Erlent

Þungur róður fram undan hjá dönskum háskólanemum

Verulega mun kreppa að dönskum háskólanemum á næsta ári þar sem framlög hins opinbera til skólanna verða skorin niður vegna efnahagsörðugleika í Danmörku.

Fyrir liggur að stytta þarf ýmis námskeið og samræma einhverjar námsgreinar eftir föngum. Skólamenn óttast að þetta kunni að auka brottfall nemenda úr námi. Menntamálaráðherra Danmerkur hefur skipað starfshóp til að fara yfir vandann og leita úrlausna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×