Erlent

Hamas gerir hlé á árásum

Frá Palestínu.
Frá Palestínu.

Hamasliðar á Gasa ströndinni hafa fallist á sólarhrings vopnahlé í átökum þeirra og Ísraelsmanna. Egyptar gengu á milli stríðandi fylkinga og lofa Hamas að gera hlé á eldflaugaárásum sínum á Ísraelskt landsvæði.

Reuters fréttastofan hefur eftir háttsettum manni innan Hamas hreyfingarinnar að vopnahléið hafi tekið gildi á miðnætti í gær og fylgir sögunni að Hamas séu að íhuga lengra hlé. Hálfs árs langt vopnahlé fylkinganna rann út síðasta föstudag og hafði það í för með sér mikil átök um helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×