Innlent

Forgangsmál hjá Óskari að greiða verktökum 250 milljónir

Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna.
Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna.

Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn, segir að Óskar Bergsson, formaður borgarráðs, hafi um langt skeið lagt áherslu á að greiða verktökum verðbætur vegna óverðtryggðra verksamninga. Borgin hyggst greiða verktökum 250 milljónir króna. Upphæðin samsvarar kostnaði við rekstur Hvassaleitisskóla.

Borgarráð samþykkti á fundi sínum á laugardag drög að 250 milljón króna samkomulagi Reykjavíkurborgar og Samtaka iðnaðarins um verðbætur óverðtryggðra verksamninga. Samkomulagið er gert til þess að draga úr hættu á að verktakar segi sig frá verkum með tilheyrandi kostnaðarauka fyrir borgina.

Undrast sinnaskipti sjálfstæðismanna

,,Snemma í ferlinu var forgangsmál hjá Óskari Bergssyni að koma til móts við þessar kröfur verktakanna," segir Svandís og bætir við að málið hafi oft áður komið inn á borð borgarráðs og hlotið misjafnlega góð viðbrögð. Hún sér engin málefnaleg rök fyrir þessu og undrast jafnframt breytta áherslu sjálfstæðismanna í málinu.

,,Þetta sýnir okkur forgangsröðina hjá meirihlutanum," segir Svandís sem telur óeðlilegt að einum hagsmunahópi umfram öðrum séu greiddar verðbætur aftur í tímann enda eigi samskonar sjónarmið víðar við í borgarkerfinu.

Rekstur Hvassaleitisskóla kostar rúmar 250 milljónir

Svandís segir horfa verði á hverja einustu krónu og allir þurfi að spara. Hún bendir auk þess á upphæðin sem borgin hyggst greiða verktökunum samsvari öllum kostnaði við rekstur Hvassaleitisskóla.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×