Innlent

Geir ekki kunnugt um hvort ráðgjafar vissu af Icesave tilboði

Geir H. Haarde.
Geir H. Haarde.

Forsætisráðherra var ekki kunnugt um tilboð breska fjármálaeftirlitsins um að 200 milljónir punda hefðu dugað til að færa Icesave reikningana yfir í breska lögsögu, áður en ríkið yfirtók Landsbankann. Hann segist heldur ekki vita til þess að embættismenn hans og ráðgjafar hafi haft slíka vitneskju. Þetta kemur fram í svari Geirs H. Haarde forsætisráðherra við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur.

„Hafði ráðherra, fyrir yfirtöku íslenska ríkisins á Landsbanka Íslands, vitneskju um tilboð breska fjármálaeftirlitsins (FSA) um að gegn 200 milljóna punda fyrirgreiðslu væri FSA tilbúið að færa reikninga Icesave yfir í breska lögsögu?", spyr Siv, og Geir svarar: Nei.

Siv spyr einnig: „Höfðu embættismenn eða ráðgjafar ráðherra slíka vitneskju?", og Geir svarar: „Ekki svo ráðherra hafi verið kunnugt."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×