Innlent

Tíu áramótbrennur í Reykjavík

Þetta árið verða tíu áramótabrennur í Reykjavík. Þar af eru sjö brennur alfarið á ábyrgð Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar. Brennurnar eru í tveimur stærðarflokkum sem ræðst af aðstæðum á hverjum stað. Eldvarnareftirlitið ákvarðar og hefur eftirlit með stærð brenna. Stóru brennurnar eru fjórar líkt og í fyrra.

Stórar brennur verða við Ægisíðu, Geirsnef og í Gufunesi á vegum borgarinnar en auk þess verður Fylkisbrenna við Rauðavatn. Minni brennur verða við Suðurhlíðar neðan við Fossvogskirkjugarð, Suðurfell, Kléberg á Kjalarnesi og vestan Laugarásvegar móts við Valbjarnarvöll á vegum borgarinnar. Íbúasamtök Ártúnsholts standa fyrir brennu sunnan Ártúnsskóla og brenna hverfafélagsins Skjaldar verður í Skerjafirði.

Kveikt verður í brennum á vegum borgarinnar klukkan 20:30 á gamlárskvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×