Fleiri fréttir Dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir þrjár líkamsárásir Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í 8 mánaða fangelsi fyrir þrjár líkamsárásir gagnvart fyrrverandi eiginkonu sinni og tvo húsbrot hjá henni, sem áttu sér stað á tímabilinu janúar 2005 til mars 2006. Konan hlaut minniháttar meiðsl í árásunum. 27.11.2008 16:58 Færeysk fiskiskip grunuð um ólöglegar veiðar Tvö færeysk fiskiskip eru grunuð um að hafa veitt ólöglega í íslenskri lögsögu. Ákæruvaldið í Færeyjum rannsakar málið. Rökstuddur grunur er um að skipin hafi veitt innan íslenskrar lögsögu með slökkt á fjareftirlitsbúnaði sem sýnir hvar skipin eru stödd. Einnig að skipstjóri annars skipsins kastað siglingartölvu þess í sjóinn á leið í land. 27.11.2008 16:49 Níu mánaða fangelsi fyrir að hóta og kýla lögreglumann Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms yfir 25 ára gömlum karlmanni sem rauf skilorð með því að hóta og kýla lögreglumann árið 2005. Héraðsdómur hafði áður dæmt hann í níu mánaða fangelsi sem maðurinn áfrýjaði til Hæstaréttar. Honum var einnig gert að greiða áfrýjunarkostnað og kostnað verjanda síns, um 500.000 krónur. 27.11.2008 16:49 Þrjú og hálft ár fyrir nauðgun Hæstiréttur staðfesti í dag þriggja og hálfs árs fangelsisdóm yfir Gunnari Rúnari Gunnarssyni. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Gunnar í desember í fyrra fyrir tvö skjalafalsmál, umferðarlagabrot og nauðgun, 27.11.2008 16:44 Tveggja mánaðar skilorð fyrir að lemja fósturson sinn í útilegu Hæstiréttur dæmdi í dag fertugan karlmann í tveggja mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa slegið ellefu ára gamlan fósturson sinn í andlitið. Hæstiréttur þyngdi dóm Héraðsdóms Suðurlands frá 13. febrúar um mánuð. 27.11.2008 16:29 Vinstri beygja frá Bústaðavegi lögð niður Borgarráð samþykkti í dag að loka til reynslu í sex mánuði vinstri beygju af Bústaðavegi inn á Reykjanesbraut í Elliðaárdal. Breytingunni er ætlað að draga úr álagi við gatnamótin og verður á reynslutímanum kannað hvort biðraðir á annatíumum styttist. 27.11.2008 16:12 Kynbundinn launamunur er 19,5 prósent Kynbundinn launamunur á heildarlaunum, þegar tekið hefur verið tillit til vinnutíma, starfs, menntunar, aldurs, atvinnugreinar, ábyrgðar í starfi og hvort fólk er sjálfstætt starfandi eða launþegar, er 19,5%, samkvæmt launarannsókn, sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir félagsmálaráðuneyti. Þetta kemur fram á heimasíðu Jafnréttisstofu. 27.11.2008 16:08 Skortur á bílum til útflutnings Svo vel hefur gengið að selja bíla á Evrópumarkað að Höfðahöllin og Diesel.is hyggjast ráðast í sérstakt markaðsátak til að fá fleiri bíla á skrá hjá sér. Hlynur Gylfason, hjá Höfðahöllinni, segir að bílarnir séu fluttir til Þýskalands en séu síðan seldir um alla Evrópu. Hann segir fyrirtækið þurfa fleiri bíla á skrá. 27.11.2008 16:02 Svíar senda flugvél til að sækja særða í Mumbai Svíar undirbúa nú að senda sérútbúna flugvél til Mumbai til að ferja evrópska borgara sem slösuðust í árásum í borginni til síns heima. Utanríkisráðherra Svíþjóðar sagði í samtali við AP fréttastofuna að Boeing 737-800 vél hefði að upplagi Evrópusambandsins verið útbúin fyrir sjúkraflutninga. Í vélinni er hægt að meðhöndla sex alvarlega slasaða sjúklinga, og 23 mikið, en ekki lífshættulega, slasaða. 27.11.2008 15:37 Írar geta kosið aftur um Lissabon-sáttmálann Engar lagalegar hindranir eru fyrir því að Írar haldi aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Lissabon-sáttmálann. Írar höfnuðu sáttmálanum í júní en hann er eins konar stjórnarsáttmáli Evrópusambandsins og kom í stað stjórnarskrá þess sem Frakkar og Hollendingar höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslum 2005. 27.11.2008 15:36 Opið allan sólarhringinn í Hagkaupi Hægt verður að versla jólagjafirnar, steikina og skrautið um miðjar nætur í desember. Verslun Hagkaups í Skeifunni verður opin allan sólarhringinn frá og með deginum í dag og fram að jólum hið minnsta. 27.11.2008 15:20 Séð og heyrt mátti ekki birta mynd af Tarantino Alti már Gylfason blaðamaður Séð og heyrt og Birtíngur útgáfufélag ehf voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmd til þess að greiða Ingu Birnu Dungal 180.000 krónur ásamt vöxtum. Einnig voru hvor um sig gert að greiða 80.000 krónur í sekt til ríkissjóðs ásamt 600.000 krónum í málskostnað. 27.11.2008 15:14 Lýsir vanþóknun yfir leynd, spillingu og græðgi meirihlutans Ólafur F. Magnússon, fyrrum borgarstjóri, lýsir yfir vanþóknun sinni á þeirri leynd, spillingu og græðgi sem einkenna störf borgarstjórnarmeirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þetta kemur fram í bókun sem Ólafur lagði fyrir í borgarráði í dag. 27.11.2008 15:00 Tékkneska þingið samþykkir eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjamanna Efri deild tékkneska þingsins samþykkti í dag byggingu Bandaríkjamanna á eldflaugavarnarkerfi í landinu. 27.11.2008 14:56 Strætófarþegum fjölgar í kreppunni Merkja má fjölgun á farþegum hjá Strætó á álagstímum að undanförnu og telur Jórunn Frímannsdóttir, stjórnarformaður Strætó bs. að rekja megi fjölgunina til efnahagsástandsins. 27.11.2008 14:53 Eldur í Oberoi hótelinu í Mumbai Eldtungur standa nú út frá efri hæðum Trident-Oberoi hótelsins í Mumbai. Sérsveitarmenn eru nú inni á hótelinu að reyna að frelsa gísla sem hópur herskárra islamista heldur þar. Fleiri en hundrað eru látnir og fjöldi særðir eftir hrinu árása í borginni í gær og í dag. 27.11.2008 14:21 Heimdallur vill mannabreytingar í Seðlabankanum Von er á yfirlýsingu frá stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, síðar í dag. Þar er þeim tilmælum meðal annars beint til Ríkisstjórnarinnar að mannabreytinga sé þörf í Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitinu. 27.11.2008 14:18 Borgarráð felldi tillögu um ókeypis í strætó Tillaga Ólafs F. Magnússonar, borgarfulltrúa F-lista, um niðurfellingu fargjalda hjá Strætó bs. var fyrr í dag felld á fundi borgarráðs með sjö samhljóða atkvæðum. 27.11.2008 14:14 Þjóðverji meðal hinna látnu Einn Þjóðverji er meðal þeirra sem lést í árásum hryðjuverkamanna í Mumbai, og fjöldi annara er særður að sögn þýska utanríkisráðuneytisins. 27.11.2008 14:05 Varað við ferðalögum til Taílands Utanríkisráðuneytið ráðleggur Íslendingum frá ferðalögum til Taílands vegna mótmæla og átaka að undanförnu. Þeim sem nú eru í landinu er ráðlagt að halda sig fjarri mótmælaðgerðum. 27.11.2008 13:54 Neyðarástandi lýst yfir í Bangkok Ríkisstjórn Taílands ætlar að lýsa yfir neyðarástandi á tveimur flugvöllum í Bangkok, höfuðborg landsins. Stjórnarandstæðingar hafa lagt þá undir sig og lokað fyrir flugumferð um þá. 27.11.2008 13:51 Íraska þingið samþykkir umdeilt öryggissamkomulag Íraska þingið samþykkti í dag umdeilt öryggissamkomulag sem íraska ríkisstjórnin gerði á dögunum við þá bandarísku. 27.11.2008 13:43 Allt að 2 ára fangelsi óhlýðnist fólk rannsóknarnefndinni Það varðar allt að 2 ára fangelsi að neita að gefa upplýsingar, spilla gögnum eða gefa villandi upplýsingar fyrir rannsóknarnefnd um bankahrunið samkvæmt frumvarpi um sérstaka rannsóknarnefnd sem Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, mælti fyrir í morgun. 27.11.2008 12:45 Á brjóstunum á leið til Bandaríkjanna Tvær léttklæddar og föngulegar stúlkur frá bandarísku dýraverndarsamtökunum PETA eru komnar til Íslands til þess að krefjast mannúðlegrar meðferðar á dýrum og hvetja fólk til þess að klæðast ekki dýrafeldi 27.11.2008 12:37 Ekki flatur niðurskurður í heilbrigðiskerfinu Tveir ráðherrar fullyrtu á Alþingi í morgun að ekki yrði flatur 10 prósenta niðurskurður í heilbrigðiskerfinu, þrátt fyrir nýleg tilmæli fjármálaráðuneytis um að lækka útgjöld sem því nemur. 27.11.2008 12:17 Útifundur ASÍ færður inn vegna veðurs Vegna veðurs hefur fyrirhugaður útifundur ASÍ og stéttarfélaganna á höfuðborgasvæðinu verið færður inn í Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Fundurinn hefst kl. 17 eins og áður hafði verið auglýst. Ræðumenn verða Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ, Sigurður Bessason formaður Eflingar og Finnbjörn A. Hermannsson formaður Samiðnar. Fundarstjóri verður Ingibjörg R. Guðmundsdóttir varaforseti ASÍ. Tríóið Guitar Islancio mun leika nokkur lög fyrir fundinn. 27.11.2008 11:42 Borgin styður Alþjóðahúsið í eitt ár Borgarráð Reykavíkur samþykkti á fundi sínum í morgun að gera þjónustusamning við Alþjóðahús til eins árs. Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar hefur verið falið að sjá um samningsgerðina af hálfu borgarinnar. 27.11.2008 11:38 Rætt um rannsóknarnefnd Alþingis Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, mælti í morgun fyrir frumvarpi um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna. Frumvarpið er lagt fram af forseta Alþingis og formönnum allra stjórnmálaflokka sem eiga þar sæti. 27.11.2008 11:22 Sendi samúðarkveðjur vegna hryðjuverkaárásanna Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sendi í morgun samúðarkveðju til forseta Indlands, Pratibha Patil, vegna hryðjuverkaárásanna í Mumbai. 27.11.2008 11:19 Sérsveitarmenn búa sig undir frelsun gísla í Mumbai Fyrir skömmu varð enn ein sprenging nálægt Taj hótelinu í Mumbai. Herlið býr sig nú undir að ráðast til inngöngu í Taj og Oberoi hótelin í borginni ásamt ísraelskri menningarmiðstöð. Umsátursástand hefur ríkt við hótelin, þar sem hryðjuverkamenn sem sagðir eru tilheyra samtökunum Deccan Mujahideen halda fólki í gíslingu. 27.11.2008 11:10 Guðlaugur og Ögmundur svara spurningum í spreng Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra og Ögmundur Jónasson þingflokksformaður VG munu svara spurningum í spreng á almennum stjórnmálafundi í Öskju í Vatnsmýrinni í kvöld. 27.11.2008 11:07 Örlög SkjásEins eru nú í höndum stjórnvalda Skjánum mun takast að endursemja við birgja um greiðslur og sýningarrétt og spara þannig umtalsverðar fjárhæðir. Þá hafa yfir 55 þúsund Íslendingar undirritað áskorun til menntamálaráðherra og ríkisstjórnar Íslands um að leiðrétta ójafnt samkeppnisumhverfi einkarekinna sjónvarpsstöðva. Verða Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra afhentar þessar undirskriftir við fyrsta tækifæri. 27.11.2008 11:03 Skortir konur í utanríkisþjónustuna Það er of mikið af sendiherrum í eldri kantinum starfandi í utanríkisþjónustunni. Yngra fólk þarf að fá aukin framgang þar. Auk þess þarf að fjölga konum. 27.11.2008 11:01 Verslunarmiðstöð í Vestmannaeyjum Í morgun klukkan 10:00 opnaði verslunin Flamingó í nýju húsnæði en verslunin hefur verið rekin svo árum skiptir að Heiðarvegi 6. 27.11.2008 10:36 Íslendingarnir enn fastir í Bangkok Íslendingarnir sem lentu í hrakningum í Taílandi vegna mótmælaaðgerða gegn ríkisstjórn landsins sitja enn fastir þar. Holberg Masson, einn Íslendinganna, sagði í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í morgun að það yrði ekki flogið í dag en hugsanlega á morgun. 27.11.2008 10:19 Segir hina ,,ábyrgu" vantreysta þjóðinni fyrir kosningum ,,Þau hin ábyrgu telja að engir flokkar nema Samfylking og Sjálfstæðisflokkur geti fundið lausn á vanda þjóðarinnar. Það kemur kannski ekki á óvart að allt þetta fólk sem telur sig svo ábyrgt er annað hvorhvort í Samfylkingunni eða Sjálfstæðisflokknum og sæmilega miðaldra," segir Valgerður Bjarnadóttir í grein í Morgunblaðinu í dag bætir við að hún sé í Samfylkingunni, sæmilega miðaldra og telji sig ekki vera óábyrga. 27.11.2008 09:53 Vísitala framleiðsluverðs hækkar á milli mánaða Vísitala framleiðsluverðs í október 2008 var 186,9 stig (4. fjórðungur 2005 = 100) og hækkaði um 12,7% frá september. Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir var 226,0 stig, sem er hækkun um 20,3% (vísitöluáhrif 6,5%) frá fyrri mánuði og vísitala fyrir stóriðju var 249,1 stig, hækkaði um 14,7% (4,1%). Vísitalan fyrir matvæli hækkaði um 3,4% frá september (0,6%) og vísitala fyrir annan iðnað hækkaði um 6,3% (1,5%). 27.11.2008 09:12 Hækkun og lækkun hjá ÁTVR Verðbreyting, sem er að meðaltali 4,38% til hækkunar, tekur gildi í Vínbúðunum í dag. Verð breytist á 1023 tegundum af þeim 1706 tegundum áfengis sem eru í boði í Vínbúðunum, 160 tegundir lækka í verði, 863 hækka en verð verður áfram óbreytt á 683 tegundum. 27.11.2008 09:04 Elísabet drottning hvetur til stuðnings Elísabet Englandsdrottning hvetur konungsfjölskylduna til að styðja almenning eftir bestu getu í þeim efnahagshremmingum sem nú ganga yfir England. 27.11.2008 08:46 Stálu díselolíu á Fjóni Fjórir menn voru handteknir nálægt Bogense á Fjóni í nótt þar sem þeir voru í óða önn að stela díselolíu úr tanki á olíubirgðastöð. 27.11.2008 08:43 Áhugastjörnufræðingur í ljósmyndasamkeppni við NASA Breskur áhugastjörnufræðingur náði myndum úr bakgarðinum heima hjá sér sem gefa myndum NASA ekkert eftir í gæðum. 27.11.2008 08:22 Á annað hundrað látnir í Mumbai Meira en 100 eru látnir og 315 særðir í Mumbai á Indlandi eftir árásir hryðjuverkamanna. Umsátursástand er á tveimur stórum hótelum í borginni. 27.11.2008 08:09 Togari á leið í brotajárn sökk Gamall 250 tonna togari, sem síðast hét Guðrún Björg, sökk í nótt þegar togarinn Gréta, sem áður hét Margrét, var að draga hana mannlausa til Aberdeen í Skotlandi, þar sem hún átti að fara í brotajárn. 27.11.2008 07:23 Hvassviðri og snjókoma á Vestfjörðum Hvassviðri hefur verið á Vestfjörðum í nótt og nokkuð snjóaði á norðanverðum fjörðunum. Þar er farið að draga í skafla og er verið að ryðja helstu götur á Ísafirði. 27.11.2008 07:21 Handtekinn eftir innbrot í bíla Lögreglan á Akureyri handtók í nótt sautján ára pilt, eftir að hann hafði farið inn í nokkra ólæsta bíla í leit að verðmætum. 27.11.2008 07:14 Sjá næstu 50 fréttir
Dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir þrjár líkamsárásir Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í 8 mánaða fangelsi fyrir þrjár líkamsárásir gagnvart fyrrverandi eiginkonu sinni og tvo húsbrot hjá henni, sem áttu sér stað á tímabilinu janúar 2005 til mars 2006. Konan hlaut minniháttar meiðsl í árásunum. 27.11.2008 16:58
Færeysk fiskiskip grunuð um ólöglegar veiðar Tvö færeysk fiskiskip eru grunuð um að hafa veitt ólöglega í íslenskri lögsögu. Ákæruvaldið í Færeyjum rannsakar málið. Rökstuddur grunur er um að skipin hafi veitt innan íslenskrar lögsögu með slökkt á fjareftirlitsbúnaði sem sýnir hvar skipin eru stödd. Einnig að skipstjóri annars skipsins kastað siglingartölvu þess í sjóinn á leið í land. 27.11.2008 16:49
Níu mánaða fangelsi fyrir að hóta og kýla lögreglumann Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms yfir 25 ára gömlum karlmanni sem rauf skilorð með því að hóta og kýla lögreglumann árið 2005. Héraðsdómur hafði áður dæmt hann í níu mánaða fangelsi sem maðurinn áfrýjaði til Hæstaréttar. Honum var einnig gert að greiða áfrýjunarkostnað og kostnað verjanda síns, um 500.000 krónur. 27.11.2008 16:49
Þrjú og hálft ár fyrir nauðgun Hæstiréttur staðfesti í dag þriggja og hálfs árs fangelsisdóm yfir Gunnari Rúnari Gunnarssyni. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Gunnar í desember í fyrra fyrir tvö skjalafalsmál, umferðarlagabrot og nauðgun, 27.11.2008 16:44
Tveggja mánaðar skilorð fyrir að lemja fósturson sinn í útilegu Hæstiréttur dæmdi í dag fertugan karlmann í tveggja mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa slegið ellefu ára gamlan fósturson sinn í andlitið. Hæstiréttur þyngdi dóm Héraðsdóms Suðurlands frá 13. febrúar um mánuð. 27.11.2008 16:29
Vinstri beygja frá Bústaðavegi lögð niður Borgarráð samþykkti í dag að loka til reynslu í sex mánuði vinstri beygju af Bústaðavegi inn á Reykjanesbraut í Elliðaárdal. Breytingunni er ætlað að draga úr álagi við gatnamótin og verður á reynslutímanum kannað hvort biðraðir á annatíumum styttist. 27.11.2008 16:12
Kynbundinn launamunur er 19,5 prósent Kynbundinn launamunur á heildarlaunum, þegar tekið hefur verið tillit til vinnutíma, starfs, menntunar, aldurs, atvinnugreinar, ábyrgðar í starfi og hvort fólk er sjálfstætt starfandi eða launþegar, er 19,5%, samkvæmt launarannsókn, sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir félagsmálaráðuneyti. Þetta kemur fram á heimasíðu Jafnréttisstofu. 27.11.2008 16:08
Skortur á bílum til útflutnings Svo vel hefur gengið að selja bíla á Evrópumarkað að Höfðahöllin og Diesel.is hyggjast ráðast í sérstakt markaðsátak til að fá fleiri bíla á skrá hjá sér. Hlynur Gylfason, hjá Höfðahöllinni, segir að bílarnir séu fluttir til Þýskalands en séu síðan seldir um alla Evrópu. Hann segir fyrirtækið þurfa fleiri bíla á skrá. 27.11.2008 16:02
Svíar senda flugvél til að sækja særða í Mumbai Svíar undirbúa nú að senda sérútbúna flugvél til Mumbai til að ferja evrópska borgara sem slösuðust í árásum í borginni til síns heima. Utanríkisráðherra Svíþjóðar sagði í samtali við AP fréttastofuna að Boeing 737-800 vél hefði að upplagi Evrópusambandsins verið útbúin fyrir sjúkraflutninga. Í vélinni er hægt að meðhöndla sex alvarlega slasaða sjúklinga, og 23 mikið, en ekki lífshættulega, slasaða. 27.11.2008 15:37
Írar geta kosið aftur um Lissabon-sáttmálann Engar lagalegar hindranir eru fyrir því að Írar haldi aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Lissabon-sáttmálann. Írar höfnuðu sáttmálanum í júní en hann er eins konar stjórnarsáttmáli Evrópusambandsins og kom í stað stjórnarskrá þess sem Frakkar og Hollendingar höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslum 2005. 27.11.2008 15:36
Opið allan sólarhringinn í Hagkaupi Hægt verður að versla jólagjafirnar, steikina og skrautið um miðjar nætur í desember. Verslun Hagkaups í Skeifunni verður opin allan sólarhringinn frá og með deginum í dag og fram að jólum hið minnsta. 27.11.2008 15:20
Séð og heyrt mátti ekki birta mynd af Tarantino Alti már Gylfason blaðamaður Séð og heyrt og Birtíngur útgáfufélag ehf voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmd til þess að greiða Ingu Birnu Dungal 180.000 krónur ásamt vöxtum. Einnig voru hvor um sig gert að greiða 80.000 krónur í sekt til ríkissjóðs ásamt 600.000 krónum í málskostnað. 27.11.2008 15:14
Lýsir vanþóknun yfir leynd, spillingu og græðgi meirihlutans Ólafur F. Magnússon, fyrrum borgarstjóri, lýsir yfir vanþóknun sinni á þeirri leynd, spillingu og græðgi sem einkenna störf borgarstjórnarmeirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þetta kemur fram í bókun sem Ólafur lagði fyrir í borgarráði í dag. 27.11.2008 15:00
Tékkneska þingið samþykkir eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjamanna Efri deild tékkneska þingsins samþykkti í dag byggingu Bandaríkjamanna á eldflaugavarnarkerfi í landinu. 27.11.2008 14:56
Strætófarþegum fjölgar í kreppunni Merkja má fjölgun á farþegum hjá Strætó á álagstímum að undanförnu og telur Jórunn Frímannsdóttir, stjórnarformaður Strætó bs. að rekja megi fjölgunina til efnahagsástandsins. 27.11.2008 14:53
Eldur í Oberoi hótelinu í Mumbai Eldtungur standa nú út frá efri hæðum Trident-Oberoi hótelsins í Mumbai. Sérsveitarmenn eru nú inni á hótelinu að reyna að frelsa gísla sem hópur herskárra islamista heldur þar. Fleiri en hundrað eru látnir og fjöldi særðir eftir hrinu árása í borginni í gær og í dag. 27.11.2008 14:21
Heimdallur vill mannabreytingar í Seðlabankanum Von er á yfirlýsingu frá stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, síðar í dag. Þar er þeim tilmælum meðal annars beint til Ríkisstjórnarinnar að mannabreytinga sé þörf í Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitinu. 27.11.2008 14:18
Borgarráð felldi tillögu um ókeypis í strætó Tillaga Ólafs F. Magnússonar, borgarfulltrúa F-lista, um niðurfellingu fargjalda hjá Strætó bs. var fyrr í dag felld á fundi borgarráðs með sjö samhljóða atkvæðum. 27.11.2008 14:14
Þjóðverji meðal hinna látnu Einn Þjóðverji er meðal þeirra sem lést í árásum hryðjuverkamanna í Mumbai, og fjöldi annara er særður að sögn þýska utanríkisráðuneytisins. 27.11.2008 14:05
Varað við ferðalögum til Taílands Utanríkisráðuneytið ráðleggur Íslendingum frá ferðalögum til Taílands vegna mótmæla og átaka að undanförnu. Þeim sem nú eru í landinu er ráðlagt að halda sig fjarri mótmælaðgerðum. 27.11.2008 13:54
Neyðarástandi lýst yfir í Bangkok Ríkisstjórn Taílands ætlar að lýsa yfir neyðarástandi á tveimur flugvöllum í Bangkok, höfuðborg landsins. Stjórnarandstæðingar hafa lagt þá undir sig og lokað fyrir flugumferð um þá. 27.11.2008 13:51
Íraska þingið samþykkir umdeilt öryggissamkomulag Íraska þingið samþykkti í dag umdeilt öryggissamkomulag sem íraska ríkisstjórnin gerði á dögunum við þá bandarísku. 27.11.2008 13:43
Allt að 2 ára fangelsi óhlýðnist fólk rannsóknarnefndinni Það varðar allt að 2 ára fangelsi að neita að gefa upplýsingar, spilla gögnum eða gefa villandi upplýsingar fyrir rannsóknarnefnd um bankahrunið samkvæmt frumvarpi um sérstaka rannsóknarnefnd sem Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, mælti fyrir í morgun. 27.11.2008 12:45
Á brjóstunum á leið til Bandaríkjanna Tvær léttklæddar og föngulegar stúlkur frá bandarísku dýraverndarsamtökunum PETA eru komnar til Íslands til þess að krefjast mannúðlegrar meðferðar á dýrum og hvetja fólk til þess að klæðast ekki dýrafeldi 27.11.2008 12:37
Ekki flatur niðurskurður í heilbrigðiskerfinu Tveir ráðherrar fullyrtu á Alþingi í morgun að ekki yrði flatur 10 prósenta niðurskurður í heilbrigðiskerfinu, þrátt fyrir nýleg tilmæli fjármálaráðuneytis um að lækka útgjöld sem því nemur. 27.11.2008 12:17
Útifundur ASÍ færður inn vegna veðurs Vegna veðurs hefur fyrirhugaður útifundur ASÍ og stéttarfélaganna á höfuðborgasvæðinu verið færður inn í Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Fundurinn hefst kl. 17 eins og áður hafði verið auglýst. Ræðumenn verða Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ, Sigurður Bessason formaður Eflingar og Finnbjörn A. Hermannsson formaður Samiðnar. Fundarstjóri verður Ingibjörg R. Guðmundsdóttir varaforseti ASÍ. Tríóið Guitar Islancio mun leika nokkur lög fyrir fundinn. 27.11.2008 11:42
Borgin styður Alþjóðahúsið í eitt ár Borgarráð Reykavíkur samþykkti á fundi sínum í morgun að gera þjónustusamning við Alþjóðahús til eins árs. Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar hefur verið falið að sjá um samningsgerðina af hálfu borgarinnar. 27.11.2008 11:38
Rætt um rannsóknarnefnd Alþingis Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, mælti í morgun fyrir frumvarpi um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna. Frumvarpið er lagt fram af forseta Alþingis og formönnum allra stjórnmálaflokka sem eiga þar sæti. 27.11.2008 11:22
Sendi samúðarkveðjur vegna hryðjuverkaárásanna Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sendi í morgun samúðarkveðju til forseta Indlands, Pratibha Patil, vegna hryðjuverkaárásanna í Mumbai. 27.11.2008 11:19
Sérsveitarmenn búa sig undir frelsun gísla í Mumbai Fyrir skömmu varð enn ein sprenging nálægt Taj hótelinu í Mumbai. Herlið býr sig nú undir að ráðast til inngöngu í Taj og Oberoi hótelin í borginni ásamt ísraelskri menningarmiðstöð. Umsátursástand hefur ríkt við hótelin, þar sem hryðjuverkamenn sem sagðir eru tilheyra samtökunum Deccan Mujahideen halda fólki í gíslingu. 27.11.2008 11:10
Guðlaugur og Ögmundur svara spurningum í spreng Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra og Ögmundur Jónasson þingflokksformaður VG munu svara spurningum í spreng á almennum stjórnmálafundi í Öskju í Vatnsmýrinni í kvöld. 27.11.2008 11:07
Örlög SkjásEins eru nú í höndum stjórnvalda Skjánum mun takast að endursemja við birgja um greiðslur og sýningarrétt og spara þannig umtalsverðar fjárhæðir. Þá hafa yfir 55 þúsund Íslendingar undirritað áskorun til menntamálaráðherra og ríkisstjórnar Íslands um að leiðrétta ójafnt samkeppnisumhverfi einkarekinna sjónvarpsstöðva. Verða Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra afhentar þessar undirskriftir við fyrsta tækifæri. 27.11.2008 11:03
Skortir konur í utanríkisþjónustuna Það er of mikið af sendiherrum í eldri kantinum starfandi í utanríkisþjónustunni. Yngra fólk þarf að fá aukin framgang þar. Auk þess þarf að fjölga konum. 27.11.2008 11:01
Verslunarmiðstöð í Vestmannaeyjum Í morgun klukkan 10:00 opnaði verslunin Flamingó í nýju húsnæði en verslunin hefur verið rekin svo árum skiptir að Heiðarvegi 6. 27.11.2008 10:36
Íslendingarnir enn fastir í Bangkok Íslendingarnir sem lentu í hrakningum í Taílandi vegna mótmælaaðgerða gegn ríkisstjórn landsins sitja enn fastir þar. Holberg Masson, einn Íslendinganna, sagði í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í morgun að það yrði ekki flogið í dag en hugsanlega á morgun. 27.11.2008 10:19
Segir hina ,,ábyrgu" vantreysta þjóðinni fyrir kosningum ,,Þau hin ábyrgu telja að engir flokkar nema Samfylking og Sjálfstæðisflokkur geti fundið lausn á vanda þjóðarinnar. Það kemur kannski ekki á óvart að allt þetta fólk sem telur sig svo ábyrgt er annað hvorhvort í Samfylkingunni eða Sjálfstæðisflokknum og sæmilega miðaldra," segir Valgerður Bjarnadóttir í grein í Morgunblaðinu í dag bætir við að hún sé í Samfylkingunni, sæmilega miðaldra og telji sig ekki vera óábyrga. 27.11.2008 09:53
Vísitala framleiðsluverðs hækkar á milli mánaða Vísitala framleiðsluverðs í október 2008 var 186,9 stig (4. fjórðungur 2005 = 100) og hækkaði um 12,7% frá september. Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir var 226,0 stig, sem er hækkun um 20,3% (vísitöluáhrif 6,5%) frá fyrri mánuði og vísitala fyrir stóriðju var 249,1 stig, hækkaði um 14,7% (4,1%). Vísitalan fyrir matvæli hækkaði um 3,4% frá september (0,6%) og vísitala fyrir annan iðnað hækkaði um 6,3% (1,5%). 27.11.2008 09:12
Hækkun og lækkun hjá ÁTVR Verðbreyting, sem er að meðaltali 4,38% til hækkunar, tekur gildi í Vínbúðunum í dag. Verð breytist á 1023 tegundum af þeim 1706 tegundum áfengis sem eru í boði í Vínbúðunum, 160 tegundir lækka í verði, 863 hækka en verð verður áfram óbreytt á 683 tegundum. 27.11.2008 09:04
Elísabet drottning hvetur til stuðnings Elísabet Englandsdrottning hvetur konungsfjölskylduna til að styðja almenning eftir bestu getu í þeim efnahagshremmingum sem nú ganga yfir England. 27.11.2008 08:46
Stálu díselolíu á Fjóni Fjórir menn voru handteknir nálægt Bogense á Fjóni í nótt þar sem þeir voru í óða önn að stela díselolíu úr tanki á olíubirgðastöð. 27.11.2008 08:43
Áhugastjörnufræðingur í ljósmyndasamkeppni við NASA Breskur áhugastjörnufræðingur náði myndum úr bakgarðinum heima hjá sér sem gefa myndum NASA ekkert eftir í gæðum. 27.11.2008 08:22
Á annað hundrað látnir í Mumbai Meira en 100 eru látnir og 315 særðir í Mumbai á Indlandi eftir árásir hryðjuverkamanna. Umsátursástand er á tveimur stórum hótelum í borginni. 27.11.2008 08:09
Togari á leið í brotajárn sökk Gamall 250 tonna togari, sem síðast hét Guðrún Björg, sökk í nótt þegar togarinn Gréta, sem áður hét Margrét, var að draga hana mannlausa til Aberdeen í Skotlandi, þar sem hún átti að fara í brotajárn. 27.11.2008 07:23
Hvassviðri og snjókoma á Vestfjörðum Hvassviðri hefur verið á Vestfjörðum í nótt og nokkuð snjóaði á norðanverðum fjörðunum. Þar er farið að draga í skafla og er verið að ryðja helstu götur á Ísafirði. 27.11.2008 07:21
Handtekinn eftir innbrot í bíla Lögreglan á Akureyri handtók í nótt sautján ára pilt, eftir að hann hafði farið inn í nokkra ólæsta bíla í leit að verðmætum. 27.11.2008 07:14