strætisvagna á milli Akraness og Reykjavíkur frá og með 2. janúar næstkomandi. Stakt fargjald hækkar um 200 prósent, úr 280 krónum í 840 krónur. Tímabilskort hækka minna. 22.12.2008 03:15
Lögregla sökuð um afglöp Lögreglumenn sem áttu í höggi við skotglaða hryðjuverkamenn í Taj Mahal-lúxushótelinu í Mumbai í fyrra mánuði tjáðu gestum að þeim væri óhætt að yfirgefa herbergi sín, með þeim afleiðingum að þeir gengu í flasið á morðingjunum sem sölluðu fólkið niður. 22.12.2008 03:00
Jöfn tækifæri í endurreisninni „Við endurreisn efnahagslífsins er mjög mikilvægt að láta ekki sömu aðilana hafa allt atvinnulífið í hendurnar aftur heldur eigum við að gefa öllum tækifæri til að taka þátt í endurreisninni,“ segir Ármann Kr. Ólafsson alþingismaður um þingsályktunartillögu sína um endurskoðun á samkeppnislögum. 22.12.2008 02:45
Vilja ljúka sem mestu fyrir jól „Við vonum auðvitað að það takist að ljúka sem mestu á morgun [í dag] en það er aldrei hægt að gefa nein ákveðin fyrirheit um þá framvindu,“ sagði Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, um störf þingsins fyrir jólahlé sem stendur til 20. janúar. Á þingfundi í dag er lokaumræða um fjárlagafrumvarp næsta árs stærsta málið á dagskrá. Þess utan á að ræða breytingar á frægum lögum frá 2003 um eftirlaun ráðamanna, frumvarp um breytingu á afnotagjöldum Ríkisútvarpsins í nefskatt, auk tæknilegra breytinga á lagaheimildum fyrir stimpilgjaldi af fjárnámsendurritum. 22.12.2008 02:45
Ísraelar hóta Hamas stríði Tugum sprengiflauga var skotið frá Gazasvæðinu að ísraelskum bæjum í gær, og Ísraelsher brást við með loftárás á meintar stöðvar skæruliða Hamas-samtakanna á Gaza. 22.12.2008 02:00
Veðurstofan varar við stormi Veðurstofan gerir ráð fyrir stormi um landið sunnan- og vestanvert annað kvöld. Spá Veðurstofunnar næsta sólarhring er eftirleiðis: Norðaustanátt, víða 5-13 m/s og dálítil snjókomu um landið austanvert fram á kvöld, en annars úrkomulítið. Hægari í kvöld og fram á nótt. 21.12.2008 22:25
Auknar líkur á að bresk stjórnvöld verði lögsótt Líkur á því að Kaupþing höfði mál gegn breska ríkinu vegna harkalegra aðgerða breskra stjórnvalda gegn dótturfyrirtæki bankans hafa aukist með nýju lögunum sem sett voru í gær. 21.12.2008 18:33
Gísli Marteinn í launalaust leyfi Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi mun taka launalaust frí frá störfum borgarstjórnar eftir áramót. Gísli greinir frá þessu í bloggfærslu sem hann skrifaði á vefsíðu sína nú í kvöld. 21.12.2008 00:01
Faðmlög eru óvelkomin í Kringlunni Ungmenni sem vildu gleðja fólk í verslunarmiðstöðvum í dag með því að faðma þau reyndust ekki velkomin. 21.12.2008 19:16
Allt gert til að sporna við atvinnuleysi Allt verður gert til að koma í veg fyrir að svörtustu spár um atvinnuleysi rætist að sögn Geirs H. Haarde, forsætisráðherra. Hann vonast til þess að hægt verði að lækka stýrivexti snemma á næsta ári. 21.12.2008 18:59
Olíugróði Drekasvæðis skattlagður um allt að 59% Skattar íslenska ríkisins af hugsanlegri olíu- og gasvinnslu á Drekasvæðinu verða allt að 59 prósent af tekjum sem olíulindirnar gefa. Þetta er nokkru lægra hlutfall en Norðmenn taka hæst en sambærilegt við skattlagningu Færeyinga og Kanadamanna. 21.12.2008 19:14
Skerðing eftirlauna ráðamanna bætt með launahækkun Ráðherrar og alþingismenn fá skerðingu eftirlauna bætta með launahækkun frá Kjararáði. Þetta er mat þingmanna að muni gerast. 21.12.2008 19:18
Forsetinn óskar eftir að fjármálaráðherra lækki laun sín Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur sent fjármálaráðherra bréf þar sem hann óskar eftir því að laun sín verði lækkuð í samræmi við lagafrumvarp um kjararáð. Forsetinn sendi bréfið fyrir helgi en frumvarpið varð að lögum í gær. 21.12.2008 15:35
Eldur á Bakkabraut Allt tiltækt lið slökkviliðsins var sent að Bakkabraut 12 í kópavogi laust eftir klukkan þrjú í dag þegar eldur kviknaði í iðnaðarrými þar. Mikill reykur var í húsinu en eldurinn var minniháttar. Húsið var reykræst eftir að búið var að slökkva eldinn. 21.12.2008 15:21
Uppáhald Stalíns lést í gær Rússneska balletdansmeyjan, Olga Lepeshinskaya, sem dansaði áratugum saman við Bolshoi leikhúsið og vakti mikla athygli einræðisherrans Jósefs Stalín lest í gær, 92 ára að aldri. 21.12.2008 15:06
Vestmannaeyjabær hækkar útsvar Útsvar hjá Vestmannaeyjabæ mun hækka um 0,25% og verður 13.28% eftir hækkun. Þetta var ákveðið á fundi bæjarstjórnar á fimmtudaginn, eftir því sem fram kemur á fréttavefnum Eyjar.net. 21.12.2008 14:11
Tjáir sig ekki um hvort til standi að auglýsa fleiri stjórnendastörf Ásmundur Stefánsson, formaður bankaráðs Landsbankans, vill ekki tjá sig um það hvort unnið sé að því að skipta æðstu stjórnendum úr gamla Landsbankanum út úr ábyrgðarstöðum í nýja bankanum. 21.12.2008 13:25
Fært um Hellisheiði Fært er orðið um Hellisheiði en þar er þæfingur og skafrenningur, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. Heiðinni var lokað í nótt vegna ófærðar. Á Suðurlandi er hálka, þæfingur og skafrenningur á flestum leiðum. 21.12.2008 12:28
Ómögulegt að sjávarútvegurinn lendi í eigu erlendra lánadrottna Það er engin hætta á því að íslenskar aflaheimildir lendi í eigum erlendra lánadrottna þrátt fyrir að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki séu afar skuldsett og geti hugsanlega farið í gjaldþrot. Þetta sagði Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, í þættinum Sprengjusandi á Bylgjjunni í dag. 21.12.2008 11:31
Tveir menn villtust á Skarðsheiði Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar leituðu í gærkvöld tveggja manna sem villtust í slæmu veðri á Skarðsheiði. Björgunarsveitamönnum barst tilkynning um að mennirnir hefðu týnst um sexleytið og voru þeir fundnir um fjórum tímum síðar. 21.12.2008 11:02
Hugsanlega verða vextir af neyðarlánum til bótaþega Svo gæti farið að neyðarlán breska ríkisins til handa bótaþegum verði ekki lengur vaxtalaus nema í undantekningar tilvikum. Félagþjónustan í Bretlandi veitir árlega samanlagt hálfum milljarði punda í vaxtalaus neyðarlán úr opinberum sjóði til rúmlega milljón bótaþega. 21.12.2008 10:55
Stysti dagur ársins í dag Vetrarsólstöður eru í dag, 21. desember, og er þetta því sá dagur ársins sem nóttin er lengst og birtu nýtur skemmst. 21.12.2008 10:49
Enn átök í Grikklandi Enn kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu víða í Grikklandi í nótt. Til óeirða hefur komið daglega í rúman hálfan mánuð. 21.12.2008 10:44
Gott skíðafæri í dag Skíðasvæðin á Ísafirði í Tungudal og Seljalandsdal voru opnuð í gær og þar er áformað að lyftur verði í gangi í dag milli klukkan eitt og fimm. Áformað er að hafa opið á völdum dögum yfir hátíðirnar. Í Bláfjöllum verður opið frá klukkan 11 til klukkan sex í kvöld. Skíðasvæði Skagfirðinga í Tindastól verður opið til klukkan fjögur og sömuleiðis í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar. 21.12.2008 10:38
Ætla að selja sendiherrabústaði Selja á sendiherrabústaði í Washington, Osló, London og New York og nota hluta söluverðs til að leigja annað hentugra húsnæði samkvæmt breytingartillögu frá meirihluta fjárlaganefndar Alþingis. 21.12.2008 10:34
Þungfært á Austurlandi Þungfært er á Austurlandi og stórhríð á Fjarðarheiði, milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, samkvæmt upplýsingum Vegagerðar. Stórhríð er einnig á Oddskarði, milli Eskifjarðar og Norðfjarðar, og þar er þæfingsfærð en verið er að moka vegi. Frá Norðurlandi berast þær fréttir af miklum éljagangi í Eyjafirði og skafrenningi á Mývatnsheiði og Mývatnsöræfum. 21.12.2008 10:27
Sátu fastir í bílum sínum Tólf manns sátu fastir í sex bílum vegna ófærðar á Hellisheiðinni í nótt. Nú er unnið að því að moka Hellisheiðina og koma bílunum sem festust í burtu. Hellisheiðinni var lokað upp úr klukkan tvö í nótt og segist lögreglan búast við því að hægt verði að opna hana aftur upp úr klukkan 10. 21.12.2008 10:14
Þurfa að greiða 50 þúsund fyrir áfengismeðferð Sjúklingar í áfengis- og vímefnameðferð SÁÁ á Staðarfelli og í Vík verða frá og með næstu áramótum að greiða 50 þúsund krónur fyrir meðferðina. Fram kemur á heimasíðu SÁÁ að vegna fyrirsjáanlegs rekstrarfjárskorts á næsta ári sé óhjákvæmilegt að hefja gjaldtöku af þessu tagi. Samhliða gjaldtöku verður stofnaður sérstakur sjóður sem efnaminni sjúklingar geta sótt styrk í til að greiða sinn hlut. 21.12.2008 10:09
Slösuðust þegar Boeing vél fór út af flugbraut Nærri fjörutíu manns slösuðust þegar Boeing sjö þrír sjö farþegaþota Continental flugfélagsins bandaríska rann út af flugbraut í Denver í Colorado-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 21.12.2008 10:07
Segir forsendur brostnar fyrir opinberri eigu HS „Þegar Grindavík seldi okkur var miðað við að æskilegt væri að Hitaveita Suðurnesja yrði í eigu opinberra aðila. En í ljósi þess að núverandi meirihluti er myndaður af Reykjanesbæ og Geysi Green Energy, og í ljósi nýrra laga frá Alþingi, eru þær forsendur brostnar,“ segir Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. 21.12.2008 08:30
Sveitarfélög ganga hart að skuldurum Skuldir þúsunda einstaklinga við sveitarfélag sitt eru í innheimtu hjá innheimtufyrirtækjum, til dæmis Intrum eða Momentum. Í slíkri innheimtu bætist við kostnaður fyrir skuldarann. Hafnarfjörður er eina sveitarfélagið af þeim fimm stærstu sem skiptir ekki við slík fyrirtæki. 21.12.2008 08:00
Fé til menntamála gæti minnkað 2009 Menntamálaráðherra segist hafa fullan skilning á þeim erfiðleikum sem Háskóli Íslands stendur frammi fyrir í ljósi þess að 1.630 nemendur bætast nú í hópinn, um leið og fjárframlög hafa verið minnkuð um tíu prósent frá því sem áætlað var. Rektor skólans hefur orðað það svo að skólinn sé í „verulega alvarlegri klemmu“. 21.12.2008 08:00
Fékk aldrei lán fyrir Decode Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknar, segist aldrei hafa fengið lán til hlutabréfakaupa í Decode. 21.12.2008 07:00
Ítalskur skiptinemi með 9,14 í einkunn „Íslenska er mjög fallegt tungumál," segir Veronica Piazza, sautján ára ítalskur skiptinemi, sem nýlega fékk 10 í einkunn í íslenskuprófi fyrir erlenda nema í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. 21.12.2008 07:00
Mikið sparast við fækkun yfirstjórna Sameining sveitar-félaga er ráðstöfun sem hlýtur að koma til alvarlegrar skoðunar í hagræðingaraðgerðunum sem nú er gripið til í samfélaginu öllu. Þetta er mat Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra á Ísafirði og formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga. 21.12.2008 06:00