Innlent

Guðlaugur og Ögmundur svara spurningum í spreng

Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra og Ögmundur Jónasson þingflokksformaður VG munu svara spurningum í spreng á almennum stjórnmálafundi í Öskju í Vatnsmýrinni í kvöld.

Það er Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, sem heldur fundinn. Þeir Guðlaugur og Ögmundur munu fyrst fá tvær mínútur hver í framsöguræðu og taka síðan við spurningum úr salnum. Fá þeir aðeins eina mínútu á hvert svar og verður tímavörður til staðar til að stoppa þá ef þeir fara framyfir mörkin.

Efni fundarins er efnahagsástandið á Íslandi þessa stundina, hvað brást og hvað er til ráða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×