Erlent

Íraska þingið samþykkir umdeilt öryggissamkomulag

Mynd/ AFP.
Mynd/ AFP. Mynd/AFP

Íraska þingið samþykkti í dag umdeilt öryggissamkomulag sem íraska ríkisstjórnin gerði á dögunum við þá bandarísku.

Samkomualgið felur í sér að bandarískir hermenn verði áfram í Írak til loka árs 2011 og að hægt verður að lögsækja þá og svokallaða erlenda verktaka fyrir lögbrot sem framin eru utan bandrískra herstöðva og á frívakt. Fjölmargir sjía-múslimar á þingi hafa mótmælt samkomulaginu og sagt það brjóta gegn stjórnarskrá Íraks. Mörg þúsund manns fóru í mótmælagöngu vegna þess um götur Bagdad-borgar fyrir viku.

Málið var borið upp til atkvæðagreiðslu á þinginu í dag og var samkomulagið samþykkt með 149 atkvæðum gegn 49. 77 þingmenn voru fjarverandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×