Innlent

Sif svarar kallinu

Sif Sigfúsdóttir.
Sif Sigfúsdóttir.

Sif Sigfúsdóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ætlar að taka sæti í borgarstjórn Reykjavíkur þegar Gísli Marteinn Baldursson tekur sér launalaust leyfi frá borgarmálunum í janúar. ,,Ég ætla að svara kallinu," segir Sif. Nýja starfið leggst ágætlega í hana en hún tekur jafnframt fram að einungis sé um fáeina mánuði að ræða.

Gísli Marteinn tilkynnti í gær að hann ætlar að fara í launalaust frí frá störfum borgarstjórnar eftir áramót fram á sumar. Hann hefur verið við nám í Edinborgarskóla frá því ágúst og segist ekki hafa getað sinnt náminu eins vel og hann vildi vegna starfa í borgarstjórn.

Sif starfar sem markaðsfulltrúi viðskiptafræði- og hagfræðideildar Háskóla Íslands. Hún hefur verið varaborgarfulltrúi frá árinu 2006.

Bróðir Sifjar, Árni Sigfússon, sat eitt sinn í borgarstjórn og var um skeið borgarstjóri. Hann er nú bæjarstjóri í Reykjanesbæ.


Tengdar fréttir

Gísli Marteinn í launalaust leyfi

Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi mun taka launalaust frí frá störfum borgarstjórnar eftir áramót. Gísli greinir frá þessu í bloggfærslu sem hann skrifaði á vefsíðu sína nú í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×