Innlent

Íslendingur tekinn með amfetamín á Tælandi

Íslenskur karlmaður á fertugsaldri var á dögunum handtekinn á Pattaya ströndinni fyrir að hafa undir höndum svokallaðar "ya ba" amfetamín töflur. Frá þessu er greint í tælenskum miðlum og sagt frá því að maðurinn hafi gleypt töflurnar í einum grænum þegar hann sá lögreglumennina nálgast.

Það var þó skammgóður vermir þar sem lögreglan fór með hann í þvagprufu þar sem berlega kom í ljós að hann hafði neytt efnanna.

Ekki fylgir sögunni hvort eftirmálar verði af þessu atviki fyrir Íslendinginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×