Erlent

Fjórfalt fleiri breskir en bandarískir hermenn falla í Afganistan

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Á vígvellinum í Afganistan.
Á vígvellinum í Afganistan.

Bretar hafa misst fjórfalt fleiri hermenn í Afganistan en Bandaríkjamenn síðastliðnar sjö vikur. Þetta kemur fram í skýrslu Bandaríkjahers sem fjallar meðal annars um væntanlega fjölgun bandarískra hermanna í Afganistan.

Í skýrslunni kemur fram að fjórtán breskir hermenn hafi látið lífið í Afganistan síðan 1. nóvember á móti þremur bandarískum. John Hutton, varnarmálaráðherra Bretlands, segir að breska ríkisstjórnin muni íhuga vandlega hugsanleg tilmæli frá Barack Obama, verðandi Bandaríkjaforseta, um fjölgun breskra hermanna í Afganistan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×