Innlent

Tækniskólinn brautskráði nemendur í fyrsta skipti

Nemendur úr Meistaraskólanum voru 40 talsins.
Nemendur úr Meistaraskólanum voru 40 talsins.
Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins ætlar að vera í fararbroddi skóla í endurreisn atvinnulífsins og mun bjóða fjölmörg úrræði fyrir þá sem vilja og þurfa tækifæri til menntunar. Þetta sagði Baldur Gíslason, annar skólameistara skólans, þegar fyrstu nemendur brautskráðust frá skólanum á föstudag. Það voru 150 nemendur sem útskrifuðust við hátíðlega athöfn í Hallgrímskirkju.

„Þessi skóli, Tækniskólinn, hefur nú þegar markað sig vel og vakið athygli fyrir ferskleika og áræði. Hann nýtir vel þann jarðveg sem hann er sprottinn úr og heldur í heiðri þau góðu gildi sem lögð voru með Iðnskólanum í Reykjavík, Stýrimannskólanum í Reykjavík og Vélskóla Íslands. Þó að hátt sé stefnt með skólann þá munu ræturnar ekki slitna," sagði Baldur.

Flestir þeirra sem útskrifuðust voru nemendur í meistaraskólanum, en þeir voru 40 talsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×